Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 65

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál - 01.06.1938, Blaðsíða 65
1. drgangur . 2. ársfjórðungur VAKA þá virðingu, sem aðeins er á færi her- manns að sýna andstæðingi sínum ... Án ykkar væri ég ekki kominn það, sem ég nú er kominn.... Okkar barátta hefir í raun réttri aðeins verið barátta milli trúarbragða.... við eigum margt sam- eiginlegt. Hvaða þjóðir eiga hærri hug- sjónir i sambandi við trú sína en íbúar Spánar og Marokkó? Og hvaða þjóðir hafa reynzt hugsjónunum trúrri en ein- mitt þessar? Enn á ný heyja þær bar- áttu fyrir trú sinni, enn einu sinni heyjum vér heilagt stríð. Að þessu sinni berjumst vér hlið við hlið, af því að vér eigum sameiginlega fjandmenn: Hina vantrúuðu, rauðu fjandmenn hins sanna guðs.“ Á þessi orð, og önnur þeim lík, hlusta Márarnir af orðlausum fjálgleik. Að ræðunni lokinni hylla þeir Franco sem verjanda trúarinnar og verkfæri í hendi Allah, og láta skrá sig unnvörpum til herþjónustu í liði hans. Á þennan eina hátt og engan annan, hefði verið hægt að vinna Márana til fylgis við spánskan mann og spánskan málstað. í þessu sýndi Franco stjórnvizku, sem kænustu stjórn- málamenn mega öfunda hann af, og þetta er leyndarmálið um fylgispekt Máranna við uppreisnarmanninn Franco. Komizt hefir á kreik orðrómur um hernaðarlegt samsæri í Burgos, aðseturs- stað Francos hershöfðingja. Tilgangur- inn hefir verið talinn sá, að ljósta upp um hernaðarlegar fyrirætlanir Francos og hershöfðingja hans. Þeim, sem kunnugir eru ástandinu bak við hina „hvítu" herlínu á Spáni, koma þessar fregnir ekki á óvart. Allt frá því, er Franco hóf uppreisn sína og til þessa dags, hefir hann orðið að heyja baráttu sína á þrennan hátt: Gegn hermönnum og sjálfboðaliðum lýðveldisstjórnarinnar, gegn sífelldum klofningi í hópi Spán- verjanna, sem fylgja honum, og gegn leynilegum óvinum, sem andstæðingum hans hefir tekizt að lauma inn í raðir hans eigin manna. Góðar heimildir eru fyrir þvl, að þessum andstæðingum hefir tekizt að vinna ýmiskonar skemmdar- verk, sem valdið hafa Franco óbætanlegu tjóni. Eyðilögð hafa verið skjöl, sem valdið hafa miklum erfiðleikum við skipulagningu á ríki Francos, auk fjár- hagslegs tjóns, ungum og óreyndum em- bættismönnum hans gert erfitt fyrir á ýmsan hátt o. s. frv. En fregnir af öllum atburðum sem þessum fara mjög lágt. Þeirra er sjaldan getið í fréttaskeytum blaðanna og Franco reynir að bæla niður allan orðróm um þessa hluti. Óeining meðal fylgismanna Franco er allmjög áberandi, eins og drepið var á hér að framan. Hann styðst ekki við einn flokk heldur ýmis flokksbrot og hagsmunahópa.. Af þeim má fyrst og fremst nefna leifar konungssinnanna spönsku og hinn svokallaða „Falange"- flokk, facistiska hreyfingu, sem þó er stórum mun meira „vinstri" sinnuð en t. d. ítalski facisminn. — Milli þessara aðila eiga sér stað sífelld átök, og veltur á ýmsu um, hvorum betur má, en þó virðist sem „Falange“-mönnum hafi yfirleitt veitt betur. En það leikur ekki á tveim tungum, að þótt Franco takist að sigra á Spáni með hjálp Mussolinis og Hitlers, þá veit- ist honum ekki létt að byggja upp ríki sitt. Og þeir erfiðleikar verða bæði af völdum fylgismanna hans og andstæð- inga. Sniðng skáltlsaga yrir nokkru síðan kom út skáldsaga í Rússlandi, sem nefndist Falskir demantar. Höfundurinn var rússnesk kona, A. J. Voinova að nafni. — Bók þessi vakti mikla athygli í Rússlandi, þegar hún kom út. Margur almennur lesandi brosti í laumi, þegar hann hafði lesið hana, en yfirvöldin vöknuðu upp við vondan draum. Við nánari athugun kom sem sé í ljós, að saga þessi var ekki eins „meinlaus" og ritskoðun ríkisins hafði virzt í fyrstu. Auk þess að vera vel skrifuð og skemmtileg aflestrar, fólst í henni sárbitur ádeila á þjóðfélagshætti 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka : tímarit um þjóðfélags- og menningarmál
https://timarit.is/publication/1746

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.