Fréttablaðið - 04.01.2023, Page 1
| f r e t t a b l a d i d . i s |
Frítt
KYNN INGARBLAÐ
ALLTMIÐVIKUDAGUR 4. janúar 2023
thordisg@frettabladid.isEnn eru blessuð jólin og í dag er
ellefti dagur jóla. Margir luma á
góðum kjötafgöngum sem hægt
er að nota í gómsætar tartalettur
sem er mikill uppáhaldsmatur
hjá mörgum og gaman að njóta á
rómantískum jólakvöldum sem nú.
Vinsælt er að brytja niður hangi
kjöt í tartalettur með kartöflum
og baunum í uppstúf eða nota
afgang af hamborgarhrygg eins og
góða skinku í hátíðartartalettur
með aspas og Óðalsosti. Einnig má
nota tartalettur undir sætmeti og í
raun hvað sem maginn og munnur
girnast.
Himneskar hátíðartartalettur250 g Óðals Tindur200 g skinka eða hamborgar-
hryggur4 msk. majónes2 msk. 18% sýrður rjómi
1 msk. Dijon-sinnep1 dós aspas í bitum2 msk. aspassafi10 tilbúnar tartalettuskeljarHitið ofn í 180°C. Rífið ostinn með
grófu rifjárni og setjið í skál. Skerið
kjötið í litla bita og setjið saman við.
Hrærið afganginum af hráefnunum
saman og blandið vel.Skiptið fyllingunni í tíu tarta
lettuskeljar og bakið í um 12 til 15
mínútur eða þar til osturinn hefur
bráðnað og tekið á sig fallegan, gull
brúnan lit. n
Heimild: gottimatinn.is
Tartalettur um jól
Tartalettur eru lostæti og tilvaldar í
jólaafgangana. mYnd/gottimatinn.is
Andrea Kristín Gunnarsdóttir er þakklát fyrir að fóturinn hafi bjargast eftir hjólaslysið í Króatíu. Hún er þakklát fyrir að geta ferðast og gengið enda hefur
hreyfing alltaf verið henni mikilvæg. Hér er hún á göngu með hundinn sinn hann Púka.
Fréttablaðið/ernir
Kollagenið frá Feel Iceland átti
stóran þátt í batanumAndrea Kristín Gunnarsdóttir, 56 ára Mosfellingur og þriggja barna móðir, var ansi nálægt
því að missa annan fótinn eftir að hún lenti í örlagaríku hjólaslysi í Króatíu. Hún þakkar
meðal annars kollageninu frá Feel Iceland fyrir að svo fór ekki. 2
HALLDÓR | | 12 PONDUS | | 20
2 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | M I ð V I K U D A g U R 4 . j A N ú A R 2 0 2 3
sport| | 16
MEnning | | 22
líFið | | 24
|
líFið| | 24
Spáir í aspas og
boðar konunglega
fæðingu
Leggur allt í
sölurnar fyrir list
Markar ekki
endalokin
Hræddu börn
í Tívolí
Börn á leið úr Hlíðaskóla þurftu að klöngrast yfir háan skafl eftir snjóruðning fyrir bílaumferð til að komast yfir á gangbrautarljósum. Fréttablaðið/Ernir
HeILbRIgðISMáL Ellen Sif Sævars-
dóttir, sálfræðingur og rekstrarstjóri
Litlu kvíðameðferðarstöðvarinnar,
segir mikið áhyggjuefni hversu lengi
börn og unglingar þurfi að bíða eftir
sálfræðiþjónustu. Biðtíminn og bið-
listinn hafi lengst úr hófi síðastliðin
þrjú ár.
„Eins og staðan er núna erum við
með rétt rúmlega þúsund mál á bið,“
segir Ellen.
Dæmi séu um að foreldrar setji
börn á biðlista á mörgum mismun-
andi stöðum og hringi þangað reglu-
lega til að kanna stöðuna. sjá síðu 4
Þúsund börn bíða
sálfræðiþjónustu
Ellen Sif Sævars-
dóttir, sálfræð-
ingur
Miklar hækkanir á heild-
söluverði matvöru taka gildi
núna um áramótin og ljóst
er að verðlag mun hækka á
komandi vikum og mánuðum.
Mögulega eru þetta erlendar
hækkanir sem enn eiga eftir að
koma inn í verðlag hér á landi.
olafur@frettabladid.is
NeYteNDUR Hækkanir frá heild-
sölum og birgjum virðast hlaupa á
bilinu 2,5-46 prósent. Almennt virð-
ist verð hækka á bilinu 5-12 prósent.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segir hækk-
anir dynja yfir smásöluna nú um ára-
mót. Bæði sé um að ræða innlenda
framleiðslu og innflutta matvöru.
Þær séu af þeirri stærðargráðu að
þær hljóti að fara að einhverju marki
út í verðlag til neytenda.
Guðmundur segir eina ástæðu hás
matvælaverðs hér á landi vera vernd-
arstefnu stjórnvalda gagnvart inn-
lendri matvælaframleiðslu. Staðinn
sé vörður um innlenda framleiðslu
og komið í veg fyrir samkeppni
meðal annars með fyrirkomulagi
tollkvóta.
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, segir stóra kjöt-
framleiðendur geta haft hagsmuni
af því að kaupa tollkvóta á mjög háu
verði. Þannig gætu þeir tryggt að
neytendum stæði ekki ódýrt innflutt
kjöt til boða og haldið uppi háu mat-
vælaverði í landinu. Hann segir tolla-
kvóta vera vonda fyrir neytendur.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, segir verðhækk-
anir fyrirtækisins vera langt undir
almennum verðlagshækkunum,
Ölgerðin hafi ráðist í umfangsmiklar
hagræðingaraðgerðir og ný og hag-
kvæm verksmiðja leiði jafnframt til
þess að neytendur njóti lægra verðs.
Hann segir erfiðara að hamla
gegn erlendum verðhækkunum
sem séu miklar og sjái ekki fyrir
endann á.
Matarverð á evrusvæðinu hefur
hækkað um 16 prósent síðustu 12
mánuði. Í Þýskalandi hefur hækk-
unin numið um 21 prósenti, 12 pró-
sentum í Frakklandi og ríf lega 16
prósentum í Bretlandi.
Hér á landi hækkaði matarverð
um 10,1 prósent á síðasta ári.
Þetta getur bent til þess að hækk-
anir sem þegar eru komnar inn í
verðlag í f lestum Evrópulöndum
eigi enn eftir að koma inn í verðlag
hér landi. sjá síðu 8
Holskefla hækkana nálgast
Erlendar verðhækk-
anir kannski enn ekki
komnar inn í verð hér.