Verktækni - 2020, Qupperneq 26

Verktækni - 2020, Qupperneq 26
26 innkaupa. Ekki verður fullyrt að öll heimili komist af án eigin ökutækis, þó vissulega næðist kerfislegur ávinningur ef færri bílar væru í kerfinu en nú. Farveitur munu að öllum líkindum fyrst um sinn sjá hag sinn í því að takmarka flota sinn við ferðir innan og í kring um höfuðborgarsvæðið. Það má þó ímynda sér að byggðakjarnar á landsbyggðinni séu þjónustaðir af færri bílum sem kynni að þurfa að panta með lengri fyrirvara. Hlutfallslega munu strætisvagnar ná að hagræða mest í rekstri m.v. alla aðra ferðamáta (Bösch et al., 2018). Rekstur strætisvagna og sambærilegra ferðamáta gæti því tekið stakkaskiptum með aukinni sjálfvirkni. Tilraunaverkefni eru þegar í bígerð á íslenskri grundu. (Efla, 2020). Vanda verður vissulega til verka, nýta tækifærið til að kynna ferðamátana fyrir íslenskum almenningi og fylgja verkefninu vel eftir. Þegar litið er til framtíðar skal hugsað til þeirra þátta sem helst hafa áhrif á hvernig notendur upplifðu þjónustuna sbr. (Guo et al., 2020). 5.2. Mælistikar til mats á nýjum ferðamátum Til að meta betur áhrif nýrra ferðamáta á samgöngukerfi sem heild leggja höfundar til nokkra mælistika til þess að athuga áhrif nýrra ferðamáta á kerfið auk heildarferðatíma, -kostnaðar og -tafa. Aðgengileiki Fyrst og fremst hlýtur það að teljast til styrkleika samgöngukerfis ef það reynist aðgengilegt og sé sem fæstum takmörkunum háð. Til að mæla ferðafrelsi fólks má því einnig mæla aðgengileika kerfisins. Hansen (1959) var meðal þeirra fyrstu til að leggja til notkun aðgengileika (e. Accessibility) sem Meyer et al. notuðu til að greina áhrif sjálfvirkra ökutækja á samgöngukerfi (2017). Aðgengileika að einhverjum stað i innan kerfis 𝐴! má skilgreina sem summu allra tækifæra og athafna staðsettum á stað j sem stunda má í nálægð við staðinn i, 𝑋# og má vigta með falli af alhæfðum kostnaði þess að komast á milli i og j: 𝐴! =(𝑋# ∙ 𝑓(𝑐!#) $!" Ljóst er að þar sem biðtími í almenningssamgöngum telst til heildarferðatíma, myndi aðgengileiki t.d. aukast við aukna tíðni leiða. Einn helstu kosta mælistikans er hversu almenn skilgreiningin er og að stikinn mælir hve gott aðgengið er bæði til og frá stað i. Bílaeign Eins og bent hefur verið á er bílaeign vissulega mælistiki til að fylgjast með. Bösch et al. (2018) hafa bent á að kostnaður hverrar ferðar með sjálfakandi bíl í einkaeigu er talsvert lægri en með öðrum sjálfakandi ökumátum ef maður á þegar bíl. Heildarkostnaður ferðarinnar mun þó enn haldast hærri en sambærileg ferð með bíl í deiliþjónustu eða almenningsvagni. Mikilvægt er að fylgjast með þróun bílaeignar á hverja 1000 íbúa sem og hversu marga bíla hvert heimili á. Fjöldi bílastæða Er bílaeign eykst, liggur það í augum uppi að eftirspurn eftir bílastæðum muni einnig aukast. Slíkt mun hafa áhrif á landnýtingu og fasteignaverð. Ef bílastæði er ekki til staðar neyðist sjálfakandi bíll í einkaeigu til að aka í hringi í kringum áfangastaðinn eða aka tómur í næsta erindi eða til baka til heimilis eigandans, þar sem bílastæði er að finna. Slíkt mun auka umferð.

x

Verktækni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.