Verktækni - 2020, Page 22

Verktækni - 2020, Page 22
22 Heildarakstur Mynd 8 sýnir viðhorf svarenda til áhrifa sjálfakandi tækni sem myndi leiða til breytinga á staðsetningu á vinnustað, búsetustað og lengdar ferðatíma á dag. Mynd 8: Breytingar á staðsetningu og ferðatíma. Svarendur hafa litla trú á því að staðsetning vinnustaðar og búsetu muni breytast. Upprunalega var talið að þar sem hægt væri að vinna á meðan á ferðum stæði myndu notendur vera tilbúnir til að ferðast lengur í og úr vinnu ef í boði væri ódýrara húsnæði fjær vinnustað (Meyer et al., 2017). Á sama tíma myndi þetta leiða til afleiddrar umferðar (e. Induced demand) og aukins heildaraksturs í kerfinu. Hins vegar, m.v. niðurstöður í undirkaflanum „Nýting ferðatíma sem farþegi í sjálfakandi ökutæki“ þar sem svarendur gáfu það upp að vera síður tilbúnir til að „vinna“ á meðan á ferð stæði, þá myndi slík breyting á búsetu falla um sjálfa sig.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.