Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 39

Morgunblaðið - 06.10.2022, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 ✝ Gígja Jóhanns- dóttir fæddist 15. nóvember 1932 á Akureyri. Hún lést 19. september 2022 á LSH við Hringbraut. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hann Friðgeir Steinsson, tré- smíðameistari á Ak- ureyri, f. á Ytri-Kálfsskinni á Árskógs- strönd 4. nóvember 1892, d. 18. júlí 1973, og Sigríður Guðbjörg Jóhannsdóttir, f. á Siglunesi 19. nóvember 1894, d. 19. febrúar 1962. Systur Gígju voru: Jóhanna, f. 22.10. 1922, d. 5.7. 2010, hús- móðir í Reykjavík, Soffía, f. 21.1. 1925, d. 26.6. 2018, húsmóðir og verslunarmaður á Akureyri, Að- albjörg, f. 23.5. 1927, d. 24.12. 2007, húsmóðir og hár- greiðslumeistari í Ósló, Sigríður Jóhanna, f. 11.11. 1929, d. 23.6. 2021, húsmóðir, hjúkrunarfor- stjóri og skólastjóri í Reykjavík, Marsibil Baldvina, f. 6.5. 1931, húsmóðir í Kópavogi. Gígja giftist 25. júlí 1959 Valdimari Ólafssyni, f. 18. októ- þjóð. 2) Viðar Snær, f. 6. apríl 1997 í Reykjavík. 3) Gígja Björk, f. 17. apríl 2007 í Reykjavík. Gígja ólst upp á ástríku heim- ili á Akureyri þar sem hún lauk hefðbundinni skólagöngu og grunnskólaprófi, hún lauk prófi frá Tónlistarskólanum á Ak- ureyri 1950 og Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1954, hún sótti tíma hjá Ruth Hermanns á Ak- ureyri og í Reykjavík 1948-1955 og prófessor Ernst Morávek í Vín 1955-1957, var við náms- og starfsþjálfun í Orkney Springs, Virginíu í Bandaríkjunum 1969. Hún starfaði sem fiðluleikari í SÍ 1951-1974; fiðlukennari við Tón- listarskólann á Akureyri 1957- 1959, Tónlistarskóla Keflavíkur 1963-1964; Tónlistarskóla Kópa- vogs 1964-1965 og Tónmennta- skóla Reykjavíkur (Barnamús- íkskólann) 1963-2010 og fiðlukennari og deildarstjóri við Tónlistarskólann í Reykjavík 1972-2003. Félags- og trún- aðarstörf: Formaður vinnuhóps menntamálaráðuneytisins og tónlistarskólanna er vann að gerð námskrár í fiðluleik 1982- 1983. Gígja gaf út tvær kennslu- bækur; Fyrstu fiðlugripin og lög- in, I. og II. hefti útg. 1988. Eftir að hún lét af störfum vegna ald- urs hjá tónlistarskólunum hélt hún áfram einkakennslu heima í nokkur ár. Útför Gígju fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 6. október 2022, klukkan 13. ber 1933 í Reykja- vík, löggiltur end- urskoðandi í Reykjavík, hann lést í Reykjavík 16. september 2021. Foreldrar hans voru Ólafur Sig- urjón Dagfinnsson, verkamaður í Reykjavík, f. 21. september 1900 í Reykjavík, d. 24. febrúar 1975 í Reykjavík, og Þórlaug Valdimarsdóttir, hús- freyja í Reykjavík, f. 24. júní 1903 á Sóleyjarbakka, Hruna- mannahreppi í Árnessýslu, d. 9. mars 1972 í Reykjavík. Sonur Gígju og Valdimars er Jóhann Friðgeir, óperusöngvari og löggiltur fasteignasali í Reykjavík, f. 12. desember 1967 í Reykjavík, eiginkona hans er Íris Björk Viðarsdóttir, skrif- stofustjóri í Reykjavík, f. 8. des- ember 1968 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Valdimar Viktor, viðskiptafræðingur í Svíþjóð, f. 6. júlí 1987 í Reykjavík, maki hans er Ragnhildur Hauksdóttir, læknir í Svíþjóð, f. 31. október 1990 í Reykjavík. Barn þeirra er Þóra Björk, f. 14.2. 2022 í Sví- Elsku, elsku mamma mín, nú ertu farin í burtu frá okkur, kom- in til pabba sem hefur beðið eftir þinni komu í eitt ár. Þið voru svo samrýnd að ég veit að loksins er- uð þið saman á ný. Ég veit líka að þú varst umvafin englum alla tíð sem nú hafa tekið þig til sín í sitt himnaríki ásamt öllum öðrum sem á undan hafa farið. Það er margs að minnast og söknuður minn er mikill, elsku mamma mín. Þú kenndir mér endalaust af lífsins siðum og gildum, sem ég hef varðveitt og reynt að fara eftir í lífsins ólgusjó, er hafa reynst mér vel. Mamma var góður mann- þekkjari, sem ég er nokkuð viss um að ég hef erft frá henni að einhverju leyti. Hún hafði gaman af fólki og sagði oft við mig þegar ég var að hneykslast á einhverj- um og við ræddum saman: „Hvernig heldur þú að heimur- inn væri ef við værum öll eins og þú?“ Í uppeldi mínu lagði hún mikla áherslu á þá getu að kunna að setja sig í spor annarra, sem er góð regla sem mamma tileink- aði sér í hvívetna, notaði hana mikið bæði í kennslu og hinu daglega lífi. Hún var alltaf að miðla til annarra og var því kenn- arastarfið alveg einstaklega góð- ur starfsvettvangur fyrir hana. Ofarlega var í huga hennar og mikið talaði hún um árin sem hún varði við fiðlunámið í Vín í Aust- urríki, en þar þurfti hún að velta hverri krónu fyrir sér til að ná endum saman, en henni fannst alveg ómögulegt hvernig nútíma- fólk nýtti ekki betur heimsins veigar, en vissulega var það allt rétt hjá henni. Við þrjú ferðuðumst mjög mikið á mínum yngri árum og á ég endalausar minningar sem munu ylja mér í hjarta um ókomna tíð. Endalausar skoðun- arferðir í kirkjur og söfn, en mik- ið gekk oft á í þessum ferðum og man ég sem lítill polli að mamma sat frammi í sem aðstoðarbíl- stjóri við hlið pabba, sem keyrði vagninn, og leiðbeindi honum með stóra landakortabók í fang- inu. Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar þau villtust í Mílanó á Ítalíu á miðjum degi og fundu ekki leið út úr borginni fyrr en um kvöldið. Mamma var sterkur karakter með stórt hjarta og vildi alltaf allt fyrir alla gera. Mikið var um veisluhöld á heimilinu og var hún mjög dugleg við að láta mig hjálpa til frá unga aldri við það sem gera þurfti, en þegar hlut- irnir voru ekki alveg að ganga upp og mikið gekk á þá sagði hún oft og kallaði upp yfir sig: „Jör- undur og Sófeníus“ í stað þess að blóta. Eftir að pabba fór að hraka í sínum veikindum fyrir um tíu ár- um nýtti hún alla sína orku í umönnun hans á þeirra heimili, það var alveg einstakt að fylgjast með, sérstaklega undir lokin, hvernig hún náði að burðast með hann í öllu sem þau gerðu, því ekki var hún sjálf burðug að sjá, svo sterkur var viljinn hennar. Þau voru einstaklega samrýnd alla ævi og áttu að baki sextíu og tveggja ára farsælt hjónaband. Sólargeislar hennar voru barnabörnin og barnabarnabarn- ið er fæddist fyrr á þessu ári sem hún var svo lánsöm að kynnast. Elsku mamma, hvíldu í friði, ég kem til þín seinna. Þinn sonur, Jóhann Friðgeir. „Er ekki gaman saman!“ sagði Gígja ætíð á mannamótum, stórum sem smáum, hóf upp glas sitt og skálaði. Þessi orð koma fyrst upp, þegar ég læt hugann reika í gegnum tíðina og sam- veruna með elsku tengdamömmu, en þau eru mjög lýsandi fyrir hana. Hún var einstaklega já- kvæð og lífsglöð, elskaði að taka á móti fólki og slá upp dýrindis veislum þar sem mikið var lagt í undirbúning og vandað til verka. Fallega uppdúkuð borð, sem búið var að dekka daginn áður með sparistellum og öllu tilheyrandi, svignuðu undan kræsingum sem hún eldaði eftir kúnstarinnar reglum. Þá skipti ekki máli hvort einungis væri von á okkur, litlu fjölskyldunni, systrum, mágkon- um eða öðrum. Í dag kveð ég elsku hjartans tengdamóður mína í hinsta sinn. Ég var einungis 16 ára þegar ég kynntist henni fyrst og man ég þann dag eins gerst hefði í gær. Falleg, geislandi af innri fegurð og kærleika umfaðmaði hún mig fljótt sem sína eigin dóttur. Því er ekki ofsögum sagt að Gígja hafi verið kennari af guðs náð. Að vera fiðlukennari var ekki einungis hennar starf heldur lífið sjálft. Hún brann fyrir því að kenna og koma þekkingu sinni áfram. Hún elskaði nemendur sína sem og sín eigin börn, gaf tíma sinn af alúð og nákvæmni. Það var alveg sérstakt að fylgjast með því hvað nemendur hennar héldu áfram góðu og innilegu sambandi við hana þótt vaxin væru úr grasi og orðin fullnuma fiðluleikarar á framabraut. Þau voru dugleg að hafa samband og leyfa henni að fylgjast með því sem þau væru að gera. Ég get ekki annað en brosað yfir minn- ingunni um jólin hjá okkur, en á aðfangadagskvöld átti Gígja alltaf flesta pakkana undir trénu og við vorum langt fram yfir miðnætti að bíða eftir að hún kláraði að opna alla pakkana sem hún fékk senda héðan og þaðan úr heim- inum frá fyrrverandi nemendum, svo ekki sé talað um öll jólakortin og kveðjurnar, sem tók tímann sinn að lesa. Það er fallegt að nafnið Gígja þýðir strengjahljóðfæri, en Gígja spilaði með Sinfóníuhljómsveit Íslands í yfir 20 ár, ásamt því að kenna í mörgum tónlistarskólum, þ.á m. Tónmennta- og Tónlistar- skóla Reykjavíkur þar sem hún stjórnaði einnig skólahljómsveit- unum. Það var alveg sérstakt, seinna á lífsleiðinni, þegar ég sat við hlið hennar á ótal mörgum tónleikum og/eða viðburðum, að hún átti erfitt með að sitja án þess að hreyfa hendurnar og stjórna músíkinni úr sínu sæti, sem varð til þess að oft gleymdi ég mér og fylgdist meira með henni en því sem var í gangi á sviðinu sjálfu. Hún var einstaklega barngóð og gaf sig ávallt að börnum alls staðar þar sem við komum. Þau hændust að henni á móti sem og barnabörnin þrjú, hún elskaði þau út af lífinu og nýtti einnig hvert tækifæri til að kenna þeim eitthvað nýtt og þegar þau sneru heim úr pössun eða heimsókn frá ömmu voru þau alltaf búin að bæta við þekkingu sína að ein- hverju leyti. Hún er nú komin í faðm elsku Valda síns sem lést einungis fyrir ári. Þau voru sem eitt. Hinsta kveðja til þín elsku Gígja, eins og þú varst vön að kveðja okkur: Takk fyrir að vera til. Minning þín lifir í hjarta okkar. Þín Íris Björk. Mig langar til þess að minnast Gígju Jóhannsdóttur í örfáum orðum. Gígja var fyrsti kennarinn minn fyrir utan móður mína sem ég var svo heppin að fá að læra hjá þegar ég var fimm ára gömul í Barnamúsíkskólanum sem heitir nú Tónmenntaskóli Reykjavíkur. Eldri systir mín Sigurlaug var byrjuð hjá henni og ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk líka að læra á fiðlu. Ég var svo hrifin af henni strax í fyrsta tímanum þegar hún sagði mér að strjúka boganum blíðlega yfir strengina eins og ég væri að strjúka kisu. Hún var svo skemmtileg, með geislandi per- sónuleika og fallegt bros og tindr- andi og skarpt augnaráð, svo ekki sé minnst á dillandi hláturinn. Hún náði svo vel til ungra barna þótt hún væri líka stundum ströng. Svo fannst okkur svo snið- ugt að hún héti Gígja sem er ann- að orð yfir fiðlu. Hún kenndi okkur flestum af eldri kynslóð fiðluleikara á Ís- landi því að hún kenndi einnig kennslufræði í Tónlistarskólan- um í Reykjavík og útskrifaði fjöl- marga fiðlukennara og þar á með- al mömmu sem var ekki minna hrifin af henni en ég. Hún var mjög hvetjandi en notaði líka sál- fræði á okkur og við kepptumst við að læra skemmtilegu lögin í Doflein fyrir hana svo að við gæt- um líka farið að spila litlu fiðlu- konsertana Reading og Viotti. Hún var frumkvöðull í fiðlu- kennslu á Íslandi og flestir af hennar nemendum urðu atvinnu- menn í tónlist og af eldri kynslóð fiðluleikara í Sinfóníuhljómsveit Íslands geta margir þakkað henni handleiðsluna. Námsefni hennar var stórkostlegt, Gígja var stofn- un og áður en Suzuki-námsefnið tók að ryðja sér til rúms hér á landi var að finna Gígju sem hafði farið sem ung kona til Þýskalands til náms. Ég er henni svo þakklát fyrir að hafa smitað mig unga af fiðlu- ástinni og síðast þegar ég hitti hana baksviðs eftir „Unga ein- leikara“-tónleikana okkar í Hörpu þar sem hún var vafalaust að hlusta á fyrrverandi nemanda þá tók hún mig í fangið og ruggaði mér fram og til baka eins og hún gerði þegar ég var lítil. Ég kveð hana með þakklæti og votta fjöl- skyldu hennar samúð mína. Eftir gjöfult ævistarf sitt bið ég engl- ana að spila fyrir hana. Megi hún hvíla í friði. Sigrún Eðvaldsdóttir. Fyrstu skrefin í hljóðfæra- námi ungs tónlistarfólks eru mik- ilvæg og geta skipt sköpum varð- andi framtíð þess í tónlistinni. Það var svo sannarlega gæfuspor fyrir mig að Gígja Jóhannsdóttir kom inn í líf mitt þegar ég hóf hjá henni nám í fiðluleik ung að aldri við Tónmenntaskóla Reykjavíkur haustið 1977. Á þessum tíma hafði Gígja þegar aflað sér töluverðrar reynslu á sviði fiðlukennslu og var hún full af eldmóði og áhuga en það einkenndi einmitt hennar kennsluhætti enda er afrakstur hennar á því sviði ómetanlegur þar sem fjöldinn allur af nemend- um hennar lagði tónlistina fyrir sig. Ég geymi margar góðar minn- ingar frá fiðlutímum mínum í súðarherberginu á efri hæðinni í Tónmenntaskólanum. Jólatón- leikar nemenda Gígju voru alltaf hátíðlegir þar sem foreldrar og systkini nemenda hennar voru samankomin og Valdimar lét sig aldrei vanta. Vortónleikarnir í Austurbæjarbíói voru ávallt mik- ið tilhlökkunarefni og hljómsveit- unum okkar stjórnaði Gígja af röggsemi og gleði. Það fór alltaf einstaklega vel á með okkur Gígju, hún var kát, hlý og hvetjandi, það var alltaf stutt í dillandi hláturinn. Fiðlan var henni kær og þar tengdumst við Gígja órjúfanleg- um böndum, fyrir það er ég henni ávallt þakklát. Ég votta Jóhanni Friðgeiri og fjölskyldu innilega samúð mína. Sif Margrét Tulinius. Þegar ég var tíu ára gömul flutti ég úr sveitinni á mölina og Gígja varð fiðlukennari minn í Barnamúsíkskólanum. Þar opn- aðist upp fyrir mér nýr heimur, fiðlutímar tvisvar í viku, tónfræði, kór og hljómsveit og fullt af krökkum sem höfðu áhuga á tón- list. Gígja var í sérflokki. Hún byrjaði tímana á að heilsa mér með handabandi og horfa bros- andi í augu mér með hlýju og virðingu eins og væri ég fullorð- inn einstaklingur. Þannig endaði hún líka tímana. Þessi skýri rammi utan um námið vissi á góða framvindu. Hún hafði einlægan áhuga á kennslunni, var hress og hlý, stóð með manni og það var ekki hægt annað en að æfa sig vel fyrir Gígju. Þegar ég flutti um miðjan vetur til Afríku skipulagði Gígja kveðjutónleika fyrir mig. Við héldum góðu sambandi og þegar ég kom heim aftur fór ég aftur til Gígju og þá í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi innritaðist ég í fiðlukennaradeild og þar var Gígja aðalkennarinn. Þá sá ég sem fullorðin hvað hún var skipu- lögð og vandvirk í að miðla fræð- unum. Litli bróðir minn, Sibbi, hóf seinna fiðlunám hjá henni og bæði erum við starfandi hljóð- færaleikarar og -kennarar í dag. Gígja hafði áhrif! Fyrir stuttu heimsótti ég hana og hrósaði henni fyrir alla þá mörgu fiðlu- leikara sem hún hafði komið til manns. Þá brosti hún sínu fallega brosi og sagði á sinn glaðhlakka- lega hátt: „Mér fannst þetta bara svo svakalega gaman!“ Þar er komin skýringin á góðum kenn- ara og góðum vini. Með þakklæti í hjarta sendi ég fjölskyldu Gígju hugheilar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Gígju. Svava Bernharðsdóttir. Gígja Jóhannsdóttir - Fleiri minningargreinar um Gígju Jóhannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort fæst á nyra.is eða í síma 561 9244 Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI JÓNSSON fv. flugstjóri, lést á bráðamóttöku Landspítalans, Fossvogi, þriðjudaginn 27. september. Útför hans verður auglýst síðar. Guðrún Lára Bergsveinsdóttir Bergsveinn Þór Gylfason Steinunn Steingrímsdóttir Elín Gylfadóttir Haraldur Karlsson Lára Fanney Gylfadóttir Ragnar Árni Ragnarsson barnabörn og barnabarnabarn Útför elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR M. INGIMARSDÓTTUR, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12. október klukkan 13. Hún lést á Torrevieja á Spáni 30. maí. Bálför fór fram þar í landi. Jarðsett verður í Kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ingimar Friðrik Jóhannsson Kristín Hraundal Pálína Ósk Hraundal Ísak Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku ástkæra mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, EYGLÓ HALLGRÍMSDÓTTIR lést 28. september á dvalarheimilinu Ísafold. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju, fimmtudaginn 13. október klukkan 13. Örn Karlsson Benedikt Karlsson Sóley Karlsdóttir Per Brosstad Laufey Karlsdóttir Guðmundur G. Sigurbergsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.