Verktækni - 2020, Síða 6

Verktækni - 2020, Síða 6
6 simulations predicting increase in congestion as the modal split shifts towards automation. In any case, the mode choice shift will not be realised without the public acceptence of AVs. The public opinion towards the technology has not been fully explored, and particularly not in Iceland. This article focuses on the Icelandic results of a cross-national survey. 561 valid responses were recorded, considering attitudinal and stated-mode-choice questions and the responses then analysed as per the sample‘s socio-demographic attributes and compared to a similar survey performed in other european countries. The Icelandic public is generally more positive towards automated vehicles than other Europeans, however still skeptical. At the same time as AV passengers feel more safe than vulnerable road users in the vicinity of an AV, AV passengers also feel more safe with an AV supervisor inside the vehicle. It is uncertain whether people will use the vehicles for pick-up and drop-off of children. Respondents are generally more positive that their goods be transported in AVs instead of people. In spite of this, 70% of respondents were positive that the technology be tried in their neighborhood and 60% of respondents are positive towards trying the vehicles themselves. Further research is suggested in the outlook of the articles, based on indices and further metrics Keywords: mode choice, attitude, self-driving, safety. 1. Inngangur Nýlega hefur aukin upplýsingatækniþekking og síhrapandi framleiðslukostnaður skynjara og reiknigetu leitt til umræðu um að sjálfakandi bílar kunna að vera á næstu grösum. Með tilkomu nýrrar tækni sjá framleiðendur sér enn betur fært að innleiða sjálfstýringu í samgöngukerfum og skipta út hefðbundnum ökutækjum eftir þörfum farþega (Iclodean, Cordos & Varga, 2020; Ainsalu et al., 2018). Eftir því sem umræðan hefur aukist hafa fræðimenn víða byrjað að greina möguleg áhrif farartækjanna á samgöngur og samfélag. Sjálfakandi ökutæki eru talin fækka umferðarslysum, minnka umhverfisáhrif umferðar og lækka ferðakostnað. Auk þess er talið að nýi ferðamátinn muni auka ferðaþægindi og bæta aðgengi fatlaðra, aldraðra, ungra og annarra sem ekki ferðast jafn auðveldlega nú til dags. Tæknin myndi alla jafnan auka eftirspurn eftir ferðum, að öðru óbreyttu (Fagnant & Kockelman, 2015). Hins vegar er alls óvíst að allt annað reynist óbreytt. Gefið að tækninni fleyti fram eru umræddar breytingar þó að mörgu leyti háðar samþykki almennings, bæði lagalegu samþykki í gegnum lagasetningu kjörinna fulltrúa og embættismanna auk samfélagslegs samþykkis notenda. Forsendur slíks samþykkis hafa ekki verið skoðaðar fyllilega, og sérstaklega ekki á íslenskri grundu. Rannsókn þessi er byggð á spurningalista unnum á samstarfsvettvangi WISE-ACT i Evrópu og víðar (Thomopoulos, Pronello, Etzioni, Raposo, Grosso, Polydoropoulou & Shiftan, 2020). Spurningalisti var lagður fyrir íslenskan almenning og fékkst 561 gilt svar, bæði m.t.t. huglægra þátta og ferðamátavalskönnunar og greind eftir lýðfræðilegum þáttum svarenda. Þessi grein segir frá niðurstöðum þessarar rannsóknar á Íslandi og ber þær saman við niðurstöður annarra rannsókna á Íslandi, niðurstöður í evrópskri Eurobarometer rannsókn og niðurstöður annarra fræðimanna. Nýmæli er að nýir ferðamátar séu metnir á þennan hátt hérlendis. Að lokum eru tekin saman atriði sem taka þarf tillit til við stefnumótun er kemur að innleiðingu tækninnar. Höfundar setja upp stika sem hafa má í huga til að meta áhrif innleiðingarinnar og má nýta við stefnumótun.

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.