Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Olísdeild kvenna
Stjarnan – KA/Þór ............................... 29:18
Valur – Fram ........................................ 27:22
Staðan:
Valur 3 3 0 0 91:62 6
Stjarnan 3 3 0 0 79:60 6
ÍBV 2 1 0 1 50:51 2
Fram 3 1 0 2 81:67 2
Selfoss 2 1 0 1 50:52 2
KA/Þór 3 1 0 2 71:82 2
Haukar 2 0 0 2 47:63 0
HK 2 0 0 2 39:71 0
Meistaradeild karla
A-riðill:
GOG – Veszprém ................................. 30:31
- Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark
fyrir Veszprém.
B-riðill:
Celje Lasko – Nantes .......................... 24:35
- Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með
Nantes vegna meiðsla.
Noregur
Sola – Volda ......................................... 25:18
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði 4
mörk fyrir Volda en Rakel Sara Elvars-
dóttir og Katrín Jensdóttir skoruðu ekki.
Halldór Stefán Haraldsson þjálfar liðið.
Kristiansand – Storhamar ................. 35:30
- Axel Stefánsson þjálfar kvennalið Stor-
hamar.
Haslum – Fjellhammer ....................... 24:31
- Örn Vésteinsson skoraði ekki fyrir
Haslum.
Svíþjóð
Bikarinn, 16-liða úrslit, fyrri leikur:
Kungälv – Skara.................................. 30:31
- Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 4 mörk
fyrir Skara, Ásdís Guðmundsdóttir 1 en Jó-
hanna Sigurðardóttir var ekki með.
Danmörk
Esbjerg – Ringköbing......................... 35:16
- Lovísa Thompson lék ekki með Ringköb-
ing. Elín Jóna Þorsteinsdóttir markvörður
kom ekkert inn á í leiknum.
Þýskaland
Thüringen – Zwickau ......................... 32:24
- Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 3
mörk fyrir Zwickau.
Sviss
Amicitia Zürich – Kreuzlingen.......... 30:24
- Harpa Rut Jónsdóttir skoraði ekki fyrir
Amicitia. Sunna Guðrún Pétursdóttir varði
4 skot í marki liðsins.
E(;R&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Eyjar: ÍBV – Stjarnan .............................. 18
KA-heimilið: KA – ÍR........................... 19.30
Seltjarnarnes: Grótta – FH................. 19.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Subway-deildin:
Þorlákshöfn: Þór Þ. – Breiðablik ........ 18.15
Meistaravellir: KR – Grindavík .......... 19.15
Skógarsel: ÍR – Njarðvík..................... 19.15
Hlíðarendi: Valur – Stjarnan............... 20.15
Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin:
Hlíðarendi: Valur – ÍR .............................. 18
Í KVÖLD!
Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður
Heiðar Höskuldsson hættir þjálfun
karlaliðs Leiknis eftir tímabilið og
gengur í raðir Vals, þar sem hann
verður í þjálfarateymi Arnars Grét-
arssonar hjá karlaliði félagsins.
Fótbolti.net greindi frá þessu í gær-
kvöld. Arnar Grétarsson yfirgaf
KA á dögunum og verður hann að
öllum líkindum næsti þjálfari Vals
og mun Sigurður Heiðar þá vera
honum til halds og trausts. Sig-
urður hefur þjálfað Leikni í þrjú og
hálft tímabil en liðið er í harðri fall-
baráttu í Bestu deildinni.
Sigurður á leið
til Valsmanna
Morgunblaðið/Eggert
Valur Sigurður Heiðar Höskuldsson
hættir hjá Leikni eftir tímabilið.
Pavel Ermolinskij landsliðsmaður í
körfuknattleik tilkynnti í gærmorg-
un að hann hefði ákveðið að leggja
skóna á hilluna. Pavel, sem er 35
ára, var meistaraflokksmaður frá 14
ára aldri hjá Skallagrími og lék síð-
an með ÍR, KR og Val hér á landi og
sem atvinnumaður í Frakklandi, Á
Spáni og í Svíþjóð. Pavel var lykil-
maður í sigursælu liði KR þar sem
hann varð sjö sinnum Íslandsmeist-
ari og bætti við áttunda titlinum með
Val síðasta vetur. Pavel lék 74 lands-
leiki fyrir Íslands hönd og var í lið-
inu sem lék á EM 2015 og 2017.
Áttfaldur meist-
ari er hættur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistari Pavel Ermolinskij þekkir
Íslandsbikarinn betur en flestir.
KÖRFUBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Karlaliði Keflavíkur í körfuknattleik
er spáð góðu gengi á komandi tíma-
bili. Á kynningarfundi Körfuknatt-
leikssambands Íslands, KKÍ, í síð-
ustu viku fyrir úrvalsdeild karla,
Subway-deildina, og 1. deild karla
var liðinu spáð efsta sæti af félögun-
um í Subway-deildinni og öðru sæti
af fjölmiðlum.
„Nýtt tímabil leggst rosalega vel í
Keflvíkinga. Það er gaman að byrja
aftur. Við erum búnir að æfa þokka-
lega vel og okkur líst bara ótrúlega
vel á hópinn og hvernig við erum að
púsla þessu saman,“ sagði Hjalti Þór
Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, í
samtali við Morgunblaðið um tíma-
bilið sem framundan er.
„Nýju strákarnir passa mjög vel
inn. Svo erum við með hóp sem er
búinn að vera saman nánast í þrjú ár
þannig að við þekkjumst vel. Hóp-
urinn er fljótur að grípa það sem ég
legg upp með og leikmennirnir eru
mjög fljótir að bregðast við, sem er
mjög jákvætt,“ bætti hann við.
Reiknaði með jákvæðri spá
Aðspurður sagði Hjalti Þór það
ekki hafa komið sér á óvart að Kefla-
vík hafi verið spáð góðu gengi á
tímabilinu enda séu slíkar spár í
samræmi við vonir og væntingar
Keflvíkinga.
„Ég persónulega reiknaði með
því. Ég og liðið mitt, við ætlum að
gera vel í vetur og við sækjumst eft-
ir öllum bikurum. Við ætlum að
vinna alla leiki sem við förum í en
svo kemur í ljós hvort að það gangi
upp.
Eins og ég benti á erum við með
hóp sem hefur verið lengi saman.
Svo höfum við bætt við okkur Igor
[Maric], Kana [Eric Ayala, lands-
liðsmanni Púertó Ríkó] og Óla [Ólafi
Inga Styrmissyni],“ sagði hann.
Allir þrír eru gjaldgengir fyrir
fyrsta leik liðsins í deildinni annað
kvöld.
Þá kemur Tindastóll í heimsókn
til Keflavíkur í öðrum af tveimur
stórleikjum 1. umferðar. Deildin fer
af stað í kvöld með fjórum leikjum,
þar á meðal stórleik Íslandsmeistara
Vals og bikarmeistara Stjörnunnar
sem mættust einmitt í hörkuleik í
Meistarakeppni KKÍ á sunnudags-
kvöldið.
Meiri breidd í hópnum
„Svo snýr náttúrlega David
Okeke aftur, þannig séð, og hann lít-
ur bara ágætlega út. Þannig að við
erum mjög spenntir,“ hélt Hjalti Þór
áfram.
Ítalinn Okeke meiddist illa á hásin
á fyrri hluta síðasta tímabils eftir að
hafa leikið frábærlega fyrir Keflavík
fram að því og endurkoma hans því
sannarlega vatn á myllu liðsins.
Hjalti Þór sagði það í raun hafa
komið sér á óvart hversu mikinn
styrk og dýpt sé að finna innan í
leikmannahópsins.
„Við erum með miklu meiri
breidd. Við erum búnir að ná í leik-
menn og í rauninni kom það mér
persónulega á óvart hversu góða
breidd við höfum sýnt í þessum
leikjum sem við höfum spilað á und-
irbúningstímabilinu.
Margir leikmenn sem voru svona
á radarnum, að spila einhverjar mín-
útur, þeir eru búnir að bæta helling í
og þeir leikmenn sem komu inn eru
eiginlega betri en ég þorði að vona.“
Ekkert rosalega langt frá bikar
Á síðasta tímabili hafnaði Keflavík
í 5. sæti í deildinni, féll úr keppni í
oddaleik gegn Tindastóli í 8-liða úr-
slitum úrslitakeppninnar og féll
naumlega úr leik í undanúrslitum
bikarkeppninnar gegn tilvonandi
bikarmeisturum Stjörnunnar.
Hann sagði síðasta tímabil hafa
verið vonbrigði að því leyti að liðinu
hafi ekki tekist ætlunarverk sitt,
sem var að vinna til bikars.
„Já að því leyti, við náttúrlega
náðum ekki í bikara en við vorum
ekkert rosalega langt frá því. Við
vorum ekkert langt frá því að vinna
Stjörnuna í undanúrslitum í bik-
arnum og fórum í oddaleik á móti
Tindastóli í úrslitakeppninni.
Við áttum að vinna, fannst mér,
þriðja leikinn þar þegar við fórum í
framlengingu og vorum klaufar að
tapa því.
Við vorum því í rauninni ekkert
rosalega langt frá því að fara þangað
sem við vildum en jú, það voru vissu-
lega vonbrigði að ná ekki í bikar. Við
ætlum okkur að ná því í vetur,“
sagði Hjalti Þór við Morgunblaðið.
Munum sækjast eftir
öllum bikurum í vetur
- Keflavík spáð góðu gengi - Sterkur leikmannahópurinn verið lengi saman
Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson
Toppslagur Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með baráttu Dominykas Milka
og Javon Bess í leik Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppninni í vor.
Íslandsmeistarar Njarðvíkur höfðu
betur gegn deildarmeisturum
Fjölnis í Subway-deild kvenna í
körfubolta í Grafarvoginum í gær-
kvöldi, 95:84.
Njarðvík var með forskotið nán-
ast allan leikinn og var sigurinn
verðskuldaður. Eins og oft áður
voru erlendir leikmenn liðsins í
aðalhlutverkum, því Aliyah Collier
skoraði 27 stig, Lavina Silva gerði
19 og Raquel Laniero skoraði 15.
Taylor Jones var stigahæst hjá
Fjölni með 30 stig. Deildarmeist-
ararnir eru aðeins með einn sigur í
fyrstu þremur umferðunum.
Breiðablik vann sinn fyrsta sigur
í deildinni á leiktíðinni er liðið sótti
Grindavík heim og fagnaði 77:65-
sigri. Grindavík var með tveggja
stiga forskot í hálfleik en Breiða-
blik var sterkari aðilinn í seinni
hálfleik. Sanja Orazovic fór á kost-
um fyrir Breiðablik, skoraði 32 stig
og tók 10 fráköst. Danielle Ro-
dríguez skoraði 16 fyrir Grindavík.
Leik Keflavíkur og Hauka var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun en
umfjöllun um hann má nálgast á
mbl.is/sport/korfubolti.
Morgunblaðið / Kristinn Magnússon
Meistarar Raquel Laniero hjá Íslandsmeisturum Njarðvíkur og Taylor Jon-
es, leikmaður deildarmeistara Fjölnis, eigast við í Dalhúsum í Grafarvogi.
Njarðvík sterkari
í meistaraslag
Í kvöld kemst á
hreint hvort ís-
lenska kvenna-
landsliðið í knatt-
spyrnu fer til
Portúgals eða
Belgíu til að spila
úrslitaleikinn um
sæti á HM 2023
næsta þriðjudag.
Viðureign Portú-
gals og Belgíu
hefst í klukkan 17 í Vizela í norður-
hluta Portúgal.
Íslenska liðið dvelur við æfingar í
Algarve á suðurströnd Portúgals og
mun á sunnudaginn fljúga á leikstað,
annað hvort til Pace de Ferreira í
norðurhluta landsins, þar sem leikur
gegn Portúgal færi fram, eða þá til
Belgíu.
Þorsteinn Halldórsson landsliðs-
þjálfari sagði við KSÍ TV í gær að
Davíð Snorri Jónasson þjálfari 21-
árs landsliðs karla yrði á leiknum í
Vizela í kvöld. „Hann kemur beint
yfir til okkar og leikgreinir leikinn
og við förum svo yfir það á föstu-
dagskvöld með leikmönnum,“ sagði
Þorsteinn.
Mótherji Ís-
lands kemur
í ljós í kvöld
Þorsteinn
Halldórsson