Fréttablaðið - 04.01.2023, Síða 30

Fréttablaðið - 04.01.2023, Síða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is toti@frettabladid.is Penninn Eymundsson hefur tekið saman lista yfir mest seldu bæk- urnar í verslunum sínum á nýliðnu ári. Á sölulista ljóðabóka ársins 2022 trónir Þórarinn Eldjárn á toppnum með bókina Allt og sumt. Blástjarna efans, eftir Valdimar Tómasson, er í 2. sæti þannig að enn stendur Met- sölu-Valdi, eins og hann er stundum kallaður, undir nafni. „Þetta er náttúrlega bara afbragð,“ segir Valdimar sem unir vel sínum ljóðahag á milli Þórarins og Berg- þóru Snæbjörnsdóttur sem er í 3. sæti með Allt sem rennur. „Og það er nú ekkert tap að lúta í gras fyrir höfuðskáldinu Þórarni Eldjárn. Það er nú bara heiður og notalegt að vera upp við hann. Notaleg nánd,“ segir Valdimar og bætir við að hann geti ekki annað en verið ánægður með árið. „Vorútgáfurnar gjalda alltaf svolít- ið haustlátanna vegna þess að þegar maður kemur út þetta snemma árs þá upplifa margir mann eins og fyrra árs varning.“ Hann bætir aðspurður við að enn sé eitthvað til af Blástjörnu efans og þá helst hjá Eymundsson. „Þar er eitthvað eftir en lítið orðið til á lager. Og einhver eintök á skáldfuglinn í skjóðu sinni,“ segir skáldið sem selur sjálfur drjúgt á tíðum ferðum sínum um höfuð- borgarsvæðið. „Já, já. Ég verð fyrir aðkasti og fólk er að kaupa bókina. Þessi lágmæltu orð ljóðsins, þau rata til sinna,“ segir skáldið sem er þannig í beinu og góðu sambandi við ljóðelska les- endur án þess að hafa nokkru sinni sóst eftir né hlotið rithöfundalaun. „Nei, ég kann ekkert á þessar umsóknir. Ég fæ svona brauðafganga hjá góðu fólki,“ segir Metsölu-Valdi með prakkaralegu glotti. n Notalegt að vera utan í Þórarni Eldjárn Metsölu-Valdi kemur vel undan ljóðagóðæri ársins 2022. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGA KL. 19.00 OG 21.00 Vikulegur þáttur um íslenskt viðskiptalíf þar sem farið er yfir helstu viðskiptafréttir vikunnar ásamt öðru því sem hæst ber í efnahagslífinu hverju sinni. Bibbi í Skálmöld var á tón- leikaferðalagi með hljómsveit sinni þegar hann skrifaði þögnina ofan í Egil Ólafsson og Ólaf Darra í auglýsingu sem hefur hitt fjölda sjón- varpsáhorfenda lóðbeint í hjartastað þegar sá síðar- nefndi tekur orðlaust við sem rödd Toyota á Íslandi. toti@frettabladid.is „Það hefði ekki verið neitt mál að láta þá bara koma keyrandi inn á Land Cruiser-jeppum eða ein- hverju, skilurðu? En þá er hjartað svolítið farið,“ segir Snæbjörn Ragn- arsson, bassaleikari Skálm aldar, sem fékk það snúna en heillandi verkefni að semja þögnina fyrir Egil Ólafsson og Ólaf Darra Ólafsson í auglýsingu þar sem Darri tekur við af Agli sem rödd Toyota á Íslandi. Bibbi, eins og hann er alltaf kall- aður, starfar samhliða þungarokk- inu hjá auglýsingastofunni PIPAR/ TBWA og segir þau hafa fengið þetta „fallega verkefni“ í fangið nokkrum dögum áður en Skálmöld lagði upp í sex vikna tónleikaferðalag. „Ég fór bara af stað í túrinn. Gat ekkert bakkað með það,“ segir Bibbi um hugmyndavinnuna sem fór því „að mestu fram í kojunni í hljómsveitarrútunni á ferð um óslétta þjóðvegi Austur-Evrópu, og fyrsta útgáfa handritsins varð til í subbulegu bakherbergi í Leipzig.“ Súrrealískt raddleysi Bibbi segir það óneitanlega svo- lítið súrrealískt að vera orðinn of seinn í sándtékk á meðan nokkur fátækleg orð eru hömruð niður á blað. „Og koma svo heim rúmum mánuði síðar þegar allt er tilbúið eftir þrotlausa vinnu hjá öllu þessu hæfileikafólki.“ Bibbi segir það þó hafa verið „gullverkefni“ að fá að gera aug- lýsingu fyrir Egil og Ólaf Darra og þetta hafi verið ógeðslega gaman þótt vissulega hafi verið snúið að skrifa þögnina inn í auglýsingu sem þó hvílir á jafn mögnuðum og þekktum röddum. „Þarna eru svo augljóslega tvær stjörnur. Að skrifa textalausa aug- lýsingu er alltaf svolítið trikkí en að gera það ofan í þessa tvo menn voru alger forréttindi. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um túlkun og ósögð orð en Egill Ólafsson og Ólafur Darri Ólafsson færðu allar þær hugmyndir upp á hærra stig. Þarna fer saman fagmennska, list- fengi, eitthvað óútskýranlegt og fullkomið vald á öllu saman.“ Auglýst með hjartanu Bibbi hefur auk þess að vera bassa- leikari og textahöfundur Skálm- aldar og einn Ljótu hálfvitanna meðal annars skrifað sjónvarps- efni og leikrit og segist alltaf koma að auglýsingunum úr sinni listrænu átt. „Ég vinn á auglýsingastofu þann- ig að ég vil halda Toyota á lofti. Ég ætla ekkert að reyna að fela það en mín alveg skothelda skoðun og góða tilfinning er að allar bestu auglýsingar heimsins eru þær sem eru ekki að auglýsa neitt. Þar sem þú ert í alvörunni að tala um eitt- hvað sem skiptir máli,“ segir Bibbi og tekur dæmi. „Og ég verð alltaf, jafnvel þótt ég sé bara að auglýsa fokking bolla- súpu, að finna eitthvert hjarta í því. Segja einhverja sögu í stað þess að segja bara: Keyptu bollasúpuna mína! Auðvitað eru tilefnin mis- hjartnæm og það allt saman og í þessu tilfelli öskruðu auðvitað allar aðstæður á að það væri hægt að gera eitthvað ógeðslega gott úr þessu.“ n Gyllt þögn Egils og Darra Bibbi fann gull í þögn Darra og Egils. FRÉTTBLAÐIÐ/ERNIR 30 ÁR SEM BREYTTU ÖLLU EGILL ÓLAFSSON TAKK FYRIR OKKUR SAGAN HELDUR ÁFRAM ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON VELKOMINN TIL TOYOTA Raddir þeirra Egils og Darra eru svo magnaðar að jafnvel þögn þeirra er þrungin merkingu sem fólk skilur. MyND/TOyOTA 26 Lífið 4. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.