Verktækni - 2020, Side 44

Verktækni - 2020, Side 44
44 Fyrst var boðið upp á námskeiðið 2011 og síðustu árin hefur verið lítil framþróun – fyrir utan að vandamál sem tengdust rafkerfinu hafa verið leyst. Töluverðan tíma tók að finna út úr vandamálunum – sem má skrifast á skort á skipulögðum verkfræðilegum vinnubrögðum – og komu þau í veg fyrir að bíllinn gæti keyrt á keppnum erlendis í nokkur ár. Helsta ástæða fyrir stöðnun er að það eru engin skipulögð endurmats- og endurhönnunarferli til staðar – nýtt lið sem tekur við á haustin framkvæmir engar mælingar. Hvert lið hefur týnt til ógrynni afsakana þegar kennarar hafa spurt út í endurmat og mælingar (Starfsemi á mörgun tímalínum = 0). Ekki er til staðar kerfi sem tryggir að vinna næsta skólaárs geti gengið snurðulaust fyrir sig. Helsta ástæðan fyrir þessu er hversu stuttan tíma hver nemandi tekur þátt í verkefninu (flestir eitt skólaár). Þessu til viðbótar, vegna stutts líftíma í verkefninu, þá vilja nemendur sem taka þátt fara með bílinn á keppnir í lok skólaársins (yfir sumarið). Eitt skólaár er hins vegar ekki nægur tími til að: meta fyrri hönnun, endurhanna bílinn, smíða endurhannaða íhluti, prófa íhluti, setja saman bílinn, prófa bílinn og fleira (Þáttökutími í liði = 0). 1.3. Liðsmeðlimir (9/12) Fjölmargar ástæður eru fyrir því að nemendur velja að taka þátt í verkefninu. Meðal innri hvata má nefna að nemendur sjá að í verkefninu gefst þeim tækifæri til þess að a) hanna og smíða hluti í höndunum, b) taka þátt í hópavinnu sem snýr að því að framkvæma þeirra eigin hugmyndir, c) læra og gera eitthvað nýtt og d) vinna með atvinnulífinu. Helsti ytri hvati er áhuginn og viðurkenningin sem nemendur fá frá fjölskyldu, vinum, jafningjum, fjölmiðlum, atvinnulífinu og háskólaumhverfinu. Auk þess þá virka keppnisferðirnar einnig sem mikilvægur ytri hvati (Hvatning = 2). Kunnátta nemenda sem taka þátt í verkefninu er takmörkuð. All flestir liðsmenn eru á fyrsta og öðru ári í BS námi (þ.e. hafa nýlokið menntaskóla) og hafa litla sem enga verkþekkingu, fræðilega þekkingu eða reynslu sem nýtist í verkefninu. Hópstjórarnir hafa flestir eins árs reynslu af verkefninu þannig að þeir hafa betri heildarsýn yfir verkefni vetrarins en þeir hafa litla sem enga reynslu í verkstjórn og hafa einnig takmarkaða verklega og fræðilega þekkingu. Sökum þess hversu stutt nemendur í verkefninu eru komnir áleiðis í námi sínu þá geta lítið beitt verkfræðilegri þekkingu. Þess í stað treysta þeir mikið á hugbúnaðarlausnir við lausn verkefna. En þekkingar- og reynsluleysi nemenda í notkun hugbúnaðarlausna hefur endurspeglast í því að nemendur hafa ekki fundið sig knúna til að leita staðfestingar á niðurstöðunum heldur treysta þeim í blindni (Verkhæfni = 0). Ein afleiðing reynsluleysis nemendanna er að margir þeirra fá fljótlega ofurtrú á eigin getu þegar þeir sjá að þeir geta hannað vélarhluti í bíl og annað hvort smíðað þá sjálf eða fengið vélsmiðju til að smíða hlutina fyrir sig. Í gegnum árin hafa nemendur sýnt að þeir meta þekkingu og reynslu eldri nemenda (sem lokið hafa námskeiðinu) sem og starfsmanna iðnfyrirtækjanna sem þeir eru í sambandi við meira en akademískra starfsmanna Háskólans. Kennarar hafa margoft upplifað að leiðbeining þeirra um bætt vinnubrögð hefur lotið lægra haldi fyrir ráðleggingu eldri nemenda um að viðhalda vinnubrögðum. Nemendur hafa verið duglegir að lesa sér til um viðfangsefnið og gera mikið af því að leita til jafningja varðandi hjálp við úrlausnarefnum. Þeir hafa leitað til samnemenda, eldri nemenda og jafnvel nemenda í öðrum háskólum sem þeir hafa kynnst á keppnum. Í upphafi leituðu nemendur töluvert til leiðbeinenda en síðustu ár hafa þeir lítið sem ekkert leitað til þeirra. Ekki er ljóst í hverju vandinn liggur en mögulega má leita skýringa í að nemendur vilja halda ákveðinni ímynd gagnvart leiðbeinendum og ekki koma upp um vankunnáttu sína á efninu. Einnig kann að vera að nemendur geti fengið svör við flestum spurningum sínum frá jafningjum – þar sem búið er að smíða nokkra bíla í gegnum árin. Nemendur ráðfæra sig

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.