Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
NET
LAGERSALA
ALLT AÐ
80%
AFSLÁTTUR
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
Á Úlfarsbraut í Úlfarsárdal í
Reykjavík liggja umferðareyjur þar
sem gróðursett hafa verið tré og
annar gróður sem hefur vakið
áhyggjur af umferðaröryggi. Þvert í
gegnum gróðurinn liggja nefnilega
gangbrautir sem börn á leið til og frá
Dalskóla, íþróttasvæði Fram, sund-
laug og bókasafni nýta sér.
Magdalena Kjartansdóttir, íbúi í
Grafarholti, fer oft þarna um á bíl og
segir gróðurinn byrgja sýn þegar
börn eigi leið yfir götuna. „Maður
sér þau bara alls ekki. Þau koma svo
snöggt. Þau eru á hlaupahjólum og
koma bara þvert yfir.“
Hún segir yfirsýnina versna enn
frekar þegar farið sé að dimma, til
dæmis þegar börn streymi yfir göt-
una eftir leiki hjá knattspyrnufélag-
inu Fram. „Þetta er bara svo vit-
laust, ég skil þetta ekki.“
Þór Björnsson íþróttastjóri hjá
Fram segir að starfsmenn knatt-
spyrnufélagsins hafi rætt þetta sín á
milli. „Við höfum rætt þetta í
kaffinu, að þegar maður er að keyra
þarna og það er lítið fólk að fara yfir
götuna þá sést það illa af því það er
svo mikill gróður þarna. Maður hef-
ur tekið eftir þessu á morgnana þeg-
ar börnin eru að fara í skólann. Yf-
irsýnin er ekkert sérstaklega góð.“
Hann bætir við að vissulega sé þetta
huggulegt en sér þyki „svolítið sér-
stakt“ hvað gróðurinn er hafður hár.
Í skriflegu svari frá umhverfis- og
skipulagssviði segir: „Starfsfólk
garðyrkjudeildar klippti og snyrti
þarna í sumar og munu gera það aft-
ur strax í dag þar sem vöxturinn hef-
ur verið töluverður. Umferðareyj-
urnar ættu að vera hættulausar
þegar garðyrkjustarfsfólkið hefur
klippt gróðurinn á þessum eyjum.“
Þá kemur fram í svarinu að ekki
séu áætlanir um að helluleggja eyj-
urnar að svo stöddu heldur verði
fylgst með vexti gróðurs á eyjunum
og klippt og snyrt reglulega.
Morgunblaðið/Eggert
Úlfarsbraut Gróðurinn sem komið hefur verið fyrir á umferðareyjunni er sagður byrgja bílstjórum sýn.
Bílstjórar sjá ekki
börnin fyrir gróðri
- Hafa áhyggjur af öryggi á gangbrautum yfir Úlfarsbraut
Morgunblaðið/Eggert
Vöxtur Borgin segir garðyrkjudeildina ætla að halda gróðrinum í skefjum.
Skólastjórnendur í Menntaskólanum
við Hamrahlíð segjast harma að nú-
verandi og fyrrverandi nemendur
hafa upplifað vanlíðan vegna mála er
varða kynferðislegt ofbeldi og kyn-
ferðislega áreitni sem hafa komið
upp og ekki var tekið á með viðun-
andi hætti. Stjórnendur biðja nem-
endur afsökunar í yfirlýsingu sem
þeir hafa sent frá sér.
Yfirlýsingin kemur í kjölfar mik-
illar ólgu meðal nemenda í vikunni.
Greint hefur frá því að nemendum
hafi verið nóg boðið vegna aðgerða-
leysis skólastjórnenda í nokkrum
málum sem tengjast kynferðisof-
beldi á milli nemenda.
„Menntaskólinn við Hamrahlíð lít-
ur kynferðislega áreitni og kynferð-
islegt ofbeldi mjög alvarlegum aug-
um. Stjórnendur, starfsfólk MH og
allt skólasamfélagið stendur með
þolendum ofbeldis og ef upp koma
mál sem tengjast ofbeldi, af hvaða
tagi sem er, viljum við taka á þeim.
Þessi mál eru viðkvæm, við erum að
læra og við viljum gera betur,“ segir
í yfirlýsingunni.
„Þá hörmum við að núverandi og
fyrrverandi nemendur hafa upplifað
vanlíðan vegna mála er varða kyn-
ferðislegt ofbeldi og kynferðislega
áreitni sem hafa komið upp og ekki
var tekið á með viðunandi hætti. Við
biðjumst innilegrar afsökunar á því.
Við munum leggjast á eitt við að
vinna vel úr þeim málum sem hafa
verið tilkynnt til skólans og bregðast
við í samræmi við áætlanir. Skóla-
stjórnendur hafa tekið á móti tillög-
um nemenda um úrbætur og hvernig
megi bæta ferlið þegar upp koma
mál af ofangreindum toga.“
Biðja nemendur
í MH afsökunar
- Skólastjórnendur bregðast við ólgu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
MH Nemendur hafa mótmælt að-
gerðaleysi stjórnenda í vikunni.
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Á fundi borgarstjórnar á þriðjudag
var tillaga sjálfstæðismanna um
uppbyggingu á Geldinganesi felld
með fjórtán atkvæðum borgarfull-
trúa Samfylkingar, Framsóknar, Pí-
rata, Viðreisnar og Vinstri grænna.
Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi
Framsóknar og væntanlegur borg-
arstjóri, segir það ekki lýsandi fyrir
stöðuna í húsnæðismálum borg-
arinnar.
„Staðan er að framundan er
mesta uppbygging á íbúðarhúsnæði
í sögu borgarinnar. Þessi meirihluti
er byrjaður á þeirri vinnu að for-
gangsraða svæðum til þess að ná því
markmiði sem stjórnvöld hafa sett
sér og við vitum að er nauðsynlegt
til þess að koma jafnvægi á húsnæð-
ismarkaðinn. Við erum að ganga til
samninga núna á grundvelli ramma-
samningsins á milli ríkisins, sveitar-
félagsins og Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar (HMS) og það felur
í sér að við munum auka bygginga-
magn gríðarlega mikið.“
Einar segir að Keldnaland og Úlf-
arsárdalurinn séu forgangssvæði í
uppbyggingarstarfinu, en þar sé
gríðarlegt landsvæði sem verði
byggt upp samhliða þeirri uppbygg-
ingu sem nú þegar er fyrirhuguð í
borginni, m.a. á Ártúnshöfða og í
Skerjafirði.
„Varðandi Geldinganesið, þá er
það alveg rétt að þegar Sundabraut-
in er komin betur á veg í skipulagi
er alls ekki útilokað að það verði
fýsilegt að byggja þar íbúðar-
húsnæði en við töldum rétt að
skipuleggja fyrst þessi hverfi, enda
ærið verkefni.“
Þegar Einar er spurður hvort
Framsókn sé að reka slyðruorðið af
borginni í húsnæðismálum með
meirihlutasamstarfinu, segir hann
að kjósendur hafi sýnt vilja sinn
skýlaust í síðustu kosningum.
„Flokkarnir í þessum meirihluta
sömdu um það að fara í þessa upp-
byggingu og nú er bara verið að
efna samstarfssáttmálann. Ég er
bara mjög ánægður með það.“
Hann segir að nú sé búið að setja
í auglýsingu deiliskipulagsbreytingu
í Úlfarsárdal fyrir ríflega 300 íbúðir
og einnig land fyrir íbúðir uppi á
Kjalarnesi. „Nú er bara lykilatriðið
að innviðaráðherra og HMS og
Samband íslenskra sveitarfélaga
gerðu rammasamning sem kveður á
um að byggja þurfi 20 þúsund íbúðir
á næstu fimm árum og 35 þúsund á
næstu tíu árum. Nú er verkefnið að
fá öll sveitarfélög til þess að semja
hvert um sig við HMS um hvernig
þau ætla að tryggja byggingar-
hæfar lóðir á þessu tímabili þannig
að uppbyggingarhraðinn strandi
ekki á sveitarfélögunum.“
Spurður um hvort aukin byggð á
þéttingarreitum hafi hækkað íbúð-
arverð bendir hann á að íbúðarverð
hafi hækkað mikið í öllum sveitar-
félögum vegna mikillar eftir-
spurnar. „Það er vandinn.“ Hann
bendir einnig á að í faraldrinum hafi
losnað mikið um fjármagn vegna
lágra vaxta sem hafi enn aukið á eft-
irspurnina. Þrátt fyrir að staðan sé
önnur nú segir Einar að það sé ljóst
að eftirspurnin verði mikil á næstu
árum. Mannfjöldaspáin sýni að það
þurfi að byggja meira til að tryggja
öllum þak yfir höfuðið og undirliggj-
andi eftirspurn verði til staðar.
„Þrátt fyrir pólitískt þras eru
stóru tíðindin í húsnæðismálum
Reykvíkinga þau að meirihlutinn í
borginni hyggur á mestu uppbygg-
ingu á íbúðarhúsnæði í sögu borg-
arinnar. Geldinganesið er framtíð-
arsvæði. Þegar Sundabrautin
kemur opnast mörg tækifæri, bæði
uppi á Kjalarnesi, á Geldinganesi og
á Esjumelum fyrir iðnaðarstarf-
semi, og hún gerbreytir umferð-
arlandslaginu á höfuðborgarsvæð-
inu.“
Segir sögulega uppbyggingu framundan
- Tilllaga um Geldinganes felld - Forgangsraða uppbyggingu í Keldnalandi og Úlfarársdal - Þétt-
ing byggðar og ný hverfi - Hátt verð vegna mikillar eftirspurnar - Geldinganes á framtíðarplani
Morgunblaðið/Eggert
Borgarstjórn Einar segir alla flokka sammála um þörfina á meira húsnæði.