Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
20% afsláttur af öllum
innréttingum út október.
562–1500
Friform.is
Fríform ehf.
Askalind 3,
201 Kópavogur.
Virka daga 10-17
Laugardaga 11-15Hjar ta heimilisins
Við hönnum innréttingar að þínum þörfum.
Jón Magnússon lögmaður skrif-
ar á blog.is um fjöldahjálpar-
stöð sem hann segir „fínt orð yfir
flóttamannabúðir á engilsaxnesku
„refugee camp.“ Þetta verður að
gera, þar sem
stjórnvöld hafa
ekki nein úrræði
varðandi móttöku
ólöglegra innflytj-
enda og raunveru-
legra hælisleit-
enda.
Ástæða þess, að
við erum lent í þessum ógöngum
varðandi hælisleitendur er marg-
þætt. Við stjórnum ekki lengur
landamærunum heldur höfum
fórnað þeirri yfirstjórn á grund-
velli Schengen-samstarfs, sem við
ættum sem fyrst að segja okkur
frá.
- - -
Í annan stað er íslensk löggjöf í
málefnum útlendinga og
flóttafólks, svo og félagsleg að-
stoð við þá, svo vitlaus, að auð-
veldara er fyrir ólöglega innflytj-
endur að koma til Íslands en allra
annarra landa í Evrópu.
- - -
Í þriðja lagi er félagslega að-
stoðin hér svo rífleg, að hún
freistar fólks að koma hingað.
- - -
Í fjórða lagi þá er nánast eng-
um vísað úr landi þó hann sé
hér ólöglega og úrskurðir og
jafnvel dómar hafi gengið í þá
áttina. Þeir sem hafa verið úr-
skurðaðir eða dæmdir til að fara
halda áfram að vera í landinu og
njóta áfram ríkisstyrkja.“
- - -
Jón segir að stefna „stjórn-
málaelítunnar“ í málefnum
innflytjenda sé nú algjörlega
sigld í strand. Eitthvað hlýtur að
hafa siglt í strand eins og staðan
er orðin, en það er bara spurning
hvort það er stefnan eða stefnu-
leysið.
Jón Magnússon
Stefnan eða
stefnuleysið?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðin á Hringveginum og á
höfuðborgarsvæðinu var meiri í
septembermánuði en áður hefur
mælst í þeim mánuði. Nú stefnir í að
umferðin um Hringveginn í ár geti
orðið rúmlega 2% meiri en á síðasta
ári og á svipuðu róli og hún var met-
árið 2019. Þá stefnir í að umferðin á
höfuðborgarsvæðinu verði svipuð og
í fyrra en minni en metárið 2019.
Kemur þetta fram í fréttum á vef
Vegagerðarinnar þar sem greint er
frá niðurstöðum mælinga í teljurum
á lykilstöðum á höfuðborgarsvæðinu
og Hringveginum. Umferðin var í
báðum tilvikum meiri í september en
í sama mánuði á síðasta ári. Aukn-
ingin á Hringveginum er 8% og 2,6%
á höfuðborgarsvæðinu.
Aukning mældist í september á
öllum landsvæðum en mest jókst
umferðin á Vesturlandi eða um
10,6%. Minnst jókst umferðin um
teljara við höfuðborgarsvæðið, eða
um 6,6%. Af einstökum mælisniðum
á Hringveginum jókst umferð mest á
Mýrdalssandi, um rúmlega 24%.
Ef litið er til höfuðborgarsvæðis-
ins þá jókst umferðin mest yfir mæli-
snið á Hafnarfjarðarvegi, 4,4%, en
minnsta á Reykjanesbraut, innan við
1%. September og maí eru gjarnan
umferðarmestu mánuðir ársins á
höfuðborgarsvæðinu og var maí á
þessu ári sá umferðarmesti frá því að
mælingar hófust en þá fóru rúmlega
183 þúsund ökutæki yfir mælisniðin
þrjú á sólarhring. helgi@mbl.is
Umferðarmet slegið í september
- Ársmetið frá 2019 þó ekki í hættu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hringvegurinn Mikið var ekið um
landið og bæina í september.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hvati til að skila einnota umbúðum
undan drykkjarvörum minnkar, að
mati Endurvinnslunnar hf., ef til-
lögur ríkisstjórnarinnar um að
hækka ekki skilagjaldið hljóta sam-
þykki Alþingis. Endurvinnslan
treystir sér þó ekki til að meta hve
mikill samdrátturinn kunni að
verða.
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis er með til umfjöllunar frum-
varp til laga um að breyta ýmsum
lögum vegna fjárlaga 2023. Í um-
sögn, sem Endurvinnslan hefur sent
nefndinni, er bent á að skilagjaldi
var síðast breytt 1. mars 2021.
Áætla megi að verðlag muni hækka
um nálægt 15% frá þeim tíma til
áramóta. Það myndi þýða hækkun
skilagjalds um 2,7 krónur á 18
króna einingu. Endurvinnslan ósk-
aði eftir því við umhverfis-, orku- og
loftslagsráðuneytið að skilagjaldið
yrði hækkað úr 18 í 20 krónur á ein-
ingu og umsýsluþóknun lækkuð um
50-70 aura. Hafi sú tillaga verið
byggð á þeim vilja Alþingis að skila-
gjald héldi verðgildi sínu og þannig
hvata neytenda til skila.
Ekki áhrif á neytendur
Fram kemur í umsögninni að
ráðuneytið hafi ekki farið að tillög-
unni um að hækka skilagjaldið til að
halda niðri verðbólgu. Telur Endur-
vinnslan að með því að fresta hækk-
unum myndist hækkunarþörf sem
erfitt verði að leiðrétta síðar.
Bendir fyrirtækið á að þótt vissu-
lega hefði hækkun skilagjalds áhrif
á vísitölu hefði hún ekki áhrif á hag
neytenda, þar sem skilagjald er lagt
á vöru við framleiðslu eða sölu og
fæst síðan endurgreitt að fullu við
skil á umbúðum.
Telja að skil á
umbúðum minnki
- Áforma óbreytt
skilagjald á umbúðir
drykkjarvara
Morgunblaðið/Eggert
Dósir Fólk fær skilagjaldið sem lagt
er á vöruna endurgreitt að fullu.