Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Nýlega kvaddi þennan heim sómakonan Eygló frá Ásakoti. Allan sinn aldur bjó hún á sínu æskuheimili, starfaði þar að búi með foreldrum og síðan félagsbúi með bróður sínum, Ragnari, eftir að faðir þeirra lést. Skólaganga var að hætti sveitabarna þeirrar tíðar og síðan gekk hún í Hús- mæðraskólann í Reykjavík. Eygló er einn síðasti fulltrúi gömlu heim- ilanna í Tunguhverfinu, a.m.k. þeirra sem þar bjuggu alla sína tíð. Hún upplifði, má segja, tíma allra breytinga í búnaðarháttum þjóðarinnar. Ólst upp í torfbæ með gömlu amboðin í höndum og einnig á tíma hestaverkfæra, þar til vélvæðingin hafði að fullu tekið við og húsakostur allur steyptur upp. Frá barnæsku snerist líf heimasætunnar í Ásakoti um hesta og raunar kindur líka. Eygló var ein þeirra vinkvenna sem riðu norður til Hóla á landsmót 1966, þ.e. án karlmanna, og þótti í frá- sögur færandi í þá tíð. Helstu áhyggjur karlpenings í Biskups- tungum voru þær, að þessar kon- Eygló Jóhannesdóttir ✝ Eygló Jóhann- esdóttir fædd- ist 23.4. 1932. Hún lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 25.9. 2022. Foreldrar henn- ar voru Margrét Halldórsdóttir og Jóhannes Jónsson sem bjuggu að Ása- koti í Biskups- tungum. Systkini hennar voru, Ragnheiður Þór- laug, húsmóðir í Reykjavík, f. 29.10. 1924, d. 7.4. 2004 og Ragnar Bragi, bóndi í Ásakoti, f. 30.9. 1926, d. 14.8. 2020. Eygló var ógift og barnlaus. Útförin fer fram frá Bræðra- tungukirkju í dag, 6. október 2022, kl. 14. ur yrðu bjargarlaus- ar ef skeifa tapaðist undan hesti. Þessar konur komust allar norður og heim aftur án aðstoðar. Fjöl- margar ferðir á hest- um fór hún síðar með vinafólki úr heimasveit, bæði um Suðurland og vestur í Borgarfjörð. Alla tíð hafði hún gaman af að rifja upp þær ferðir. Á henn- ar ungdómsárum voru kindur og stóðhross rekin í afrétt og þá auð- vitað farið á hestum. Þær ferðir voru henni alla tíð ofarlega í huga og gaman þótti henni fram á síð- ustu stundu að minnast þeirra tíma. En á síðustu mánuðum var jafnvel farið að fyrnast um það sem nýrra var í tilverunni. Fram á síðasta dag mátti ná til hennar með því að minnast á gamla granna úr Tunguhverfinu sem voru henni alla tíð kærir. Nokkrar fjallferðir fór Eygló á Kjöl, en þó ekki fyrr en á áttunda áratugnum, þegar hún var komin um fimm- tugt. Enda þótti það ekki vogandi fyrir konur að vera heila viku á fjöllum og smala kindum lengi framan af öldum á Íslandi. Eygló var dýravinur, hændi að sér bæði hunda, ketti, hesta og kindur. Hún hafði gaman af börnum og náði vel til þeirra. Ég kom sem vinnumað- ur í Ásakot á fimmtánda ári og var frá fyrsta degi að kalla má heim- ilismaður á þeim bæ og raunar alla tíð síðan. Þar kynntist ég, Vest- firðingurinn, alveg nýju landslagi og búskaparháttum, með þeim af- leiðingum að ég staðfesti mitt ráð á Suðurlandi. Við Eygló vorum alla tíð góðir vinir og áttum enda sömu áhugamál sem við gátum rætt fram á hennar síðasta dag. Við Hallveig þökkum góðri konu samfylgd og hlýju í garð okkar, sem og okkar barna. Magnús Halldórsson. ✝ Bragi Ingason fæddist á Drangsnesi 30. janúar 1933. Hann lést á Landakots- spítala 18. sept- ember 2022. Bragi var sonur hjónanna Guð- rúnar Guðlaugs- dóttur frá Kletti í Geiradal í Austur- Barðastrand- arsýslu, f. 23. mars 1904, d. 17. febrúar 1971 og Inga Guð- monssonar frá Kolbeinsvík í Strandasýslu, f. 18. maí 1902, d. 21. október 1992. Bragi var næstelstur 5 systkina, elstur er Pétur og yngri eru Guðlaugur og syst- irin Sigurlína, sem er látin, og Viðar yngstur sem lést aðeins nokkurra vikna gamall. Árið 1958 kvæntist Bragi Erlu Óskarsdóttur frá Siglu- firði, en þau kynntust um borð í Gullfossi 1953 á leið til Kaupmannahafnar, þegar þau voru á leið þangað til náms. Bragi og Erla eignuðust fjögur börn: Anney Ósk, synir hennar eru Óskar og Pétur. Óskar er kvæntur Yvonne Della Sio og eiga þau dæt- urnar Avery Erlu og Sóleyju Reginu. Ingi Rúnar, í sambúð með hann störf á Hellerup Club Hotel. Árið 1958 hóf hann störf á Naustinu og frá 1960 var hann yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Klúbbnum. Hann starfaði á Hótel Sögu sem yfirmatreiðslumeistari frá 1965 til 1974, þegar hann hóf störf sem matreiðslu- meistari á Landakotsspítala, og vann þar í 14 ár áður en hann lauk starfsferlinum á Hótel Esju árið 2000, er hann lét af störfum eftir ríflega 50 ára starfsferil. Bragi tók þátt í félags- störfum innan fagsins og sat í stjórn Félags matreiðslu- manna um árabil og var m.a. formaður FM 1960. Sem fulltrúi FM sat hann í Iðnráði 1959 til 1966 og sat í ýmsum nefndum, m.a. sveinsprófs- nefnd og launasamninga- nefnd. Hann var einn af 12 stofn- endum Klúbbs matreiðslu- meistara árið 1972 og sat í stjórn um árabil. Hann var fulltrúi KM á fundum og ráð- stefnum NKF eða Nordisk Kökkenchef Federation og ár- ið 1995 veitti NKF honum orðu sambandsins, Cordon Rouge. Hann var heiðursfélagi Klúbbs matreiðslumeistara frá 1987. Útför Braga verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 6. október 2022, klukkan 15. Kolbrúnu Jóns- dóttur, dóttir hans er Freyja, í sam- búð með Sigurjóni Bjarna Bjarnasyni. Bragi Freyr, kvæntur Lindu Stefánsdóttur, synir þeirra eru Ingi Freyr og Ágúst Freyr. Ingi Freyr er kvæntur Tinnu Lind Lauf- dal Guðlaugsdóttur, dóttir þeirra er Viktoría Lind. Ívar, kvæntur Aldísi Haf- steinsdóttur, börn þeirra eru Garibaldi, Rúrik Lárus og Ást- rós Rut (Sigurðardóttir), sem er í sambúð með Davíð Erni Hjartarsyni, börn þeirra eru Elmar Óðinn (Davíðsson), Emma Rut (Bjarkadóttir), Eið- ur Ben og Erik Ben. Bragi ólst upp á Fiskinesi við Steingrímsfjörð til 7 ára aldurs, en þá fluttist fjöl- skyldan á Akranes. Bragi sótti alla tíð mikið á sjóinn og árið 1951 réð hann sig sem matsvein á MS Kötlu og var í siglingum til 1953, en þá fór hann til náms til Kaup- mannahafnar. Hann lærði til matreiðslumanns hjá Fred- riksberg Selskabslokaler og lauk sveinsprófi 1957 með hæstu einkunn. Í kjölfarið hóf Elsku pabbi, það verður bið á því að við ræðum draumfarir síðustu nátta. Við vorum eig- inlega búin að endurskrifa draumráðningabókina sem þú geymir í náttborðsskúffunni. Manstu, þegar við keyptum hana á bókamarkaðinum? Vid vorum líka sammála um að hún væri alls ekki tæmandi og jafnvel þó nokkrar villur í henni. Við verðum líka að hinkra aðeins með Orðaruglið, þú skildir eftir nýjustu bókina. Það er svo skrítið að hugsa til allra minninganna sem ég á um þig, okkur saman, vitandi að ekki er hægt að búa til fleiri minningar með þér. „Það er best þú leiðir mig, þrepin eru svo há“. Svo röltum við niður af fjórðu hæð, ég man enn hvað mér fannst höndin hans pabba stór. „Suss, hafið þögn, það eru að koma veðurfréttir“. Ég kunni ekki að meta kyrrðarstundina meðan veðurfréttir voru lesnar fyrr en löngu seinna. Þá sátum við pabbi saman í litla bláa eld- húsinu í Klettakoti, sötruðum brennandi heitt kaffi, hlustuð- um á veðurfréttir og horfðum út um gluggann þar sem drengirnir mínir voru að leik. „Jæja nú dönsum við sam- an“. Svo stóð hann upp í þess- um fína smóking, hnarreistur og hneigði sig stuttlega fyrir framan mig. Við vorum á árshátíð, á Borginni. Ég var pínu montin þegar hann leiddi mig út á dansgólfið. Mér fannst þetta svo flott. Seinna bauðstu mér í enn fínna samkvæmi með mektarfólki landsins, „nei hér er ekki dansað“ svo glotti hann og dró stólinn frá borðinu og bauð mér sæti. „Anney mín, þú veist þú get- ur alltaf leitað til mín ef eitt- hvað bjátar á“. Svo tók hann höndina mína og lagði milli sinna lófa, og andaði þungt, þar sem við stóðum við gluggann og horfðum út í haustsólina. „Kemur ekki til greina“ sagði hann hávær og reiður … og ég rauk út í fússi. „Láttu ekki svona við mig“ þegar hann sá fýlusvipinn á mér. Svo settumst við niður við Orðarugl, hann var oft fljótari en ég. Svo var vandasamt þeg- ar við vorum að hjálpa hvort öðru og gefa vísbendingar en ekki mátti segja of mikið, það var eiginlega jafn skemmtilegt. „Viltu ekki fara heim að hvíla þig?“ Nei, pabbi minn, mér líður betur hérna, við get- um svo vel þagað saman inn í nóttina og svo kreisti hann höndina mína örstutt. Hjarta mitt er fullt af sorg og trega, táraflóðið óstöðvandi. Þetta er svo sárt, stóllinn þinn við skrifborðið er tómur. “Ef þú átt föður, farðu þá varlega með hann, vegna þess að þú munt kynnast þjáningu og sársauka þegar þú sérð tóma stólinn hans,“ Frida Kahlo sagði þetta, ég er henni sammála. Elsku pabbi, við hittumst seinna. Þín dóttir Anney Ósk. Elsku afi. Mínar fyrstu minningar um okkur saman eru þegar ég var bara lítill. Við bjuggum hjá þér og ömmu, þú sóttir mig oft á leikskólann og hafðir mikinn áhuga á því hvað ég hafði verið að gera yfir daginn. Við áttum langt samtal alla leiðina heim um það sem mér þótti kannski ekki mikið merkilegt, bara að leika á leikskólanum. Oft fór ég með þér í bíltúr niður á höfn eða út á flugvöll, skoða alla bátana og flugvélarnar og það átti svo sinn þátt í því hvaða starfsvettvang ég valdi mér seinna meir. Það eru yndislegar minning- ar sem ég á frá öllum sumr- unum okkar norður í Kletta- koti. Skemmtilegast þótti mér að fá að fara með þér út á bát að veiða, alltaf vissir þú hvar fiskurinn var. Það er líka sterk minningin þegar ég þurfti að hjálpa þér að taka netið inn eitt kvöldið, til að bjarga því frá stormi. Ég stóð í fjöru- grjótinu og fannst öldurnar ganga yfir mig meðan ég hélt í bandið og slakaði þegar þú kallaðir. Okkur tókst þetta og mér fannst þetta vera mikið af- rek og var stoltur að geta hjálpað. Ferðirnar urðu fleiri með árunum og alltaf var góð- ur matur, nýveiddur silungur eða íslenska kjötsúpan þín. Ég lærði líka mikið af þér í mat- argerð, sérstaklega þegar þú og amma komuð út til okkar í heimsókn og um jólin er við elduðum jólamatinn saman. Við áttum enn okkar góða samband nú seinni árin þó að ég byggi langt í burtu. Við átt- um alltaf gott spjall í síma og í hvert skipti sem ég var heima, um vinnuna mína og annað. Enn hafðir þú áhuga á því hvernig gengi og hvað væri að gerast hjá mér. Það mun taka á að geta ekki lengur sent þér bréf frá öllum borgunum þar sem ég stoppa, það var yfirleitt það fyrsta sem ég gerði þegar ég var kominn inn á hótel, að setjast niður og skrifa til þín. Það gleður mitt hjarta að stelpurnar mínar fengu tíma til að kynnast þér og munu eiga góðar minningar með langafa. Það var alltaf yndislegt að koma í Hlégerðið til ykkar ömmu og vera hjá ykkur. Þessar minningar og svo margar aðrar mun ég geyma í hjartanu. Ég mun segja stelpunum mínum sögur af langafa og öll- um hans ævintýrum. Við elskum þig, afi, og sökn- um sárt. Óskar, Yvonne, Avery Erla og Sóley Regina. Góður vinur og félagi, Bragi Ingason, hefur kvatt þessa jarðvist, 89 ára að aldri. Kynni mín af Braga hófust á náms- árum mínum í matreiðslu er ég var að hluta til í námu mínu á Hótel Sögu þar sem Bragi var yfirmatreiðslumaður. Þetta var á árunum 1966-67. Áður en ég fór á Sögu var mér sagt að yf- irmatreiðslumaðurinn væri strangur og hefði mikinn aga á nemum sínum þannig að það var með nokkrum kvíða en um leið tilhlökkun að fá að vera á Hótel Sögu, sem þá var einn helsti veislustaður landsins og státaði af Grillinu á efstu hæð hótelsins sem var gríðarlega vinsælt á þessum árum. Ég fann aldrei fyrir því að Bragi væri strangur, aðeins það að hann vildi að nemar hans stund- uðu sína vinnu samviskusam- lega, mættu stundvíslega og væru reglusamir. Það var nú allt og sumt. En kynni okkar Braga hófust af alvöru þegar ég gekk í Klúbb matreiðslumeistara en Bragi var einn af stofnendum hans ár- ið 1972. Þarna hófst í raun okk- ar góða vinátta sem hélst allt til síðasta dags. Við sóttum oft ásamt félögum klúbbsins þing Norðurlandasamtaka mat- reiðslumeistara sem haldin eru annað hvert ár á milli landanna og var Bragi þar oftast í far- arbroddi. Hann hafði mikinn áhuga á þessu samstarfi Norð- urlandanna og vildi vita hvað hinar þjóðirnar væru að gera og líka segja frá okkar starfsemi. Bragi var víðsýnn og hafði sterkar skoðanir á ýmsum mál- um og var geysilega fróður um allt milli himins og jarðar. Þótt 15 ár væru á milli okkar Braga í aldri lágu skoðanir okkar yf- irleitt saman, hvorugur mikið tæknivæddur, vildum oft halda í það gamla en skildum að það yrði að verða framþróum á ýmsum sviðum og ekki síst í okkar fagi. Í samtölum okkar talaði hann oft um yfirborðs- kennd og sýndarmennsku nú- tímans sem ekkert væri á bak við og stæðist enga skoðun. Bragi var mjög minnugur á fortíðina, var skipulagður í sín- um störfum, átti til dæmis alla matseðla handskrifaða frá tíma sínum til sjós, Hótel Sögu og veitingastaðnum Klúbbnum og hvað margir voru í mat hverju sinni. Þótt líkamlegt ástand Braga væri ekki upp á það besta hin síðari ár þá brást ekki minnið og þörf á að ræða málin og áttum við margar ánægju- stundir saman sem ég er þakk- látur fyrir. Ég náði að heim- sækja Braga daginn fyrir andlátið og átti með honum góða stund þar sem ég skynjaði að lokastundin væri komin. Ég vil votta þér, elsku Erla mín, mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Bragi minn, takk fyrir allt sem þú gafst mér. Hvíl í friði minn kæri vin- ur. Lárus Loftsson. Bragi Ingason HINSTA KVEÐJA Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Við kveðjum þig með söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur. Hvíl í friði, elskulegur. Ívar, Aldís, Ástrós Rut, Garibaldi og Rúrik Lárus. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR VALDIMARSDÓTTUR, Næfurholti 1, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 11. september. Þór Gunnarsson Anna Margrét Þórsdóttir Ólafur Gauti Hilmarsson Þórdís Þórsdóttir Jóhann G. Jóhannsson Davíð Arnar Þórsson Ingibjörg Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURGEIRS KJARTANSSONAR læknis Aðalsteinn Sigurgeirsson Steinunn Geirsdóttir Elín Sigurgeirsdóttir Þorsteinn Gunnlaugsson barnabörn og barnabarnabörn HELGI INGI SIGURÐSSON lést 13. september. Samkvæmt ósk hins látna fór útförin fram í kyrrþey. Aðstandendur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR Þ. KOLBEINS, Boðaþingi 10, sem lést föstudaginn 2. september. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Roðasala og Landspítalans B-2 fyrir alla aðstoð og aðhlynningu. Gunnar Ágústsson Ásgrímur I. Friðriksson Patti Fridriksson María Þórunn Friðriksdóttir Þórdís D. Gunnarsdóttir Jóhann S. Guðmundsson Berglind Gunnarsdóttir Eggert S. Kaldalóns Jónsson barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.