Verktækni - 2020, Side 49

Verktækni - 2020, Side 49
49 Kennararnir ákváðu að framkvæma kerfisbundið mat á frammistöðu nemendanna en fundu enga heilstæða aðferðafræði fyrir frammistöðumat og enga fyrir nemendaverkefni. Það varð til þess að höfundar ákváðu þróa þannig matsramma til að greina nemendaverkefni. Niðurstaðan er aðferðafræði fyrir kennara sem kenna í verkefnamiðuðum námskeiðum – sérstaklega þar sem nemendur vinna að viðamiklum nemendadrifnum hönnunarverkefnum. Oft eru þessi verkefni skipulögð þannig að kennarinn getur ómögulega fylgst fyllilega með vinnu nemenda – til dæmis getur fjöldi nemenda verið það mikill að nemendum er skipt í hópa og stór hluti hópavinnunnar fer fram fyrir utan stundatöflu. Auðvitað hafa kennarar oftast tilfinningu fyrir því hvar frammistöðuvandamálin liggja. En höfundar þróuðu kerfisbundna aðferðafræði sem byggir á niðurstöðum fjölda ritrýndra vísindagreina um mat á árangri teyma í kennslu. Niðurstöðurnar má síðan nýta til að taka ákvarðanir um aðgerðir. Niðurstöðurnar sem fengust með því að greina námskeiðið í þessari grein eru í samræmi við tilfinningu kennaranna um í hverju frammistöðuvandamálin lágu og munu nýtast þeim til að taka ákvarðanir. Eins og kemur fram í þessari grein þá er aðferðafræðin tiltölulega öflugt tól til að greina kerfisbundið frammistöðu nemendateyma og bera kennsl á möguleg vandamál. Þegar farið er í gegnum aðferðafræðina er hver frammistöðuþáttur metinn, útfrá skilgreiningu hans, og rök gefin fyrir einkunn hans. Aðferðin er fljótleg í notkun og gefur vísbendingar um frammistöðu teymis.Þessi kerfisbundna nálgun veitir góðan skilning á gangverki nemendahópsins. Aðferðafræðin tekur á bæði innri og ytri þáttum og því nýtist hún skólastjórnendum, kennurum og nemendum. Aðferðafræðin dregur fram möguleg vandamál og auðveldar að ákvarða aðgerðir. Mikilvægt er að endurtaka frammistöðumatið reglulega – því að ræða, hugleiða og meta frammistöðuþættina er lykilatriði í að ná betri árangri. Þó að aðferðafræðin hafi verið hönnuð til að meta nemendateymi er hún það almenn að hana ætti að nýtast til að meta frammistöðu annarra teyma, t.d. í atvinnulífinu. Heimildir [1] R. Unnthorsson, "On Improving Academic-Industry Collaboration," in 2018 28th EAEEIE Annual Conference (EAEEIE), 2018, pp. 1-9. [2] Aslanides C.D., Athanasiadou S., Kalfa V., Karapatsias V., and G. Z., "Advantages, Disadvantages and the Viability of Project-Based Learning Integration in Engineering Studies Curriculum: The Greek Case, ," presented at the Société Européenne pour la Formation des Ingénieurs (SEFI) Annual Conference, Tampere, Finland, 2016. [3] G. V. Oddsson and R. Unnthorsson, "Hitamælir á frammistöðu nemendateyma," Verktækni, vol. í ritrýningu, 2020. [4] J. Dawson and S. Kuchnicki, "Experiences of Using Formula SAE as a Capstone Design Project," presented at the American Society for Engineering, Education Annual Conference and Exposition, Kentucky, USA, 20-23 June 2010, 2010. [5] R. Unnthorsson and C. P. Richter, "On Authority in Academia," in 2018 28th EAEEIE Annual Conference (EAEEIE), 2018, pp. 1-9. [6] Christopher Benjamin and C. Keenan, "Implications of introducing problem-based learning in a traditionally taught course," Engineering Education, vol. 1, no. 1, pp. 2-7, 2006.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.