Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 20% afsláttur af öllum innréttingum út október. 562–1500 Friform.is Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15Hjar ta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum. Jón Magnússon lögmaður skrif- ar á blog.is um fjöldahjálpar- stöð sem hann segir „fínt orð yfir flóttamannabúðir á engilsaxnesku „refugee camp.“ Þetta verður að gera, þar sem stjórnvöld hafa ekki nein úrræði varðandi móttöku ólöglegra innflytj- enda og raunveru- legra hælisleit- enda. Ástæða þess, að við erum lent í þessum ógöngum varðandi hælisleitendur er marg- þætt. Við stjórnum ekki lengur landamærunum heldur höfum fórnað þeirri yfirstjórn á grund- velli Schengen-samstarfs, sem við ættum sem fyrst að segja okkur frá. - - - Í annan stað er íslensk löggjöf í málefnum útlendinga og flóttafólks, svo og félagsleg að- stoð við þá, svo vitlaus, að auð- veldara er fyrir ólöglega innflytj- endur að koma til Íslands en allra annarra landa í Evrópu. - - - Í þriðja lagi er félagslega að- stoðin hér svo rífleg, að hún freistar fólks að koma hingað. - - - Í fjórða lagi þá er nánast eng- um vísað úr landi þó hann sé hér ólöglega og úrskurðir og jafnvel dómar hafi gengið í þá áttina. Þeir sem hafa verið úr- skurðaðir eða dæmdir til að fara halda áfram að vera í landinu og njóta áfram ríkisstyrkja.“ - - - Jón segir að stefna „stjórn- málaelítunnar“ í málefnum innflytjenda sé nú algjörlega sigld í strand. Eitthvað hlýtur að hafa siglt í strand eins og staðan er orðin, en það er bara spurning hvort það er stefnan eða stefnu- leysið. Jón Magnússon Stefnan eða stefnuleysið? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umferðin á Hringveginum og á höfuðborgarsvæðinu var meiri í septembermánuði en áður hefur mælst í þeim mánuði. Nú stefnir í að umferðin um Hringveginn í ár geti orðið rúmlega 2% meiri en á síðasta ári og á svipuðu róli og hún var met- árið 2019. Þá stefnir í að umferðin á höfuðborgarsvæðinu verði svipuð og í fyrra en minni en metárið 2019. Kemur þetta fram í fréttum á vef Vegagerðarinnar þar sem greint er frá niðurstöðum mælinga í teljurum á lykilstöðum á höfuðborgarsvæðinu og Hringveginum. Umferðin var í báðum tilvikum meiri í september en í sama mánuði á síðasta ári. Aukn- ingin á Hringveginum er 8% og 2,6% á höfuðborgarsvæðinu. Aukning mældist í september á öllum landsvæðum en mest jókst umferðin á Vesturlandi eða um 10,6%. Minnst jókst umferðin um teljara við höfuðborgarsvæðið, eða um 6,6%. Af einstökum mælisniðum á Hringveginum jókst umferð mest á Mýrdalssandi, um rúmlega 24%. Ef litið er til höfuðborgarsvæðis- ins þá jókst umferðin mest yfir mæli- snið á Hafnarfjarðarvegi, 4,4%, en minnsta á Reykjanesbraut, innan við 1%. September og maí eru gjarnan umferðarmestu mánuðir ársins á höfuðborgarsvæðinu og var maí á þessu ári sá umferðarmesti frá því að mælingar hófust en þá fóru rúmlega 183 þúsund ökutæki yfir mælisniðin þrjú á sólarhring. helgi@mbl.is Umferðarmet slegið í september - Ársmetið frá 2019 þó ekki í hættu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hringvegurinn Mikið var ekið um landið og bæina í september. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hvati til að skila einnota umbúðum undan drykkjarvörum minnkar, að mati Endurvinnslunnar hf., ef til- lögur ríkisstjórnarinnar um að hækka ekki skilagjaldið hljóta sam- þykki Alþingis. Endurvinnslan treystir sér þó ekki til að meta hve mikill samdrátturinn kunni að verða. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis er með til umfjöllunar frum- varp til laga um að breyta ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023. Í um- sögn, sem Endurvinnslan hefur sent nefndinni, er bent á að skilagjaldi var síðast breytt 1. mars 2021. Áætla megi að verðlag muni hækka um nálægt 15% frá þeim tíma til áramóta. Það myndi þýða hækkun skilagjalds um 2,7 krónur á 18 króna einingu. Endurvinnslan ósk- aði eftir því við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið að skilagjaldið yrði hækkað úr 18 í 20 krónur á ein- ingu og umsýsluþóknun lækkuð um 50-70 aura. Hafi sú tillaga verið byggð á þeim vilja Alþingis að skila- gjald héldi verðgildi sínu og þannig hvata neytenda til skila. Ekki áhrif á neytendur Fram kemur í umsögninni að ráðuneytið hafi ekki farið að tillög- unni um að hækka skilagjaldið til að halda niðri verðbólgu. Telur Endur- vinnslan að með því að fresta hækk- unum myndist hækkunarþörf sem erfitt verði að leiðrétta síðar. Bendir fyrirtækið á að þótt vissu- lega hefði hækkun skilagjalds áhrif á vísitölu hefði hún ekki áhrif á hag neytenda, þar sem skilagjald er lagt á vöru við framleiðslu eða sölu og fæst síðan endurgreitt að fullu við skil á umbúðum. Telja að skil á umbúðum minnki - Áforma óbreytt skilagjald á umbúðir drykkjarvara Morgunblaðið/Eggert Dósir Fólk fær skilagjaldið sem lagt er á vöruna endurgreitt að fullu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.