Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.10.2022, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Street 720 20.796 kr. / 25.995 kr. St. 36-47 Street 720 20.796 kr. / 25.995 kr. St. 36-47 KRINGLUKAST 20% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM *GILDIR FRÁ 6.-10. OKTÓBER Street 720 19.996 kr. / 24.995 kr. St. 36-41 Street 720 19.996 kr. / 24.995 kr. St. 36-47 KRINGLAN Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir stjórnar nýjum morgunþætti á K100 alla laug- ardagsmorgna ásamt Yngva Eysteinssyni en hún segist ótrúlega spennt fyrir þessu nýja verkefni. Þau Yngvi verða með sinn þriðja þátt af Helgarútgáfunni næstkomandi laugardag á milli 9-12. Gaman að vera hinum megin við borðið „Það var kominn tími til að gera eitthvað að- eins öðruvísi en ég er búin að vera að gera,“ segir Regína í samtali við Morgunblaðið en hún segist lengi hafa spáð í því hvort hún ætti að stíga inn í heim ljósvakamiðla. „Ég hef alltaf haft gaman af fjölmiðlum, hvort sem það er útvarp eða sjónvarp. Það hef- ur einhvern veginn aldrei komið upp og ég sóttist ekkert endilega eftir því. Svo bara kom símtal í sumar þar sem ég var beðin um að leysa af í morgunþættinum í viku. Það var ótrúlega skemmtilegt og ég er komin hingað núna,“ segir söngkonan sem nýtur þess að fá að vera hinum megin við borðið. „Mér finnst það svo gaman, ég er náttúr- lega búin að fara í milljón útvarpsviðtöl og alls konar sjónvarp og svoleiðis en ég hef aldrei stýrt neinu,“ segir Regína sem nýtur sín vel í útvarpinu. „Númer eitt, tvö og þrjú er að ef eitthvað er áreynslulaust er það gott. Mér finnst það, ég er ekkert búin að vera stressuð, bara spennt. Það held ég að sé málið, ef maður er ekkert að þvinga neitt fram þá er það eitthvað sem manni líður vel með,“ segir hún glaðlega. Regína og Yngvi smullu strax saman í þættinum og hafa skemmt sér vel síð- ustu helgar ásamt hlustendum. „Við eigum náttúrlega sjó- mennskuna sameiginlega,“ segir Regína glettnislega og vísaði þar í starf Yngva úti á sjó, en hann er menntaður skipstjórnarmaður, og sitt eigið starf í skemmtanaiðnaðinum eða „show- businessnum“. Vill fá hlustendur með „Hugmyndin er að hafa gaman af þessu. Ef við höfum ekki gaman af þá hef- ur enginn gaman af þessu,“ segir Regína sem vill heyra í hlustendum í þættinum. „Mér finnst gaman að fá fólkið með,“ segir Regína sem sjálf nýtur þess að taka þátt í því sem er í gangi í útvarpinu, þrátt fyrir að hún hringi sjaldnast sjálf inn. „Maður er alltaf með þó maður sé í bílnum,“ segir hún en þau Yngvi munu fá til sín skemmtilega viðmælendur og spjalla við þá á léttu nótunum. „Ég er búin að segja skemmtilegt örugglega svona tíu sinnum,“ segir Regína og hlær en hún bendir á að það sé það sem þau Yngvi leggi upp með – að fara skemmtilegri leiðina heim og hækka í gleðinni. Það er aldrei lognmolla hjá Regínu sem er einnig skólastjóri í Söngskóla Maríu Bjarkar og stýrir sunnudagaskóla og foreldramorgn- um í Lindakirkju. „Svo er ég skemmtikraftur, veislu- stjóri, söngkona, tónlistarkona. Það er bara alls konar. Það vantar ekki hjá mér,“ segir Regína hlæjandi og bætti við að svo væri hún auðvitað þriggja barna móðir, með hund, kött, eiginmann og einbýlishús. Það er því nóg um að vera hjá Regínu sem hlakkar mikið til ævintýra helg- arinnar. Yngvi Eysteins tekur undir með Regínu og segir að það sé ótrúlega gaman að vakna með hlustendum á laugardagsmorgnum. „Ég hef nú alltaf verið B-týpan sem hef sofið fram eftir á laug- ardögum en ég hef gert þetta núna í rúmt ár og ég elska þetta,“ segir Yngvi sem er spenntur fyrir því að vinna áfram með Regínu. „Hún er frábær. Ég þekkti Regínu ekki áður en við byrjuðum að vinna saman en við erum búin að vinna saman í svolítinn tíma núna og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ segir Yngvi. Fylgstu með Helgarútgáfunni alla laugardagsmorgna á K100. Tími til að gera eitthvað nýtt Tónlistarkonan Regína stígur sín fyrstu skref í útvarpi í Helgarútgáfunni á K100 sem hún stjórnar nú ásamt Yngva Eysteins. Hún hlakkar til kom- andi tíma og elskar að prófa að vera „hinum megin við borðið“ í fyrsta sinn. Spennandi „Það var kominn tími til að gera eitthvað aðeins öðruvísi en ég er búin að vera að gera,“ segir Regína sem stýrir nú sínum fyrsta útvarpsþætti á K100. Hress Regína og Yngvi vakna með hlustendum á laugardags- morgnum. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Söngkonan Valdís Valbjörnsdóttir, eða VALD- IS, hefur sendi frá sér fallegt og angurvært lag, lagið Story for you á dögunum. Lagið fjallar um að sakna gömlu daganna, þegar maður var ungur og áhyggjulaus. „Ég held að margir geti tengt við lagið þar sem margt getur breyst þegar maður eldist og þá saknar maður ef til vill gamalla tíma,“ segir Valdís, sem er 22 ára og kynnti lagið hjá Heiðari Austmann á K100. Valdís byrjaði að æfa söng þegar hún var níu ára gömul en hún lærði meðal annars hjá Regínu Ósk söngkonu. Þegar ég var að læra hjá Regínu keyrðu mamma og pabbi mig frá Sauðárkróki í söng- tíma í Reykjavík aðra hverja viku. Síðan þegar ég byrjaði í framhaldsskóla hóf ég söngnám hjá Þórhildi Örvars og keyrði til hennar til Ak- ureyrar vikulega. Eftir framhaldsskóla fór ég í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan með diplómu í söng. Það hefur því alltaf verið ætlunin að gefa út mína eigin tónlist,“ segir Valdís sem vinnur nú í ýmsu tónlistartengdu en von er á ýmsu frá tónlistarkonunni ungu á næstunni. „Ég hef verið að vinna með fjölbreyttum hópi af tónlistarfólki og hlakka til að gefa út meira efni. Svo er jólatónleikaundirbúning- urinn hafinn þannig að það er nóg að gera. Ég elska jólin og finnst jólatónleikar mjög skemmtilegt verkefni,“ segir Valdís sem ætlar að syngja á jólatónleikunum Jólin heima í Mið- garði í Skagafirði 10. desember. Hægt er að hlusta á lagið Story for you og fleiri lög Valdísar á öllum helstu streymis- veitum þar sem hún gengur undir listamanns- nafninu VALDIS. Fallegt Story for you fjallar um gömlu tímana þegar maður var ungur og áhyggjulaus. Auðvelt að sakna gömlu daganna VALDIS hefur gefið út lagið Story for you sem hún telur að margir geti tengt við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.