Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 28

Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 28
28 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Ný sending af Modal náttfötum frá Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 Vefverslun: selena.is Frí heimsending ef verslað er yfir 15.000 kr. Vefverslun selena.is OPEC, samtök þrettán stærstu olíu- framleiðsluríkja heims, ákváðu að draga verulega úr framleiðslu sinni á olíu á fundi sínum í Vínarborg í gær. Er markmið þeirra að hækka heimsmarkaðsverð á olíu. Amir Hossein Zamaninia, fram- kvæmdastjóri OPEC í Íran, sagði að ákveðið hefði verið að skera niður framleiðsluna sem næmi um tveimur milljónum tunna á dag frá og með næstkomandi nóvember. Jake Sullivan, þjóðarörygg- isráðgjafi, og Brian Deese, efna- hagsráðgjafi Bandaríkjastjórnar, sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að Joe Biden Bandaríkjaforseti væri „vonsvikinn með þessa skammsýnu ákvörðun“ OPEC-ríkjanna, en Bandaríkjastjórn hafði þrýst mjög á ríkin að halda framleiðslunni óbreyttri. Sögðu Sullivan og Deese að ákvörðunin myndi skaða heimsbú- skapinn, þar sem hækkun olíuverðs myndi koma verst við þau ríki sem þegar stæðu hvað höllustum fæti vegna hás olíuverðs heima fyrir, á sama tíma og alþjóðahagkerfið glímdi við neikvæðar afleiðingar inn- rásar Rússa í Úkraínu. Biden ákvað að svara ákvörð- uninni með því að setja 10 milljón ol- íutunnur úr varaforða Bandaríkja- stjórnar á markað í næsta mánuði. Vonast stjórnvöld vestanhafs til þess að sú ákvörðun muni dempa verð- hækkanir á olíu og bensíni. Biden hefur hins vegar áður þurft að ganga á forðabúrið, og hafa birgðirnar ekki verið jafnlitlar frá árinu 1984. Í yfirlýsingunni sagði jafnframt að Bandaríkjastjórn vildi kanna með Bandaríkjaþingi leiðir til að losa um völd OPEC-ríkjanna yfir olíuverði, auk þess sem orkumálaráðuneytinu var falið að kanna allar ábyrgar leið- ir til þess að auka framleiðslu Bandaríkjamanna á olíu. AFP/Joe Klamar OPEC Hermaður stendur vörð um höfuðstöðvar OPEC í Vínarborg. Draga úr olíu- framleiðslu - Biden gagnrýnir ákvörðunina Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hækkað Ramsan Kadírov, leiðtoga Tsétséna, í tign innan rúss- neska hersins. Er hann nú þriggja stjörnu hershöfð- ingi. Stöðuhækk- unin kemur í kjöl- far harðra ummæla Kadírovs, sem um helgina gagnrýndi rússneska hershöfðingja fyrir að hafa misst úkraínsku borgina Líman úr greip- um sér og kallaði eftir beitingu kjarnavopna gegn Úkraínu. Kadírov lýsti því yfir á mánudag að synir hans þrír á táningsaldri myndu ferðast til Úkraínu til þess að berjast í fremstu víglínu. Áður hefur hann sent frá sér myndskeið sem eiga að sýna hann nærri víg- vellinum. Annað hefur þó komið í ljós við nánari skoðun og hann jafn- vel reynst víðs fjarri átakasvæðum. RÚSSLAND Hækkaður í tign eftir harða gagnrýni Ramsan Kadírov Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í gær að hann byggist við því að ástandið í þeim héruðum Úkraínu sem hann innlimaði í Rússland um síðustu helgi myndi verða „stöð- ugra,“ en gagnsóknir Úkraínuhers í héruðunum hafa náð miklum árangri í vikunni. Pútín staðfesti formlega með undirskrift sinni í gær lög frá dúmunni, þar sem innlimun hérað- anna var samþykkt. Pútín lýsti því einnig yfir í gær að Rússar myndu nú taka yfirráðin yfir kjarnorkuverinu í Saporisja-héraði, en Rafael Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinn- ar, hélt í gær til Kænugarðs til að ræða stöðu kjarnorkuversins. Sagði Grossi á Twitter-síðu sinni að ástandið væri alvarlegt og að það væri mikilvægara en nokkru sinni fyrr að koma á fót vopnlausu svæði í kringum verið. Gagnsókn Úkraínumanna í gær skilaði einkum árangri í Lúhansk- héraði, og sagði Serhí Haídaí, hér- aðstjóri Lúhansk, að frelsun héraðs- ins væri nú hafin, en Rússar náðu nær algjöru valdi á héraðinu í júlí- mánuði. Aukin svartsýni meðal Rússa Velgengni Úkraínumanna í Ker- son-héraði og víðar hefur haft nokk- ur áhrif á það hvernig rússneskir heimildarmenn greina frá átökunum á samfélagsmiðlum, en þeir hafa ver- ið helsta upplýsingatæki Rússa heima fyrir, þar sem rússnesk stjórnvöld hafa lítið viljað greina frá gangi stríðsins. Þannig sagði blaðamaðurinn Alex- ander Kots, sem styður innrásina, frá því á Telegram-síðu sinni, að ekki væri að vænta „neinna góðra frétta í náinni framtíð,“ hvorki frá víglínunni í Kerson né frá Lúhansk. Rúmlega 640.000 manns fylgjast með Kots á Telegram. Þá sagði Andrei Kartapolov, for- maður varnarmálanefndar dúmunn- ar, í gær að yfirmenn hersins yrðu að segja sannleikann um það sem væri að gerast í Úkraínu eftir ósigrana. „Við þurfum að hætta að ljúga,“ sagði hann í viðtali við rússneskan ríkisfjölmiðil. „Skýrslur varnarmála- ráðuneytisins breytast ekki. Fólkið veit. Fólkið okkar er ekki heimskt. Þetta getur leitt til þess að trúverð- ugleikinn glatist,“ sagði Kartapolov. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns, sagði hins vegar í gær að Rússar myndu ná aftur þeim landsvæðum sem Úkraínuher hefði tekið, og hét því að þau myndu tilheyra „Rúss- landi að eilífu og verður ekki skilað“. Áttundu aðgerðir ESB Ríki Evrópusambandsins sam- þykktu í gær að herða enn á refsiað- gerðum sínum gegn Rússum í ljósi innlimunar þeirra á fjórum héruðum Úkraínu. Engar upplýsingar var hins vegar að fá um eðli hinna nýju aðgerða, en vitað var að Ungverjar höfðu hreyft mótbárum við hertum aðgerðum. Talið er að aðgerðirnar muni meðal annars fela í sér verðþak á olíukaup frá Rússlandi. Aðgerðirnar verða þær áttundu sem aðildarríkin samþykkja gegn Rússlandi í kjölfar innrásarinnar, en gert er ráð fyrir að þær verði birtar og taki gildi í dag, fimmtudag, ef engar frekari athugasemdir berast. Innlimunin „staðfest“ formlega - Rússar taka sér öll völd yfir kjarnorkuverinu í Saporisja - Frelsun Lúhansk sögð formlega hafin - Peskov heitir því að Rússar muni endurheimta landsvæðið - Nýjar refsiaðgerðir tilkynntar í dag AFP Gagnsókn Ónýtir rússneskir bryn- drekar sjást hér í safnbing í nágrenni Líman sem var frelsuð fyrir helgi. Frans páfi þeysti um Sankti Péturs- torg í Vatíkaninu í gær og blessaði þá sem þar voru saman komnir fyr- ir vikulegt ávarp trúarleiðtogans. Páfinn beindi orðum sínum til Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í messu á sunnudag og kallaði eftir því að hann stöðvaði stríðið. Þá bað hann forseta Úkraínu, Volodimír Selenskí, um að vera opinn fyrir viðræðum. Þá hvatti hann einnig alþjóða- samfélagið til þess að gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að binda enda á stríðið, án þess þó að láta draga sig inn í hættulegar að- stæður. Var þetta í fyrsta sinn sem páfinn beinir orðum sínum til Pútíns opin- berlega frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar. Æðsti leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar dregur enn að sér fjölda fólks Páfinn veitir blessun sína viðstöddum AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.