Verktækni - 2020, Page 24

Verktækni - 2020, Page 24
24 Gagnaöryggi Mynd 10: Viðskipti ferðagagna Óneitanlega er áhugi gagnadrifinna fyrirtækja á ferðavenjum mikill. Móðurfyrirtæki Google hefur verið afar drífandi í framþróun sjálfakandi tækni í gegnum dótturfyrirtækið Waymo. Mynd 10 sýnir að fólk er afar varkárt í að gefa eftir gögn sín í skiptum fyrir aukna valkosti í samgöngum. Hins vegar hefur reynslan sýnt að notagildi þjónustu geti fengið notendur til að hunsa áhyggjur af gagnaöflun fyrirtækja sem þau stunda viðskipti við, eins og Facebook. Þessi neikvæða afstaða gæti þó einnig verið sökum bjögunar úrtaksins, þar sem úrtakið er heldur tekjuhærra en íbúar almennt. Kyriakidis og félagar greindu frá þeirri niðurstöðu að tekjuhærri eru gagnrýnni m.t.t. þess að láta gögn af hendi (2015). Prófanir Mynd 11 sýnir að hátt í 70% svarenda væru sáttir við að sjálfakandi ökutæki væru prófuð í hverfi þeirra og rétt rúmlega 60% svarenda er jákvæður gagnvart því að taka sjálfir þátt í slíkum prófunum. Þrátt fyrir að fólk sé tvístíga um ágæti tækninnar er fólk viljugt til að prófa og athuga hvort hún henti. Þessar niðurstöður benda til enn meiri jákvæðni en sýnt var í íslenskri rannsókn fyrir tveimur árum (Ingimarsson og Jóhannesson, 2018).

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.