Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 26
26 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Þinn dagur, þín áskorun Hlýtt og
notalegt
100% Merino ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri
Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar,
Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík
Siglósport, Siglufirði • Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
6. október 2022
Gjaldmiðill Gengi
Dollari 143.5
Sterlingspund 162.52
Kanadadalur 105.08
Dönsk króna 19.079
Norsk króna 13.525
Sænsk króna 13.121
Svissn. franki 145.28
Japanskt jen 0.9904
SDR 184.73
Evra 141.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 174.3592
« Stapi lífeyrissjóður bætti verulega
við hlut sinn í Kaldalóni í september og
er nú fjórði stærsti eigandi félagsins
með um 6,4% hlut. Stapi keypti um 555
milljónir hluta í félaginu í mánuðinum.
Þrír stærstu hluthafarnir juku einnig við
sinn hlut. Skel fjárfestingarfélag jók hlut
sinn um rúmar 120 milljónir hluta, Arion
banki um 300 milljónir hluta og Stefni
um rúmar 250 milljónir hluta. Gera má
ráð fyrir að eignarhlutur Arion og Stefn-
is sé í gegnum framvirka samninga fyrir
viðskiptavini þeirra. Nokkur félög detta
út af lista yfir 20 stærstu eigendur fé-
lagsins. Þar má nefna GGH ehf., félag í
eigu Magnúsar Ármann, og Greenwater
ehf., í eigu Guðmundar G. Reynissonar,
eiganda Húsgagnahallarinnar, Betra
baks og Dorma, en bæði félögin áttu
um 1,3% hlut. Ekki liggur fyrir hvort þeir
hlutir hafi verið færðir undir hatt banka
eða sjóða í gegnum framvirka samn-
inga.
Það hafa einnig orðið lítilsháttar
breytingar á eignarhaldi í Sýn. Gildi-
lífeyrissjóður, stærsti eigandi félagsins,
jók nokkuð við hlut sinn í september
eða um 2,2 milljónir hluta og á nú 14%
hlut í félaginu. Þá juku Arion banki,
Kvika banki og Íslandsbanki einnig
nokkuð við sig, Íslandsbanki þar mest
eða um 5,6 milljónir hluta. Ætla má að
allir þessir hlutir séu keyptir fyrir hönd
viðskiptavina bankanna. Athygli vekur
að Tækifæri ehf. keypti um 740 þúsund
hluti í september og á nú um 2,3% hlut
í félaginu. Þá jók Halldór Kristmannsson
við sinn hlut og á nú um 1,5% hlut í Sýn.
Breytingar á eigenda-
hópi Kaldalóns og Sýnar
STUTT
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrirtækjum á Íslandi, sem skiluðu
hagnaði, fjölgaði milli ára 2020 og
2021 í helstu atvinnugreinum. Þar af
mest innan ferðaþjónustunnar.
Þetta má lesa úr greiningu Credit-
info en hún er meðal þátta sem horft
er til við val á framúrskarandi fyrir-
tækjum. Niður-
stöðurnar eru
endurgerðar á
grafi hér til hliðar
og eru fyrirtækin
flokkuð í sex
atvinnugreinar.
Við samantekt-
ina var skoðuð
þróun áranna
2019, 2020 og
2021 hjá fyrir-
tækjum sem hafa
skilað ársreikningi fyrir öll árin.
Einungis eru skoðuð fyrirtæki i
virkri starfsemi. Eignarhaldsfélög-
um er sleppt og rekstrartekjur þurfa
að vera að lágmarki tíu milljónir
króna. Alls uppfylltu um 13.500
fyrirtæki þessi skilyrði.
Hagurinn almennt vænkast
Kári Finnsson, markaðs- og
fræðslustjóri hjá Creditinfo, segir
samantektina sýna fram á að hagur
íslenskra fyrirtækja hafi almennt
vænkast milli áranna 2020 og 2021.
Hlutfall fyrirtækja, sem skiluðu
hagnaði, hafi hækkað úr 45% árin
2019 og 2020 í 57% árið 2021. Þá hafi
afkoman batnað hjá 60% fyrirtækja
milli 2020 og 2021, borið saman við
46% fyrirtækja milli áranna 2019 og
2020.
Kórónuveirufaraldurinn hafði
mikil áhrif á þetta tímabil í íslensku
atvinnulífi en hann hófst í mars 2020.
„Faraldurinn hafði ekki slæm
áhrif á rekstur allra fyrirtækja.
Ferðaþjónustan er sú grein sem fór
verst út úr faraldrinum en þessar
tölur gefa til kynna að hún sé að ná
vopnum sínum á ný.“
Spurður um samantektina segir
Kári upplýsingar um rekstur ís-
lenskra fyrirtækja vera eina af for-
sendunum fyrir því að hægt sé að
reikna út fjölda og hlutfall framúr-
skarandi fyrirtækja. Sömuleiðis
gagnist þær tölur við gerð láns-
hæfismats Creditinfo.
„Lokatalan í framúrskarandi
fyrirtækjum er ekki ljós. Það gæti
verið að ferðaþjónustufyrirtækjum
fjölgi á þessum lista, miðað við
þessar tölur, en við þurfum að bíða
og sjá hver lokaniðurstaðan verður.
Það verður forvitnilegt að sjá hver
fjöldi framúrskarandi fyrirtækja
verður og hvernig þessu verður skipt
milli atvinnugreina,“ segir Kári.
Fjallað verður um niðurstöðurnar
í sérblaði Morgunblaðsins um fram-
úrskarandi fyrirtæki 19. október.
Hækkaði í öllum greinum
Meðal annarra niðurstaðna í áður-
nefndri samantekt er að miðgildi af-
komu hækkaði í öllum helstu at-
vinnugreinum milli ára 2020 og 2021.
Miðgildið var neikvætt í ferða-
þjónustu um 1,3 milljónir árið 2020
en jákvætt um 1,3 milljónir árið
2021. Þá áttfaldaðist meðalhagnaður
af fjármála- og vátryggingastarf-
semi úr 2,8 milljónum í 21,7 milljónir.
Í smásölu hækkaði miðgildi af-
komu úr 0,6 milljóna hagnaði í 1,5
milljóna hagnað og í heildsölu jókst
hagnaður úr 0,45 milljónum í 1,9
milljónir króna. Loks hækkaði mið-
gildi afkomu í sjávarútvegi úr 0,6
milljóna hagnaði í 2,7 milljónir.
Tekjurnar einnig á uppleið
Miðgildi rekstrartekna jókst
sömuleiðis í helstu atvinnugreinum.
Það jókst um 134% í ferðaþjón-
ustu og um rúm 100% í fjármála- og
vátryggingastarfsemi. Þá jókst það
um rúm 42% í heildsölu, um 36% í
sjávarútvegi og um rúm 34% í bygg-
ingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Loks jókst það um rúm 28% í smá-
sölu.
Sem fyrr segir er hér fyrst og
fremst verið að bera saman árin 2020
og 2021 en fyrra árið varð einhver
mesta röskun á atvinnulífi sem orðið
hefur í atvinnusögu þjóðarinnar á
lýðveldistímanum.
Afkoma fyrirtækja batnaði
talsvert milli 2020 og 2021
- Greining Creditinfo bendir til að afkoma hafi batnað hjá 60 prósentum fyrirtækja
Tekjur og hagnaður íslenskra fyrirtækja
Þróunin 2019 til 2021 eftir atvinnugreinum
Miðgildi tekna Hlutfall þeirra sem skiluðu hagnaði (%)
2019 2020 2021
2019 2020 2021
2019 2020 2021
2019 2020 2021
2019 2020 2021
2019 2020 2021
Heimild: Creditinfo
Upphæðir eru ma.kr. 2019 2020 2021
Atvinnugrein
Tekjur,
miðgildi
Skiluðu
hagnaði
Tekjur,
miðgildi
Skiluðu
hagnaði
Tekjur,
miðgildi
Skiluðu
hagnaði
Byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð
15,7 52% 17,9 56% 24,0 66%
Ferðaþjónusta 19,1 46% 10,6 26% 25,0 65%
Fjármála- og
vátryggingastarfsemi
29,6 58% 37,8 65% 75,7 82%
Heildsala 23,7 53% 27,6 58% 39,3 68%
Sjávarútvegur 14,4 62% 15,2 58% 20,7 72%
Smásala 22,4 48% 28,3 58% 36,3 68%
Heild 52% 51% 68%
Byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð
Ferðaþjónusta Fjármála- og
vátrygginga-
starfsemi
Heildsala Sjávarútvegur Smásala
Kári
Finnsson
Björn Traustason, framkvæmda-
stjóri Bjargs íbúðafélags, kveðst
binda vonir við að vaxtahækkun
Seðlabankans í
gær hafi óveruleg
áhrif á verð-
tryggða vexti sem
félaginu bjóðast.
Seðlabankinn
hækkaði í gær
vexti um 0,25 pró-
sent og var það ní-
unda vaxtahækk-
unin í röð.
Vextirnir voru 0,75 prósent í maí
2021 en hafa síðan hækkað í 5,75
prósent (sjá graf).
Björn segir Bjarg fjármagna upp-
byggingu með 50 ára verðtryggðum
lánum úr sérstökum lánaflokki hjá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
(HMS). Slík lán séu eingöngu ætluð
óhagnaðardrifum félögum.
Hafa hækkað um 0,6 prósent
„Vaxtahækkanir hafa að sjálf-
sögðu áhrif á okkar lán eins og
annarra. Bjarg er fjármagnað með
leiguíbúðalánum frá HMS sem báru
samkvæmt vaxtatöflu HMS 2,1 pró-
sent vexti í júlí en þeir voru komnir
upp í 2,7 prósent fyrir vaxtahækkun
Seðlabankans. Það á eftir að koma í
ljós hver áhrif síðustu vaxtahækkun-
ar verða á vextina hjá HMS.
Birtast í leiguverðinu
„Verðtryggðir vextir hjá HMS eru
ákvarðaðir með hliðsjón af markaðs-
vöxtum á útgefnum ríkisskuldabréf-
um og því er óskandi að ávöxtunar-
krafa á ríkisskuldabréf haldi ekki
áfram að hækka svo ekki þurfi að
koma til hækkunar leiguverðs hjá
Bjargi. Við erum óhagnaðardrifið
félag og vextir endurspeglast í leigu-
verði hjá okkur,“ segir Björn að
lokum. baldura@mbl.is
Hærri vextir hafa
áhrif á leiguverð
- Bjarg er með 50 ára verðtryggð lán
Vextir frá maí 2021
6%
4%
2%
0%
2021 2022
Heimild: Seðlabankinn
19.5. 25.8. 6.10. 17.11. 9.2. 4.5. 22.6. 24.8. 5.10.
5,75%
2%
3,75%
1%
Björn Traustason