Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 22
22 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Um sumarið 2021 íhugaði ég fyrst
alvarlega að gefa bókina út, þá var ég
búinn að yrkja um sex dýr,“ segir Al-
freð Guðmundsson, grunnskólakenn-
ari og hagyrðingur á Sauðárkróki,
sem gefið hefur út barnabókina Dýr-
in á Fróni. Um er að ræða mynd-
skreytta vísnabók en þetta er í fyrsta
sinn sem Alfreð sendir frá sér bók.
Í bókinni eru tekin fyrir 14 algeng
íslensk dýr og með þeim fylgja 42 vís-
ur Alfreðs ásamt vatnslitamyndum
eftir franska listamanninn Jérémy
Pailler. Tekur Alfreð fyrir karldýrið,
kvendýrið og síðan afkvæmi þeirra.
„Eftir að ég tók ákvörðun um að
gefa út bók með efninu þá kom kipp-
ur í þetta, um haustið 2021 var ég
kominn með vísur um fjórtán dýr.
Mér fannst það vera hæfilegur fjöldi
og fór að huga að myndskreytingum
með vísunum. Ræddi þetta við sam-
kennara minn, Guðbrand Ægi Ás-
björnsson, og hann ráðlagði mér að
skoða bókina eftir Berglindi Þor-
steinsdóttur, forstöðumann Byggða-
safns Skagfirðinga. Safnið hafði gefið
út barnabókina Sumardagur í
Glaumbæ, með vatnslitamyndum
þessa franska listamanns og með
texta Berglindar,“ segir Alfreð.
Teiknarinn vel kunnur Íslandi
Jérémy Pailler er ágætlega kunn-
ugur Íslandi, lífríki þess og mannlífi.
Hann hefur oftast unnið í listasmiðju
á Skagaströnd en sumarið 2019 var
Jérémy í hópi listamanna sem boðið
var í vinnusmiðju í Kakalaskála til að
gera listaverk úr sögu Þórðar kakala.
Í kjölfarið fékk Berglind hann til að
myndskreyta bók Byggðasafnsins.
„Hann tók mínu erindi strax mjög
vel og ég sá fljótt að hann er mjög
hæfileikaríkur,“ segir Alfreð um
franska teiknarann. Eftir því sem
fleiri teikningar komu notaði Alfreð
tímann til að betrumbæta vísurnar
en Jérémy fékk þýðingar á þeim í
hendurnar, til að átta sig betur á um-
fjöllunarefninu. Einnig studdist hann
við ljósmyndir af dýrunum. Alfreð og
sonur hans Guðmundur, sem er út-
gáfustjóri bókarinnar, þýddu vís-
urnar yfir á ensku fyrir Jérémy. Í
þessu ferli gekk ýmislegt á, sem Al-
freð segir vel hægt að hlæja að eftir
á og sú útkoma var stundum bráð-
fyndin. Þar sem Alfreð gefur dýr-
unum nafn í vísunum, eins og Húni
og Hrímir, þá komu fyrstu teikn-
ingar ekki alveg eins og ætlast var til
þar sem Jérémy hafði persónugert
dýrin og klætt þau m.a. í föt. Það
hafði Alfreð ekki hugsað sér að gera
og því sýna teikningarnar í bókinni
dýrin eins og þau koma af skepn-
unni.
„Þennan misskilnig tókst okkur
að leysa á farsælan hátt og allt okkar
samstarf var með ágætum,“ segir
Alfreð og er mjög sáttur við hvernig
til hefur tekist með myndskreyt-
ingar í bókinni.
Fengið góð viðbrögð
Bókinni hefur verið dreift í bóka-
búðir og Alfreð hefur einnig kynnt
hana fyrir grunn- og leikskólum í
landinu. Viðbrögð hafa verið góð.
„Bókin hentar mjög vel til kennslu
í skólum, hvort sem það er í lestri
eða annarri íslenskukennslu, mynd-
mennt, náttúrufræði eða samfélags-
fræði. Yngstu börnin fá fróðleik um
dýrin og einnig gæti bókin kveikt
áhuga á vísnagerð, eins og rími, ljóð-
stöfum og annarri bragfræði,“ segir
Alfreð, sem hefur hlotið þakkir frá
kennurum víða um land fyrir fram-
takið. Bókinni hefur líka verið vel
tekið í leikskólum landsins. Dýrin
sem fjallað er um í bókinni eru
hænsni, geitur, svín, hestar, endur,
refir, selir, nautgripir, álftir, hundar,
kindur, rjúpur, kettir og hreindýr.
Alfreð hefur gert mikið af því um
dagana að semja vísur og segist hafa
gaman af því. Flestar eru þær tæki-
færisvísur, settar fram á góðri stund
og af skemmtilegum tilefnum.
Spurður hvort önnur bók sé í píp-
unum útilokar Alfreð það ekki, nóg
sé til af vísum, ljóðum og limrum í
fórum hans. Þá hefur hann verið að
þróa hugmynd að annarri barnabók,
en það komi betur í ljós síðar.
Alfreð gefur sjálfur bókina út og
hann neitar því ekki að það sé krefj-
andi verkefni. Hann naut góðrar að-
stoðar fjölskyldunnar. Kona hans,
Helga Kristín Sigurðardóttir, veitti
góð ráð í textagerðinni og hikaði ekki
við að henda vísu til baka í húsbónd-
ann og óska eftir betrumbót. Synir
þeirra veittu einnig aðstoð, þeir
Helgi Arnar og Guðmundur.
Alfreð naut einnig mjög góðrar að-
stoðar samkennara síns, Sigurðar
Jónssonar, við yfirlestur og próf-
arkalestur handrits. Þá gaf bróðir Al-
freðs, Ágúst, góð ráð eftir að hafa
staðið sjálfur að bókaútgáfu. Menn-
ingarjóður KS og uppbyggingar-
sjóður SSNV styrktu útgáfuna.
Hægt er að panta bókina á netfang-
inu ljodakver@gmail.com.
Dýrin á Fróni í bundnu máli
- Kennari á Sauðárkróki gefur út myndskreytta vísnabók um 14 algeng dýr - Franskur listamaður
teiknaði myndirnar - Hentar vel til kennslu í leik- og grunnskólum - Með fleiri bækur á prjónunum
Vísnagerð Alfreð Guðmundsson íþróttakennari er hagmæltur og ákvað að setja saman myndskreytta barnabók.
Unga stundum eignast lítinn
er eldist, nefnist kjúklingur.
Vafrar gulur, voða skrítinn
varla getur staðið kjur.
ÞRJÁR VÍSUR UM HVERJA DÝRATEGUND
Kollur, Vala og kjúklingur
Hænan Vala verpir eggjum
vinsæl eru hennar föng.
Þæg hjá kofans þéttu veggjum
þar hún gaggar dægrin löng.
Haninn Kollur hoppar glaður
hauga yfir endalaust.
Víst ef galar vaknar maður
vaskur þenur sína raust.
Alfreð yrkir þrjár vísur um hverja dýra-
tegund; um karldýrið, kvendýrið og af-
kvæmi þeirra. Hér fylgja vísurnar um
hænsnin, með leyfi höfundar:
Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi
arsalir@arsalir.is, s. 533 4200
Hagstætt verð.
Glæsilegt skrifstofuhúsnæði. Sér inngangur.
Tangarhöfði 6 - 2. hæð - 110 RVK
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
TIL LEIGU