Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
AGADÍR
VETRARSÓL Í MAROKKÓ
31. OKTÓBER - 08. NÓVEMBER
Upplifðu töfra Marokkós og fáðu smá sól í kroppinn
í leiðinni. Glæsileg níu daga ferð með fallegum
ströndum, þægilegum hita og einstakri fegurð. Hægt er
að velja úr fjölda spennandi dagsferða. Þaulreyndur
fararstjóri ferðarinnar er Gréta S. Guðjónsdóttir.
VERÐ FRÁ159.900 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS
INNIFALIÐ Í VERÐI:
BEINT FLUG
VALIN GISTING
FLUGVALLAGJÖLD & SKATTAR
GISTING M. MORGUNVERÐI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
INNRITUÐ TASKA 20 KG.
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
Íslendingar skera sig að ýmsu leyti
úr í samanburði við aðrar Norð-
urlandaþjóðir hvað varðar háhraða-
tengingar í farnetskerfinu. Er þá
miðað við auglýstan niðurhalshraða
sem er a.m.k. 30 megabæti á sek-
úndu (Mbit/sek) eða meiri hraða á
hvert heimili. Ísland er einnig efst í
þessum samanburði við Eystrasalts-
þjóðirnar.
Hið sama á við ef netnotkun þjóð-
anna er borin saman og lagt er mat á
niðurhalshraða á netinu sem er 100
Mbit/sek á heimili en Svíar koma þar
næst á eftir Íslandi.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýútkominni skýrslu um
fjarskiptanotkun í átta löndum,
þ.e.a.s. á Norðurlöndunum og í
Eystrasaltslöndunum á árinu 2021,
sem Fjarskiptastofa hefur birt á vef-
síðu sinni.
Hraðinn fer vaxandi í
löndunum ár eftir ár
„Ísland er svo í sérflokki þegar
kemur að háhraðainternetteng-
ingum með auglýstan niðurhals-
hraða 1 Gbps ef miðað er við á heim-
ili,“ segir í umfjöllun Fjarskiptastofu
um niðurstöðurnar.
Útbreiðsla háhraðaneta er mikil í
löndunum og hefur víðast hvar farið
vaxandi ár frá ári. Hér á landi eru
98% heimila tengd slíkum netum (30
Mbit/sek eða meira). Sama hlutfall
má finna í Danmörku og Noregi,
96% í Svíþjóð og 85% í Eistlandi, svo
dæmi séu nefnd.
Notkun fastlínusíma minnkar
Bent er á að fjarskiptanotkun er
mjög lík í þessum löndum og að íbú-
ar þeirra nýti sér sambærilega
tækni á svipaðan máta. Þá eiga þau
sammerkt að notkun fastlínusíma
heldur áfram að minnka í öllum
löndunum. Á það bæði við um fjölda
áskrifta og fjölda mínútna í fastlínu-
kerfinu.
Þegar bornar eru saman stafræn-
ar sjónvarpssendingar yfir netið eða
svonefndar IPTV-áskriftir (e. int-
ernet protocol TV) kemur í ljós að
Ísland er efst í samanburði við hin
norrænu löndin og einnig við
Eystrasaltslöndin þegar miðað er
við höfðatölu „en þessum áskriftum
hefur farið fækkandi hér á landi á
síðastliðnum árum en fjölgað í öðr-
um löndum, t.d. í Noregi og Sví-
þjóð,“ segir ennfremur í umfjöllun
um skýrsluna.
„Mikil aukning varð á fjölda mín-
útna í farnetum hjá öllum löndunum
miðað við höfðatölu á árunum 2020
og 2021 sem líklega má rekja til fjar-
vinnu vegna kórónuveirunnar þar
sem margir íbúar landanna störfuðu
að heiman. Gagnamagnsnotkun í
farnetum heldur áfram að aukast
hratt í öllum löndunum en þar bera
Finnar höfuð og herðar yfir hinar
þjóðirnar.“
Íslendingar á
methraða og
skera sig úr
- Samanburður þjóða sýnir að gagna-
magnsnotkun á farnetum eykst hratt
Morgunblaðið/Eggert
Í símanum Fjarskiptanotkun er
mjög lík í löndunum átta.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Vissulega er ánægulegt að mikil-
vægu starfi sjálfboðaliða okkar sé
gefinn gaumur af stjórnmálamönn-
um. Ég er samt
ekki viss um að
skattaafsláttur sé
ákjósanleg leið til
að styrkja starf
björgunarsveit-
anna,“ segir Otti
Rafn Sigmarsson
formaður Slysa-
varnafélagsins
Landsbjargar.
Á dögunum
lögðu sex þingmenn Pírata fram á Al-
þingi frumvarp til laga um að fólk
sem tekur þátt í sjálfboðaliðastarfi á
vegum lögaðila, líkt og björgunar-
sveitastarfi, fái skattaafslátt. Inntak
tillögunnar er að draga megi 675 kr.
frá skatti fyrir hvern klukkutíma sem
fólk gefur til sjálfboðaliðastarfs í al-
mannaþágu. Afslátturinn verði að há-
marki 500 þús. kr. á ári og verði ekki
færanlegur á milli hjóna eða til fólks í
sambúð.
Nefnt er að til sjálfboðaliðastarfs
teljist þátttaka í æfingum, nám-
skeiðum og útköllum. Í greinargerð
með frumvarpinu er tiltekið að æ erf-
iðara sé fyrir björgunarsveitirnar að
fá nýtt fólk í raðir sínar. Skattaaf-
sláttur geti tekið á því. Þá hafi kostn-
aður þess fólks sem tekur þátt í sjálf-
boðnu starfi björgunarsveitanna
sífellt hækkað, svo sem vegna kaupa
á búnaði og annars.
Otti Rafn Sigmarsson segir að
virðisaukaskattur sem sem lagður er
á búnað sem björgunarsveitir þurfa
fáist að nokkru endurgreiddur. Hins
vegar þurfi meira slíkt. Slysavarna-
félagið Landsbjörg fái vissulega all-
háar upphæðir á ári hverju í stuðning
frá ríkinu, m.a. í krafti þjónustusamn-
inga ríkisins. Nú sé hins vegar tíma-
bært að fjárhagsleg samskipti þess
við ríkið verði endurskoðuð á breið-
um grundvelli og úr ýmsu bætt, eins
og óskað hefur verið eftir.
„Starf björgunarsveita og slysa-
varnadeilda byggist upp á sjálfboða-
starfi og nú þegar fer mjög mikil orka
í það að afla fjár til rekstursins.
Ákjósanlegast væri að fækka þeim
stundum til þess að styrkja sjálfboða-
starfið. Tillögur um skattafslátt verð-
ur að skoða með tilliti til jafnræðis
allra,“ segir formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar.
Hefur efasemdir
um skattaafslátt
- Björgunarsveitir vilja aðra útfærslu
Otti Rafn
Sigmarsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mest áhersla er lögð á að hækka laun
og endurheimta kaupmátt. Okkar fé-
lagsmenn sjá lánin og allt í samfélag-
inu hækka, meðal
annars lífsnauð-
synlegar vörur.
Launin eru því í
fyrsta sæti,“ segir
Þórarinn Eyfjörð,
formaður Sam-
eykis – stéttar-
félags í almanna-
þjónustu, um
hljóðið í félags-
mönnum sínum.
Félagið er að
undirbúa komandi kjaraviðræður, sér-
staklega við viðsemjendur á almenna
vinnumarkaðnum. Forystumenn fé-
lagsins funduðu með 200 trún-
aðarmönnum félagsins, hafa fundað
með félagsfólki um allt land og haldið
greiningarfundi í Reykjavík.
Nánar spurður um launakröfur seg-
ir hann að þær fari eftir því hvernig
mál þróast á næstunni. Hann segir þó
rætt um að endurheimta kaupmáttinn,
sem gert var ráð fyrir í lífskjarasamn-
ingunum, og styrkja hann enn frekar.
„Okkar félagsmenn hafa lagt áherslu á
krónutöluhækkun en einnig tryggingu
fyrir kaupmætti allra. Það þýðir að
fara verður blandaða leið krónutölu-
hækkana, sem kemur þeim lægst
launuðu best, og svo tryggingu kaup-
máttar þeirra sem eru í milli-
tekjuhópum. Finna þarf leið til að þau
[fólk í millitekjuhópum] njóti einnig
lagfæringar á sínum kjörum,“ segir
Þórarinn.
Krafa um 32 stunda vinnuviku
Hann segir að stytting vinnuvik-
unnar sé einnig mikilvægt mál í huga
félagsmanna Sameykis á almenna
vinnumarkaðnum. „Fólk hefur litið á
það sem slæma niðurstöðu í síðustu
samningum að stytta vinnutímann um
65 mínútur á viku, minna en hjá hinu
opinbera. Nú erum við að setja á blað
kröfu um 32 stunda vinnuviku, það er
að segja virkar vinnustundir. Þegar
búið er að taka inn neysluhléin þýðir
það 35 stunda vinnuviku. Fólk á al-
menna vinnumarkaðnum vill njóta
sömu jákvæðu þróunar í samfélaginu
um styttingu vinnuvikunnar og fólk á
opinbera markaðnum. Það leggur
áherslu á að fá meiri tíma með fjöl-
skyldunni og geta betur sinnt fjöl-
skyldumálum,“ segir Þórarinn.
Einnig hefur útvíkkun á veikinda-
rétti barna komið sterkt fram á fund-
um með félagsfólki. Segir Þórarinn
að atvinnuþátttaka á Íslandi sé mikil,
bæði meðal karla og kvenna. Það þýði
að allur vinnumarkaðurinn þurfi að
hafa góðan sveigjanleika til fólk geti
sinnt börnum, veikum foreldrum eða
öðrum veikum aðstandendum. Sú
kynslóð, sem nú er á vinnumarkaði,
þurfi, auk þess að hugsa um börnin
sín, að sinna veikburða og lösnum for-
eldum og öðrum nákomnum. „Þegar
heilbrigðiskerfin geta ekki staðið
sómasamlega að umönnun eldra fólks
lendir það á fjölskyldunum og vinnu-
markaðurinn þarf að bregðast við
þeirri stöðu.“
Fólk á almenna vinnumarkaðnum
gerir, að sögn Þórarins, kröfu um að
fá 30 daga orlof óháð aldri, í sam-
ræmi við opinbera markaðinn. Krafa
er um að vinna á aðfangadag og
gamlársdag verði með stórhátíðar-
álagi, eins og komið hefur fram hjá
öðrum félögum.
Óþol gagnvart misskiptingu
„Fyrir utan þessi beinu kjara-
samningsbundnu atriði er mjög rík
krafa um að við förum að gefa spilin
upp á nýtt í samfélaginu. Fólk er þar
að horfa á nýtingu auðlinda, breyt-
ingar á skattkerfinu þar sem hinir
efnameiri taki meiri þátt og fjár-
mögnum sveitarfélaga þar sem leið-
rétt verði sú vitleysa að fjármagns-
eigendur þurfi ekki að greiða útsvar.
Það er aukið óþol gagnvart misskipt-
ingunni í samfélaginu. Ég er hrædd-
ur um að það óþol geti brotist út með
harkalegum hætti ef stjórnvöld fara
ekki að leggja áherslu á að leiðrétta
skekkjuna sem orðið hefur,“ segir
Þórarinn og bætir því við að hann fái
ekki séð hvernig eigi að ganga frá
kjarasamningum nema ríkið komi
með sterkt útspil í þessu efni.
Vilja endurheimta
og styrkja kaupmátt
- Félagsmenn Sameykis sagðir vilja gefa spilin upp á nýtt
Morgunblaðið/Hari
Undirritun Lífskjarasamningarnir fara að renna út og Sameyki, eins og
önnur stéttarfélög, er að undirbúa viðræður um nýja samninga.
Þórarinn
Eyfjörð