Verktækni - 2020, Síða 41
41
Verkefnið, eða námskeiðið, er ekki fyllilega ígreypt í skipulag Háskólans. Það er aðallega
vegna þess hversu sjálfstæðu verkefninu var upphaflega leyft að vera og erfitt hefur reynst
að snúa af þeirri braut. Þetta hefur endurspeglast í viðhorfi nemenda til fjármögnunar
verkefnisins og kennara. Staðreyndin er hins vegar sú að verkefnið er rekið við Háskóla
Íslands og öll störf nemenda eru unnin í nafni Háskólans. Þessi staðreynd er ein
meginástæðan fyrir þeim stuðningi sem verkefnið hefur hlotið innan Háskólans, frá
stjórnvöldum sem og frá atvinnulífinu (Skipuheildarígræðsla = 0).
Nemendur hafa rekið verkefnið á sér kennitölu með sér bankareikning sem nemendur hafa
fulla stjórn á án aðkomu Háskólans. Tveir leiðbeinendur hafa sinnt nemendum, annar frá IVT
deild og hinn frá RTV deild. Í forsvari fyrir nemendahópnum er framkvæmdastjórn sem
skipuð er eldri nemendum. Þessi stjórn sé um heildarskipulag verkefnisins og helstu
samskipti út á við.
Verkefnið hefur hlotið ríkulegan stuðning frá Háskólanum. Styrkirnir hafa komið frá skrifstofu
rektors og þá í formi peningastyrkja og IVT deild hefur greitt keppnisgjöld fyrir eina keppni á
ári, greitt fyrir húsnæði liðsins ásamt því að veita verkefninu minni styrki og stuðning. Auk
þessa þá hefur Verkfræði og Náttúruvísindasvið Háskólans veitt verkefninu stuðning með því
að bjóða nemendum greiðslu fyrir ýmis viðvik. Frá Háskóla Íslands hefur verkefnið til afnota
um 80m2 aðstöðu fyrir smíðavinnu á háskólasvæðinu og að auki hefur verkefnið um 30m2
skrifstofuhúsnæði. Aðstaðan er í um fjögurra mínútna göngufjarlægð frá húsnæði deildanna.
Þessu til viðbótar þá hefur atvinnulífið einnig veitt verkefninu mikinn stuðning. Stuðningurinn
hefur verið með ýmsu móti – frá beinum peningastyrkjum, efnisstyrkjum, afsláttum yfir í
vinnuframlag og aðstöðu fyrir þróunar og smíðavinnu (Nægar auðlindir = 1).
Traust milli nemenda og kennara hefur verið breytilegt milli ára og fer mikið eftir
einstaklingunum sem veljast í stjórnendateymið. Á tímabili voru samskiptin mjög
yfirborðskennd og þegar verst lét þá var leiðbeinendum einungis sagt það sem nemendur
töldu að kennarar vildu heyra en nemendur framkvæmdu annað. Aðspurðir þá sögðu
nemendur sig vera sjálfstæða einingu, með kennitölu og eigin fjárhag (Tilvist trausts = 1).
Eigandi liðsins, Háskóli Íslands, hefur ekki skilgreint skipulagsviðmið fyrir liðið. Þess vegna
eru engir ferlar til að mæla og meta árangur liðsins í skipulagslegu samhengi. Liðið hefur hins
vegar tekið mjög virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum á vegum Háskólans (Árangursmælikerfi
= 1).
Fyrir þátttöku í verkefninu fá nemendur margvíslega umbun og endurgjöf. Frá Háskólanum fá
nemendur ECTS einingar og stjórnendur skólans hrósa nemendum reglulega við ýmis
tækifæri. Nemendur fá einnig ákveðna umbun og upphafningu. Umbun á keppnum þegar
liðið fær fleiri keppnisstig en önnur lið sem hafa úr að spila meiri fjármunum. Þetta gildir
einnig þegar liðið fær verðlaun, en liðið hefur fengið tvisvar liðsheildarverðlaun, og þegar
liðsmenn annarra liða – sem og dómarar – veita þeim viðurkenningu með því að sýna smíði
þeirra (þ.e. bílnum) athygli (Mat og þóknun = 2).
o Innri virkni liðs (12/18)
Það tekur nemendur ákveðinn tíma að tengjast og mynda liðsheild. Tvö ár náðist ekki að
myndast liðsheild fyrr en síðustu tvo mánuði fyrir keppni -en nemendur sem hafa farið út til
keppni hafa myndað sterkustu tengingarnar. Næstu ár þar á eftir var lögð sérstök áhersla á
að mynda liðsheild fyrr um veturinn. Það var gert með sérstökum hópeflisviðburðum og með
að halda viðburði þar sem nemendur skemmtu sér saman sem hópur (Liðsfélagsmótun = 2).
Liðstjóri verkefnisins hefur mikið að segja um stjórnun verkefnisins. Tveir liðstjórar beittu
hótunum og þvingunum til að ýta verkefninu áfram en það gengur illa því nemendur hafa
skráð sig í verkefnið vegna áhuga. Hjá seinni liðstjóranum fór allt í háaloft og eftir það hefur