Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Flórens
Borgdraumanna...
17.nóvember
í3nætur
119.000
Flug & hótel frá
Frábært verð
á mann
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umhverfisstofnun (UST) telur að
áhrif stórfelldra vikurflutninga frá
Mýrdalssandi á loftgæði í íbúða-
byggð á flutningsleiðinni verði ekki
óverulega neikvæð, eins og fram-
kvæmdaraðili telur, heldur nokkuð
neikvæð til talsvert neikvæð. UST
telur að helstu áhrifin á loftgæði
verði frá flutningi efnisins.
Þetta kemur fram í umsögn UST
um mat á umhverfisáhrifum efnis-
töku á Mýrdalssandi. Framkvæmd-
inni fylgir að á næstu 100 árum verði
hægt að taka um 146 milljónir rúm-
metra af vikri við Hafursey. Teknir
verða 286.000 rúmmetrar fyrsta árið
en aukið á fimm árum í 1,43 milljónir
rúmmetra á ári. Þaðan í frá verður
það árlegur útflutningur. Gert er ráð
fyrir að aka þessu efni til Þorláks-
hafnar og flytja það þaðan til Þýska-
lands.
Talið er að það að nota vikur af
Mýrdalssandi til steypuframleiðslu í
stað sementsgjalls muni draga ár-
lega úr kolefnislosun sem nemur 800
milljónum kílóa koltvísýringsígilda,
þegar búið er að taka losun vegna
flutninga með í reikninginn.
„Í matsskýrslunni eru einungis
metin áhrif á losun á heimsvísu en
ekki metin neikvæð áhrif hvað varð-
ar skuldbindingar Íslands í loftslags-
málum. Enginn vafi er því á að þeir
efnisflutningar sem rætt er um í
skýrslunni muni hafa áhrif til aukn-
ingar losunar hér á landi.
Gera má ráð fyrir að framkvæmd-
in hafi áhrif á losunarbókhald Ís-
lands á þrjá vegu: Losun gróður-
húsalofttegunda vegna olíubruna
vinnuvéla við námavinnslu á Mýr-
dalssandi, vegna olíubruna vörubíla
við vikurflutninga frá Mýrdalssandi
til Þorlákshafnar og vegna olíubruna
við skipaflutninga vikurs til megin-
lands Evrópu,“ segir í umsögn UST.
Neikvæð áhrif vikurflutn-
inga á loftgæði í byggð
- Efnisflutningarnir munu valda aukinni losun á Íslandi
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Vikurnám Áform eru um að nema
efni úr Háöldu austan við Hafursey.
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Samningur samninganefndar ríkis
og sveitarfélaga um móttöku flótta-
manna hefur legið fyrir síðan í júní
síðastliðnum. Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, félags- og vinnumark-
aðsráðherra, segir þennan samning
vera á borðum sveitarfélaganna en
að enn hafi engin sveitarfélög skrif-
að undir hann. Húsnæðisskortur sé
helsti vandinn þegar kemur að mót-
töku flóttafólks. Allra leiða sé leitað
við að finna húsnæði.
„Ekkert sveitarfélaganna er búið
að skuldbinda sig í þessa þjónustu
við flóttafólk sem lagt er upp með í
samningnum. En sveitarfélögin eru
að sinna víðtækri og mikilvægri
þjónustu við flóttafólk eins og aðra
íbúa. Mér finnst brýnt að við náum
að klára þetta sem allra fyrst,“ segir
Guðmundur Ingi.
„Auðvitað yrði það gott fyrir
sveitarfélögin því um er að ræða
fjárhagslegan stuðning við þá þjón-
ustu sem sveitarfélögin eru þegar að
veita flóttafólki eins og þeim ber að
gera samkvæmt lögum.“
Hann segir ýmis sveitarfélög vera
með samninginn í ferli innan sinnar
stjórnsýslu. „Mörg þeirra eru ein-
faldlega að skoða þetta. Ég veit að
sum þeirra hafa einhverjar athuga-
semdir sem þau vilja ræða frekar
við okkur og það þarf þá bara að
taka þann tíma sem það tekur.“
Byggðarráð Borgarbyggðar hefur
þegar samþykkt samninginn og
verður hann í kjölfarið lagður fyrir
sveitarstjórn.
Skoða gáma og sendiráð
Spurður út í húsnæðismál flótta-
fólks sem hingað streymir segir ráð-
herra að með fjöldahjálparstöð eins
og opnuð var í Borgartúni í gær sé
verið að kaupa tíma þar til varan-
legra húsnæði finnst.
„Þetta er samt mikilvægur hlekk-
ur í móttöku flóttafólks þegar mjög
margt fólk kemur og staðan á hús-
næðismarkaði er eins og hún er.
Þess vegna er aðkoma Rauða kross-
ins mjög mikilvæg. En við vonumst
til þess að hver og einn þurfi ekki að
dvelja mjög lengi þarna.
Til lengri tíma litið þurfum við að
horfa til þess að það sé byggt meira
í landinu. En við þurfum að skoða
aðrar lausnir í húsnæðismálum ef
húsnæði hér heldur áfram að vera
allt fullt á sama tíma og fleiri og
fleiri koma til landsins.“
Að sögn Guðmundar Inga er
reynt að komast hjá því að hýsa
flóttafólk á hótelherbergjum, annars
vegar vegna þess að þar séu ekki
kjöraðstæður fyrir flóttafólkið og
hins vegar vegna þess að það sé
kostnaðarsamt.
Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerða-
stjóri stjórnvalda við móttöku flótta-
fólks, segir að þegar komi að hús-
næðismálum sé verið að skoða
ýmsar lausnir. „Við erum á harða-
hlaupum að reyna að útvega meira
húsnæði.“
Meðal annars sé horft til þess
hvernig þjóðirnar í kringum okkur
leysi þessi mál. Þar hafi mál til
dæmis verið leyst með því að reisa
nokkurs konar gámabyggð. Gylfi
tekur fram að ekki sé átt við „gáma
eins og maður sér niðri á höfn“ held-
ur sé um að ræða byggingarefni sem
bæði gististaðir hér á landi og leik-
skólar hafi verið byggðir úr.
„En það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um neitt slíkt og ekki ver-
ið skoðað hvar væri hægt að koma
slíkri byggð upp. Svo eru aðrar
lausnir til, t.d. einingahús úr
timbri.“
Hann nefnir einnig að verið sé að
skoða húsnæði sem hefur áður verið
atvinnuhúsnæði. Þar sé hægt að búa
ef lagt sé í ákveðnar breytingar.
„Gamla bandaríska sendiráðið er
eitt af þeim húsum sem við höfum
skoðað. Það liggur fyrir að hægt er
að breyta því húsnæði þannig að
hægt sé að hýsa fólk til skamms
tíma, allt upp í átta vikur.“ Einnig
séu héraðsskólar úti á landi til skoð-
unar. Vel gangi til dæmis á Eiðum.
Í frumvarpi til fjáraukalaga
Guðmundur Ingi segir að kostn-
aður við móttöku flóttamanna fari
fram úr áætlunum enda streymi
fleira fólk að en gert var ráð fyrir
þegar fjárlög voru samþykkt í des-
ember síðastliðnum. Nú sé verið að
vinna að frumvarpi til fjáraukalaga
og þar muni vera gerð grein fyrir
því hversu mikill aukakostnaður
þetta stefnir í að vera. Hann hafi þó
ekki heildarmynd af kostnaðinum
fyrir framan sig en hann muni liggja
fyrir þegar frumlagið verði kynnt.
Spurður hvort íslenska ríkið ráði
einfaldlega við verkefnið segir hann:
„Þetta eru stórar áskoranir sem
fylgja þessu. Því er ekki að neita. En
við þurfum og ætlum okkur að
standa við alþjóðlegar skuldbinding-
ar um að taka á móti fólki í neyð. Við
ætlum okkur líka að standa við þær
skuldbindingar sem sérstaklega
fylgja stríðsrekstrinum í Úkraínu
þar sem var tekin ákvörðun um það
að fólk sem þaðan kæmi fengi hér
dvalarleyfi af mannúðarástæðum.“
Miklar áskoranir fylgja
móttöku flóttafólks
- Sveitarfélögin enn ekki skrifað undir samning - Leita lausna í húsnæðismálum
Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon
Lausnir Húsnæði við Laufásveg sem áður hýsti sendiráð Bandaríkjanna er meðal þeirra bygginga sem til skoðunar
er hvort hýst geti flóttamenn. Fyrir liggur að breyta þyrfti húsinu en væri það gert gæti fólk dvalið þar í átta vikur.
Gylfi Þór
Þorsteinsson
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson
Gunnlaugur Snær Ólafsosn
gso@mbl.is
„Góð vertíð skiptir íslenskt sam-
félag auðvitað máli, hvort sem við
horfum á útflutningstekjur, atvinnu
eða tækifæri víða um land,“ segir
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra, er hann er inntur álits á
því hve lítil kom-
andi loðnuvertíð
virðist ætla að
verða.
Hafrannsókna-
stofnun leggur til
að hámarksafli á
komandi loðnu-
vertíð verði 218
þúsund tonn og
reikna má með að
um 134 þúsund
tonnum verði
ráðstafað íslenskum skipum, mun
minna en þau fengu á síðustu vertíð.
Útflutningstekjur vegna næstu
loðnuvertíðar gætu því orðið 20
milljörðum lægri en á þeirri síðustu.
„Það gefur augaleið að sam-
dráttur á þessu sviði hefur áhrif.
[…] Hér skiptir líka máli að verð
sjávarafurða hefur hækkað stöðugt
undanfarið hálft annað ár og hefur
aldrei verið jafnhátt í erlendri mynt
og nú í sumar. Það vinnur með okk-
ur og vegur upp á móti mögulega
minni afla. Breytileiki í veiði á upp-
sjávartegundum milli ára dregur
hins vegar skýrt fram mikilvægi
þess að eiga fjárhagslega stöndug
fyrirtæki í greininni, sem geta stað-
ið af sér sviptingar og skapað verð-
mæti fyrir samfélagið,“ segir
Bjarni.
Endanleg ráðgjöf ræðst af mæl-
ingu veiðistofns í janúar eða febrúar
og eru bundnar vonir við að ráð-
gjöfin aukist, en ráðgjöfin getur al-
veg eins minnkað mælist lítið af
loðnu.
Bjarni telur ráðgjöfina ekki kalla
á sérstök viðbrögð af hálfu stjórn-
valda. „Heilt yfir er góður gangur í
hagkerfinu og við erum í öfunds-
verðri stöðu miðað við mörg ná-
grannaríki okkar, verandi að miklu
leyti sjálfbær í orkumálum, með
sterkar útflutningsgreinar, lítið at-
vinnuleysi og nokkuð bjartar horfur
bæði hvað varðar skuldaþróun og
verðbólgu.“ »24
Hærra verð
vegur á móti
minni afla
- Fjármálaráðherra
óttast ekki samdrátt
Bjarni
Benediktsson