Verktækni - 2020, Qupperneq 18

Verktækni - 2020, Qupperneq 18
18 Mynd 4: Upplifun öryggis með ókunnugu fólki. Ekki er víst að þessi þáttur vegi jafn þungt þegar öryggi þjónustunnar hefur sannað sig, en þangað til að þeirri óvissu hefur verið eytt er enn ósvarað hvort ferðalangar reynist tvístíga varðandi öryggi ökutækjanna. Nýting ferðatíma sem farþegi í sjálfakandi ökutæki Gjarnan hefur verið haldið fram að helsta framför með sjálfakandi tækni sé að ökumaður verði að farþega, og losni því við skyldur sem felast í því að fylgjast með umferðinni og akstrinum. Á móti kæmi að hægt væri að nýta tímann til og frá vinnu eða skóla á afkastamikinn hátt. Mynd 5 sýnir hins vegar að það að „vinna“ er næst-óvinsælasta athöfn (e. Activity) til að stunda á meðan á ferð stendur. Aðeins 50% eru jákvæðir gagnvart því að vinna. Aftur á móti eru yfir 80% manns jákvæðir gagnvart því að horfa út um gluggann og um 75% jákvæði gagnvart því að fylgjast með hegðun bílsins. Þessu ber saman við fyrri niðurstöður fræðimanna (Kyriakidis et al, 2015; Schoettle & Sivak, 2014; Correia et al., 2019).

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.