Morgunblaðið - 06.10.2022, Síða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Besta deild karla
Efri hluti:
Víkingur R. – Valur .................................. 3:2
Staðan:
Breiðablik 23 17 3 3 58:23 54
Víkingur R. 23 13 7 3 61:34 46
KA 23 14 4 5 46:26 46
Valur 23 9 5 9 40:35 32
KR 23 7 10 6 37:35 31
Stjarnan 23 8 7 8 40:45 31
Neðri hluti:
ÍBV – FH .................................................. 2:1
Staðan:
Keflavík 23 9 4 10 42:42 31
Fram 23 6 10 7 47:53 28
ÍBV 23 5 8 10 35:45 23
Leiknir R. 23 5 5 13 23:52 20
FH 23 4 7 12 28:37 19
ÍA 23 3 6 14 26:56 15
Meistaradeild karla
E-RIÐILL:
Salzburg – Dinamo Zagreb ..................... 1:0
Chelsea – AC Milan.................................. 3:0
Staðan:
Salzburg 3 1 2 0 3:2 5
Chelsea 3 1 1 1 4:2 4
AC Milan 3 1 1 1 4:5 4
Dinamo Zagreb 3 1 0 2 2:4 3
F-RIÐILL:
RB Leipzig – Celtic .................................. 3:1
Real Madrid – Shakhtar Donetsk........... 2:1
Staðan:
Real Madrid 3 3 0 0 7:1 9
Shakhtar Donetsk 3 1 1 1 6:4 4
RB Leipzig 3 1 0 2 4:7 3
Celtic 3 0 1 2 2:7 1
G-RIÐILL:
Manchester City – Köbenhavn .............. 5:0
- Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Köbenhavn og Hákon Arnar Haralds-
son kom inn á eftir 55 mínútur en Orri
Steinn Óskarsson var ekki í hópnum.
Sevilla – Dortmund .................................. 1:4
Staðan:
Manchester City 3 3 0 0 11:1 9
Dortmund 3 2 0 1 8:3 6
Sevilla 3 0 1 2 1:8 1
København 3 0 1 2 0:8 1
H-RIÐILL:
Benfica – París SG.................................... 1:1
Juventus – Maccabi Haifa ....................... 3:1
Staðan:
París SG 3 2 1 0 6:3 7
Benfica 3 2 1 0 5:2 7
Juventus 3 1 0 2 5:5 3
Maccabi Haifa 3 0 0 3 2:8 0
England
B-deild:
Burnley – Stoke ....................................... 1:1
- Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á
hjá Burnley á 72. mínútu.
Hull – Wigan ............................................. 2:1
Middlesbrough – Birmingham................ 1:0
Rotherham – Millwall .............................. 1:1
Watford – Swansea .................................. 1:2
Preston – WBA......................................... 1:0
Staða efstu liða:
Sheffield Utd 12 7 3 2 20:7 24
Norwich 12 7 3 2 18:10 24
Reading 12 7 1 4 14:16 22
QPR 12 6 3 3 17:12 21
Burnley 12 4 7 1 19:12 19
Ítalía
Bikarkeppni C-deildar:
LR Vicenza – Virtus Verona .................. 2:1
- Emil Hallfreðsson kom inn á hjá Virtus
Verona á 77. mínútu.
4.$--3795.$
Subway-deild kvenna
Fjölnir – Njarðvík ................................ 84:95
Grindavík – Breiðablik......................... 65:77
Keflavík – Haukar ............................. (50:46)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld.
Staðan fyrir leik Keflavíkur og Hauka:
Keflavík 2 2 0 183:130 4
Haukar 2 2 0 181:115 4
Njarðvík 3 2 1 244:240 4
Valur 2 1 1 146:123 2
Grindavík 3 1 2 213:229 2
Breiðablik 3 1 2 181:237 2
Fjölnir 3 1 2 217:232 2
ÍR 2 0 2 103:162 0
1. deild kvenna
Snæfell – Þór Ak................................... 63:57
Aþena/Leiknir/UMFK – KR............... 75:82
Staðan:
KR 3 3 0 235:192 6
Snæfell 3 2 1 225:176 4
Stjarnan 2 2 0 171:142 4
Þór Ak. 3 2 1 194:173 4
Ármann 2 1 1 136:129 2
Hamar-Þór 3 1 2 213:192 2
Tindastóll 3 1 2 213:178 2
Aþ/Lei/UMFK 2 0 2 156:179 0
Breiðablik B 3 0 3 110:292 0
Meistaradeild FIBA
Tenerife – Rytas Vilnius..................... 89:74
- Elvar Már Friðriksson skoraði 5 stig og
tók eitt frákast á 14 mínútum með Rytas.
Ítalía
Libertas Moncalieri – Faenza ............ 88:85
- Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 14 stig
og tók 4 fráköst á 29 mínútum með Faenza.
4"5'*2)0-#
Englandsmeistarar Manchester
City voru alltof stór biti fyrir
dönsku meistarana í Köbenhavn á
Etihad-leikvanginum í Manchester
í gærkvöld þegar liðin mættust þar
í Meistaradeildinni.
City sigraði 5:0 eftir 3:0 í hálfleik
þar sem Erling Haaland var búinn
að skora tvö mörk eftir 32 mínútur
en lét svo þar við sitja. Riyad
Mahrez og Julian Álvarez skoruðu
einnig fyrir City og eitt markanna
var sjálfsmark.
Ísak Bergmann Jóhannesson var
þar í annað sinn í byrjunarliði Köb-
enhavn í fyrstu þremur umferðum
keppninnar og Hákon Arnar Har-
aldsson kom inn á sem varamaður
og hefur því einnig tekið þátt í öll-
um þremur leikjum danska liðsins.
Chelsea tók loksins við sér eftir
að hafa fengið eitt stig úr tveimur
fyrstu leikjunum og vann AC Milan
3:0 á Stamford Bridge. Wesley Fof-
ana, Pierre-Emerick Aubameyang
og Reece James skoruðu mörkin.
Fimm marka tap
Köbenhavn í Manchester
AFP/Lindsey Parnaby
City Julian Álvarez skorar fimmta markið gegn Köbenhavn.
ÍBV – FH 2:1
1:0 Telmo Castanheira 8.
1:1 Ólafur Guðmundsson 33.
2:1 Eiður Aron Sigurbjörnsson 56.
M
Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Telmo Castanheira (ÍBV)
Atli Hrafn Andrason (ÍBV)
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Ólafur Guðmundsson (FH)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 6.
Áhorfendur: 168.
VÍKINGUR R. – VALUR 3:2
0:1 Jesper Juelsgård 29.
0:2 Birkir Heimisson 45.
1:2 Danijel Dejan Djuric 70.
2:2 Nikolaj Hansen 84.
3:2 Danijel Dejan Djuric 86.
MM
Danijel Dejan Duric (Víkingi)
M
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Ari Sigurpálsson (Víkingi)
Frederik Schram (Val)
Jesper Juelsgård (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Aron Jóhannsson (Val)
Birkir Heimisson (Val)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8.
Áhorfendur: Um 500.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ævintýralegur endasprettur Vík-
inga sem færði þeim sigur á Val, 3:2,
kom í veg fyrir að Breiðablik fengi
færi á að tryggja sér Íslandsmeist-
aratitil karla í fótbolta á sunnudag.
Um leið tryggu þeir KA sæti í
Evrópukeppni í fyrsta sinn í 33 ár.
Ekkert benti til annars þegar
Arnar Gunnlaugsson gerði fjórfalda
skiptingu hjá Víkingum um miðjan
síðari hálfleik þegar Valur var með
2:0 forystu í Fossvoginum.
Varamenn Víkinga gjörbreyttu
leiknum, Danijel Dejan Djuric skor-
aði tvö mörk og Nikolaj Hansen eitt
og þeir Arnór Borg Guðjohnsen og
Viktor Örlygur Andrason lögðu upp
sitt markið hvor.
_ Víkingar eru því aftur í öðru
sætinu, með betri markatölu en KA,
og á ný átta stigum á eftir Blikum
þegar fjórum umferðum er ólokið.
_ Víkingar hafa þar með ekki tap-
að í 17 leikjum í röð í deildinni, síðan
þeir töpuðu fyrir Breiðabliki 16. maí,
og hafa auk þess unnið fjóra bikar-
leiki á sama tíma. Víkingar mæta
Stjörnunni á mánudagskvöldið en
áður eigast KA og Breiðablik við á
Akureyri á sunnudeginum.
Eyjamenn stigu stórt skref í átt
að áframhaldandi veru í deildinni
með því að leggja FH-inga 2:1 á Há-
steinsvelli í gær. Um leið þyngdist
róður FH-inga enn frekar því þeir
sitja áfram í fallsæti deildarinnar,
einu stigi á eftir Leiknismönnum,
sem einmitt koma í heimsókn í
Kaplakrika á sunnudaginn kemur.
Eins og staðan er núna stefnir í að
það verði algjör lykilleikur í fallbar-
áttunni og mestar líkur á að annað
hvort liðanna falli niður í 1. deild
ásamt Skagamönnum.
ÍBV hafði aðeins unnið einn af síð-
ustu fimm leikjum sínum og sogast
nær og nær hættusvæðinu. Nú er
staða Eyjamanna allt önnur, þeir
eru fjórum stigum frá fallsæti og
eiga aftur heimaleik á sunnudag
gegn Keflavík.
_ Eiður Aron Sigurbjörnsson fyr-
irliði ÍBV skoraði sigurmarkið í
leiknum. Hann hefur skorað þrjú
mörk í deildinni í ár, öll í sigur-
leikjum og tvö þeirra gegn FH á Há-
steinsvelli.
Ótrúlegur
endasprettur
hjá Víkingum
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Skoruðu Telmo Castanheira og Eiður Aron Sigurbjörnsson gerðu mörk
ÍBV og fagna hér sigurmarki Eiðs gegn FH ásamt Alex Frey Hilmarssyni.
- Varamennirnir skoruðu þrjú mörk í
3:2 sigri á Val - KA í Evrópukeppni
Valur vann glæsilegan 27:22-
heimasigur á ríkjandi Íslands-
meisturum Fram í 3. umferð Olís
deildar kvenna í handbolta í gær-
kvöldi. Um sannkallaðan stórleik
var að ræða á milli Íslandsmeist-
ara síðustu tveggja ára og liða
sem er spáð afar góðu gengi í
vetur.
Leikurinn var kaflaskiptur, en
Valskonur voru með 15:12-
forskot í hálfleik. Fram byrjaði
seinni hálfleikinn betur og komst
í 20:18 en Valskonur voru magn-
aðar á lokakaflanum og unnu að
lokum nokkuð sannfærandi sigur.
Thea Imani Sturludóttir gerði
sex mörk fyrir Val og Sara Sif
Helgadóttir átti stórleik í mark-
inu og varði 15 skot. Madeleine
Lindholm, Steinunn Björnsdóttir
og Perla Ruth Albertsdóttir voru
með fimm mörk hver fyrir Fram,
sem er aðeins með tvö stig eftir
þrjá leiki.
Stjörnukonur líta vel út
Stjarnan er með fullt hús stiga
eftir afar sannfærandi 29:18-sigur
á KA/Þór í Garðabænum. Lena
Margrét Valdimarsdóttir skoraði
átta mörk fyrir Stjörnuliðið og
þær Anna Karen Hansdóttir og
Britney Cots gerðu fimm hvor.
Þrátt fyrir að leikmenn á borð
við Helenu Rut Örvarsdóttur og
Evu Björk Davíðsdóttir hafi oft
skorað meira var Stjarnan mun
sterkari aðilinn, sem er mikið
styrkleikamerki. Þá varði hin
svartfellska Darija Zecevic 17
skot í markinu.
Tímabilið gæti orðið erfitt fyrir
KA/Þór, en nánast allt byrjunar-
liðið frá því á síðustu leiktíð er
horfið á braut. Hin brasilíska Nat-
halia Baliana lék sinn fyrsta leik
með liðinu og skoraði fjögur
mörk, eins og Hildur Lilja Jóns-
dóttir. KA/Þór er með tvö stig.
Morgunblaðið / Kristinn Magnússon
Átta Lena Margrét Valdimarsdóttir, sem skoraði átta mörk fyrir Stjörnuna,
sækir að marki KA/Þórs í TM Höllinni í Garðabænum í gærkvöldi.
Valur og Stjarn-
an með fullt hús