Verktækni - 2020, Page 16

Verktækni - 2020, Page 16
16 á hjóli, rafskútu eða mótorhjóli og í kringum 40% í bílum, hvort sem er hefðbundnum eða sjálfakandi (Eurobarometer, 2020). Öryggi á meðan á ferð stendur Mynd 2: Upplifun öryggis á meðan á ferð stendur Mynd 2 sýnir að einungis 40% svarenda væru jákvæðir fyrir því að ferðast með sjálfakandi bílum án eftirlits (sbr. 22% í Evrópu) (Eurobarometer, 2020). Með eftirliti eykst téð hlutfall og stendur í u.þ.b. 75%. Mikilvægur þáttur í ferðamátavali vegfarenda er upplifun öryggis, en slíkt er ekki sjálfgefið. Þar sem greint hefur verið frá því að um 94% umferðarslysa eru af mannavöldum (NHTSA, 2015) hefur það verið notað sem röksemdafærsla til að staðfesta ávinning sem fylgir sjálfakandi ökutækjum enda muni vera hægt að útrýma 94% slysa með hjálp tækninnar (Fagnant & Kockelman, 2015). Þrátt fyrir þennan áætlaða ávinning má skilja niðurstöður á Mynd 2 á annan hátt. Upplifun um öryggi einstaklinga sé að mörgu leyti háð því að vita að maður sjálfur, eða þar til bær aðili, sé við stjórn. Þá er einnig átt við að í deildum ferðum og/eða í strætisvögnum skipti það máli að ekki stafi hætta af meðfarþegum sbr. (Sarriera, Álvarez, Blynn, Alesbury, Scully & Zhao, 2017). Fyrir vikið er umræða um eftirlit í sjálfakandi ökutækjum talin eiga mikilvægt erindi. Minna en 30% væru tilbúnir til að leyfa börnunum sínum að ferðast í sjálfakandi ökutæki án eftirlits en þó um 70% með eftirliti manneskju í bílnum (sjá Mynd 3). Það er meira traust gagnvart sjálfakandi ökutækum í samanburði við gögn Eurobarometer þar sem 19% treystu að senda börn sín án eftirlits og 58% undir eftirliti.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.