Verktækni - 2020, Side 34

Verktækni - 2020, Side 34
34 give a rating with arguments. This systematic approach provides a good understanding of the workings of the team, it helps to see where the problems lie and helps to decide which aspects need to be examined further. Although the methodology has been designed to evaluate student teams, all indications are that it could be useful for evaluating the performance of other teams – e.g. in industry. Keywords: Performance, team, students, assessment. Inngangur Síðustu áratugina hefur fjöldi nemendakeppna aukist umtalsvert. Í dag eru í boði keppnir fyrir nemendur á öllum skólastigum – frá leikskólastiginu yfir á háskólastigið. Almenna hugmyndin sem liggur á bak við keppnirnar – sem eru flestar miðaðar við nemendateymi – er að vekja áhuga hjá nemendum á að læra með því að fá þau til að leysa áskoranir. Flestar keppnirnar eru fjölfræðilegar verkfræðilegar hönnunarkeppnir fyrir teymi háskólanema. Keppnirnar gagnast nemendum jafnt sem skipuleggjendum og styrktaraðilum eins og má almennt gera þegar samstarf er á milli akademíu og atvinnulífs [1]. Skipuleggjendur hafa hag af tengslum við unga, klára og metnaðarfulla nemendur – sem leiðbeint er af prófessorum – því þeir hafa oft önnur sjónarhorn á áskoranirnar og koma því oft fram með ferskar nýjar hugmyndir til að leysa þær. Þetta er einnig mikils virði fyrir alla sjálfboðaliðana sem starfa sem dómarar í keppnunum. Þeir eru mjög oft atvinnumenn úr greininni og sumir þeirra vinna fyrir styrktaraðilana. Nemendurnir njóta góðs af þátttöku á margvíslegan hátt og bjóðast tækifæri sem ekki eru í hefðbundnum verkfræðinámskeiðum Til viðbótar við nauðsynlegra tækniþekkingu sem þarf til að leysa viðfangsefni keppninnar verða nemendur einnig að tileinka sér mjúka færni. Í rannsókn Aslandies o.fl. [2] voru þátttakendur sammála um að liðsandinn væri ein mikilvægasta hæfnin sem og að læra að vinna innan teymis, eiga samskipti, stjórna eigin tíma og viðhalda sveigjanleika og afköstum á meðan unnið er undir álagi. Hins vegar er árangur liða margþætt hugtak og það að greina frammistöðuvandamál innan teymis getur verið krefjandi. Það þarf góða aðferðafræði til að meta frammistöðu og til að greina hugsanleg frammistöðuvandamál í teymum. Höfundar enduðu á að þróa kerfisbundna nálgun til að meta frammistöðu og greina hugsanleg frammistöðuvandamál teymis.. Í þessari grein sýnum við hvernig beita má henni með tilviksrannsókn. Tilvikið er þverfaglegt hönnunarnámskeið í verkfræði og mest af vinnu nemenda fer fram utan stundaskrár. Námskeiðið hefur verið kennt í tíu ár. Í námskeiðinu - sem stendur yfir eitt skólaár – (endur) hanna nemendur og smíða eins sætis rafknúinn kappakstursbíl fyrir evrópsku nemenda formúlukeppnina (Formula Student, og einnig þekkt sem Formula SAE2 í Bandaríkjunum). Nemendateymið hvert ár samanstendur af um það bil 40 nemendum, aðallega vélaverkfræði-, iðnaðarverkfræði- og rafmagnsverfræðinemum. Nemendur úr öðrum greinum hafa einnig tekið þátt, til dæmis tölvunarfræði, eðlisfræði, viðskiptafræði og jafnvel stjórnmálafræði. Meirihluti nemendanna er á fyrsta eða öðru ári í BS-námi. Árið 2011 var fyrst boðið upp á þetta námskeið og árið eftir keppti nemendateymið undir merkjum Háskóla Íslands með sinn fyrsta bíl á Formula Student keppninni á Silverstone í Bretlandi. Rafkerfi bílsins var ekki í lagi og því ók hann ekki. En bíllinn vakti engu að síður athygli bæði fyrir útlit og smíði. Boðið hefur verið upp á námskeiðið árlega síðan 2011 og fyrir hverja keppni, nema keppnina 2013, var nýr bíll endurhannaður og smíðaður. Allir bílarnir þessi ár fengu athygli dómara og liða frá öðrum háskólum fyrir bæði útlit og smíði. Fram til 2 https://www.fsaeonline.com/

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.