Verktækni - 2020, Side 35

Verktækni - 2020, Side 35
35 2015 tók liðið aðeins þátt í kyrrstöðu hluta keppninnar. Árið 2016 fékk liðið fjögur stig fyrir þolakstur en síðan hafa engin stig fengist fyrir þolakstur. Árið 2020 mætti liðið ekki til keppni vegna COVID-19. Fyrstu 3-4 árin einkenndust af því að nemendur þurftu að læra tiltölulega hratt allt sem þarf til að smíða kappakstursbíl fyrir keppnina (fræðin, hagnýtu þættina), læra reglur keppninnar, koma upp aðstöðu fyrir vinnu vetrarins og öll atriðin sem þarf að huga að í undirbúningi fyrir keppnina. Á þessum árum var hver nýr bíll hannaður frá grunni og smíðaður - án þess að hönnun bílsins á undan væri greind með verkfræðilegum aðferðum. Sem var kannski eðlilegt þar sem nemendur voru að læra hvað þurfti til að smíða bíl. Næstu árin á eftir, þegar nemendur höfðu náð tökum á því að smíða bíl, þá beitti liðið sömu vinnubrögðum. Engar mælingar voru gerðar á fyrri bíl (fyrir utan þyngdarmælingar) og einkenndust þessi ár af stöðnun. Frammistaða liðsins - metin út frá stigum sem fengust í keppnum - sveiflaðist upp og niður hvert ár um sama svipað gildi en lagaðist ekki. Tafla 4 sýnir keppnisgreinar og heildarfjölda stiga sem hægt er að fá í hverri grein. Mynd 12 sýnir stigin sem nemendur hafa fengið í gegnum árin. Appelsínu gulu tíglarnir sýna stigin sem fengust frá kyrrstæðu keppnisgreinum keppninnar og bláir hringir sýna heildareinkunn (að meðtöldum bæði kyrrstæðum og hreyfanlegum keppnisgreinum). Vegna refsistiga þá eru heildarstigin fyrir nokkrar keppnir lægri en stigin sem fengust úr kyrrstæða flokknum Tafla 4 – Keppnisatriði á Formula Student keppnum og heildarstigin sem hægt er að fá fyrir þau. Kyrrstæð keppnisatriði Stig Hreyfanleg keppnisatriði Stig Verkfræðileg hönnun 150 Veggripsprófun 75 Greining á kostnaði og sjálfbærni 100 1km tímataka í þrautabraut 100 Viðskiptaáætlun 75 75m upptaksprófun 75 Tæknileg úttekt 0 22km þolakstur 325 Eldsneytisnýtni 100 Samtals 325 Samtals 675 Fyrstu þrjú árin var námskeiðið einungis í boði hjá iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild en síðustu sjö árin hefur rafmagns- og tölvuverkfræðideild einnig boðið sínum nemendum upp á námskeið tengt smíði rafkerfis bílsins. Tveir kennarar, frá sitt hvorri deildinni, hafa verið nemendum innan handar við vinnu vetrarins. Kennararnir voru meðvitaðir um að nemendur þurftu að taka þátt í nokkur skipti þar til að þeir væru búnir að ná tökum á öllum þáttum hönnunar bílsins og prófana á honum, en Jennifer Dawson og Stephen Kuchnicki hafa einmitt bent á þetta [4]. Eftir fyrstu 5 keppnirnar töldu kennararnir, sem voru þeir sömu allan tíman, að það væri tími til kominn að breyta aðferðafræðinni – nemendur kynnu að smíða bíl en þeir þyrftu að endurbæta hönnun fyrra árs með því að beita skiplögðum verkfræðilegum aðferðum. En hugmyndum kennaranna um að nemendur myndu taka upp formlegri verkfræðilega árangursmiðaða nálgun með því að setja sér skýr og mælanleg markmið og byggja hönnunarákvarðanir á mælingum; var mætt með trega og mótstöðu[5]. Mótstaðan var óbein, nemendur mótmæltu ekki hugmyndunum beint heldur héldu óbreyttum vinnubrögðum utan stundaskrár. Andstaða nemenda gagnvart breytingum var að mestu vegna eldri nemenda sem annað hvort voru að taka þátt í námskeiðinu í annað (eða þriðja) sinn eða veittu nemendum aðstoð á kvöldin. Flestir þessara eldri nemenda höfðu sterkar skoðanir á því hvernig liðið ætti að starfa – eins og þeir voru vanir – og sumir (oftast nemendur sem tóku þátt í 2.- 3. skiptið) lögðu persónulegan metnað sinn fram yfir markmið og hagsmuni liðsins. Þessir eldri nemendur eru mjög góðir í að sannfæra yngri og óreynda nemendur. Til viðbótar þessu var

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.