Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Nánari upplýsingar á tasport.is eða í síma 552 2018 S. 552 2018 • info@tasport.is Master Class í Toscana Vín og góður matur í fallegu umhverfi á Ítalíu með íslenskri fararstjórnAllra síðustu sætin í boði! 27. október til 4. nóvember Verð frá 267.800 kr. á mann Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsemi Silfurstjörnunnar í Öxar- firði mun tvöfaldast með byggingu fimm nýrra eldiskera sem nú er unnið að. Bygging og rekstur ker- anna ásamt flóknum tæknibúnaði er undirbúningsverkefni fyrir áform Samherja fiskeldis hf. um byggingu stórrar landeldisstöðvar á Reykja- nesi. Verður sérstaklega vandað til rekstursins í því ljósi. Um leið festir uppbyggingin Silfurstjörnuna í sessi sem burðarfyrirtæki í atvinnu- málum svæðisins og eykur byggða- festu. Fjöldi eldiskera er í laxeldisstöð Silfurstjörnunnar, byggð á mismun- andi tímum og af ýmsum stærðum. Fyrirtækið er í eigu Samherja fisk- eldis hf. sem er dótturfélag Sam- herja hf. Eldisrými stöðvarinnar er 28 þúsund rúmmetrar. Þau fimm ker sem verið er að byggja rúma fjögur þúsund rúmmetra hvert eða alls 20 þúsund rúmmetra. Er þetta hrein viðbót við stöðina. Fer nærri að framleiðslugetan tvöfaldist, fari úr 1.500-1.600 tonnum í tæplega þrjú þúsund tonn á ári. Fiskur í fyrstu kerin Kostnaður við stækkunina er áætlaður um fjórir milljarðar króna. Er þetta því mikil fjárfesting á þessu svæði og þótt litið sé víðar yfir. Rúnar Þór Guðmundsson bygg- ingarstjóri segir að framkvæmd- irnar hafi gengið vel en séu þó nokkrum mánuðum á eftir áætlun. Nú stefnir í að vatn og fiskur fari í nýju kerin í febrúar og mars. Framkvæmdin er vandasöm, að hans sögn. Fyrst þarf að leggja all- ar lagnir og steypa botnplötu og síð- an eru forsteyptar einingar sem keyptar eru að hífðar ofan á. Fjögur ker eru risin og það fimmta í und- irbúningi. Þessu fylgja ýmsar hliðarframkvæmdir eins og aukin vatnsöflun, ný seiðastöð, aðstaða til að framleiða áburð og fleira. Samherji fiskeldi er að undirbúa byggingu stórrar laxeldisstöðvar á Reykjanesi sem reyndar verður byggð upp í áföngum. Viðbótin við Silfurstjörnuna er liður í þeim undirbúningi. Þar verður látið reyna á eldi í stórum kerum. Starfs- menn fyrirtækisins hafa mikla reynslu í landeldi en í minni eld- isrýmum. „Ætlunin er að sjá hvort hægt er að þróa áfram þá hluti sem við erum að gera hér í dag og ná sem mestu út úr stöðinni. Það er mikil þekking innan fyrirtækisins og við byggjum á henni við þetta þróunarstarf,“ segir Rúnar. Thomas Helmig, stöðvarstjóri Silfurstjörnunnar, segir mikilvægt að hafa stjórn á öllum aðstæðum þegar jafn mikill lífmassi er undir. Prófa þurfi þann búnað sem fylgi stækkun eldisrýmisins. Allir innviðir byggðir upp Bendir hann á að samhliða stækkun keranna þurfi að byggja upp alla innviði, svo sem fóðurkerfi, súrefniskerfi, sláturhús og vinnslu, frárennsli og hreinsistöð. Hann vekur athygli á því að allar fóð- urleifar og laxamykja verði hreins- uð úr frárennslinu og notuð til áburðarframleiðslu. Keypt verður vélasamstæða til þeirrar vinnslu og byggt hús yfir. Samherji keypti jörðina Akursel sem er hinum megin ár, eins og Thomas tekur til orða, og er líklegt að áburðurinn verði notaður til upp- græðslu og jafnvel skógræktar á gróðurlausum söndum sem þar eru. Hann segir að landgræðsla og skóg- rækt yrði þá liður í að kolefnisjafna laxeldið. „Allur búnaður fyrir stóru kerin verður prófaður hér og dregnar ályktanir af rekstrinum um virkni, afköst og viðhaldsþörf vegna upp- byggingarinnar á Reykjanesi. Að- ferðirnar sem við notum hér hafa aldrei verið prófaðar fyrir ker með jafn miklum lífmassa. Laxinn er við- kvæmur fyrir breytingum í um- hverfinu og ef upp kemur streita þarf að bregðast hratt við til þess að hægt sé að auka súrefnisgjöf eða grípa til annarra ráðstafana til að fiskinum líði vel. Allur búnaður þarf að virka rétt og vera í fullkomnu lagi,“ segir Thomas. Silfurstjarnan Nýju eldiskerin eru margfalt stærri en þau eldri. Fjögur eru komin og það fimmta undirbúið. Nýju kerin rúma nærri því jafn mikið og öll kerin sem fyrir voru, bæði inni og úti. Fimm risastór eldisker rísa - Samherji fiskeldi notar stöð sína í Öxarfirði til að þróa aðferðir sem notaðar verða í stórri landeld- isstöð á Reykjanesi - Fjárfest fyrir fjóra milljarða í Silfurstjörnunni - Allt þarf að virka fullkomlega Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stjórnendur Rúnar Þór Guðmundsson byggingarstjóri og Thomas Helmig stöðvarstjóri stýra uppbyggingunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.