Verktækni - 2020, Síða 23

Verktækni - 2020, Síða 23
23 Mynd 9: Ýmis áhrif sjálfakandi ökutækja. Áhrif á umferðartafir Mynd 9 sýnir samantekt á svörum svarenda varðandi áhrif sjálfakandi ökutækja. Svarendur telja að ferðir verði almennt þægilegri, að minnka megi útblástur og að auka megi ferðafrelsi. Á sama tíma og svarendur skiptast nokkurn veginn jafnt í þeirri trú að heildarferðatími aukist eða minnki, þá trúa flestir svarenda að umferðartafir minnki. Einungis 75% virðast trúa því að við að ökumaður gerist farþegi, þá skapist meira svigrúm til að farþegi geti sinnt frekari verkefnum sem ökumaður getur annars ekki sinnt. Merkilegt er þó að einungis 65% svarenda telja að óhöppum og slysum fækki þrátt fyrir að 90% slysa gerist af mannavöldum (Fagnant & Kockelman, 2015). Svarendur virðast enn tortryggnir gagnvart tækninni, sem er vel réttlætanlegt enda hafa bílslys sjálfakandi ökutækja fengið mikla umfjöllun í fréttum síðan tæknin fékk tilraunaréttindi og/eða verið notuð í bílum búnum sjálfakandi eiginleikum (AAA, 2019). Bílastæðaleit Einn af þeim þáttum sem talið er að komi til með að stytta ferðatíma er tími sem færi annars í að leita að bílastæði. Það má hugsa sér að þeim farþegum sem koma í eigin bíl verði hleypt út í nálægð við áfangastað og bíllinn síðan halda áfram og leggja sér sjálfur. Ef ferðin er í samfloti myndi bíllinn ekki þurfa að leggja heldur getur bifreiðin haldið á næsta áfangastað. Þessi eiginleiki er bæði farþeganum í hag m.t.t tímasparnaðar og eigendum bílastæðainnviða þar sem nýta mætti lóðir betur. Þörf verður á bílastæðainnviðum þar sem geyma má bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Ef bílar eru í einkaeigu þurfa þeir að vera nálægt heimili eiganda en ekki endilega beint fyrir utan heimili þeirra (Elvarsson et al., 2020). 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% …Fækka óhöppum og slysum …Auka hættu á árásum og hryðjuverkum …Minnka tafir í umferðinni …Auka tafir í umferðinni ... Auka notkun ferðatíma í eitthvað sem ökumaður getur ekki (t.d. vinnu, lesturs, svefns) …Verða nýtt skotmark fyrir netárásir …Reyna á þolmörk friðhelgi einkalífsins (t.d. aðgengi þriðja aðila að einkagögnum) …Minnka stress á meðan á ferðum stendur …Minnka þörfina á faglegum ökumönnum og taka yfir störf þeirra (t.d. ökumenn strætóa, vörubifreiða og leigubíla) …Auka valkosti í samgöngum (t.d. fyrir aldraðra, fatlaðra og barna yngri en 16 ára) …Minnka ánægju við að aka …Minnka ferðatíma …Minnka ferðafrelsi …Minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda (t.d. loftmengun) og orkueyðslu …Gera ferðir þægilegri Sjálfakandi ökutæki munu.. 1 2 3 4 5 6

x

Verktækni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.