Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ Indie wire UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD. SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMASÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ Telegraph Þ ann 3. júní árið 1991 gaus eldfjallið Mount Unzen í suðurhluta Japans með þeim afleiðingum að 43 létu lífið, þeirra á meðal eldfjalla- fræðingarnir og frönsku hjónin Maurice og Katia Krafft sem voru fræg fyrir ástríðu sína eða þrá- hyggju fyrir rannsóknum á eld- fjöllum. Í tvo áratugi ferðuðust þau og eltu uppi virk eldfjöll víðast hvar um heim, þ.á m. á Íslandi. Því nær sem þau komust eldgosinu, því for- vitnari urðu þau. Þetta varð að lok- um banvæn ástríða. Þau stóðu rétt hjá glampandi hraunfljótum, við skúrir af glóandi steinum og tóku það allt upp og skildu eftir sig óaðfinnanlegar ljósmyndir og mynd- bönd á 16 mm filmu. Þetta efni öðl- ast nú nýtt líf í heimildarmyndinni Ástareldur eftir leikstjórann Söru Dosa. Það væri eflaust sanngjarnara að skrá þau sem meðleikstjóra, enda eru það þau sem fönguðu þessar grípandi myndir. Á þessu ári urðu tvö eldgos á Íslandi, Fagradalsfjallseldar og síð- ar opnaðist sprunga við Meradali. Flestir Íslendingar gengu upp að öðru hvoru gosinu. Ekki eru allir svo heppnir að fá að verða vitni að raun- verulegu eldgosi. Það er því vel hægt að ímynda sér að fallegar myndir og myndbönd af lifandi eld- gosi, eins og í heimildarmyndinni Ástareldur, heilli erlenda áhorf- endur. Þær hafa hins vegar ef til vill ekki eins mikið aðdráttarafl á eld- fjallaeyjunni Íslandi. Við Íslend- ingar lærum fljótt að þekkja skuggahliðar náttúrunnar og sjáum því ekki einungis fegurðina í hraun- fljótinu. Við vitum hversu hættuleg náttúran er ef við förum ekki var- lega. Það er því erfitt að horfa á Maurice skaðbrenna sig þegar hann stígur ofan í íslenskan hver. Fífl- dirfska, myndu einhverjir segja, en líklega vissu engir meira um eldgos og hættuna sem stafaði af þeim en Katia og Maurice. Í tilfelli hjónanna var hættan hins vegar hluti af aðdráttaraflinu, jafnvel rómantík- inni á milli þeirra. Sögumaðurinn, Miranda July, upplýsir áhorfendur snemma um andlát hjónanna og þessar upplýsingar lita alla mynd- ina. Áhorfendur fylgjast agndofa með eldgosunum en vita hvað er í vændum. Maurice var jarðfræðingur og Katia jarðefnafræðingur. Maurice lýsir muninum á þessum fræðigrein- um á spaugilegan hátt. Hann segir að jarðfræðingur rói uppblásan- legum kajak út á vatn með brenni- steinssýru en jarðefnafræðingur hafi skynsemina til að vera á strönd- inni til að gera mælingar og safna sýnum. Ástareldur er ekki einungis fræð- andi heldur fá áhorfendur að kynn- ast náið þessum skrautlegu mann- eskjum sem Maurice og Katia voru. Þau eru næstum eins og börn, for- vitin og full af leikgleði, og minna þannig á leikstjórann Agnèsi Varda. Kvikmyndin inniheldur einnig teiknimyndir sem líkjast barnaefni og er þannig í takt við krúttlega per- sónuleika þeirra. Jafnvel heimspeki- leg samtöl þeirra hafa einhvern barnslegan sjarma. Með árunum varð það hins vegar erfiðara fyrir þau að halda í leikgleðina þar sem stjórnvöld neituðu að taka mark á þeirri þekkingu sem þau höfðu aflað sér. Það átti eftir að kosta marga líf- ið. Krafft-hjónin eyddu mestum tíma sínum í að rannsaka hina svokölluðu morðingja, eða gráu eldfjöllin, í von um að uppgötva mynstur sem gæti minnkað hættuna sem fylgdi þeim. Þau hættu lífi sínu til þess og í kvik- myndinni eru færð rök fyrir því að fórn þeirra hafi ekki verið til einskis. Ástareldur er sérkennileg heim- ildarmynd. Í henni birtist mikil fagurfræði og hún verður nánast ljóðræn með klippingunni og róandi rödd Miröndu July. Það er auðvelt að gleyma sér í listrænu kvikmynda- tökunni en heimildarmyndin er í raun samansafn fallegra ljósmynda og myndbanda á filmu eftir hjónin. Sjónrænt er Ástareldur ein falleg- asta heimildarmynd sem rýnir hefur séð. Að því sögðu væri hægt að segja að þau séu ekki síður kvikmynda- gerðarfólk og listamenn en eldfjalla- fræðingar. Eitt atriðið í myndinni sýnir þau t.d. í silfruðum einangr- unargalla með málmhjálma sem teygja sig yfir axlirnar og í bak- grunni sést í glóandi hraunfljót. Það atriði er eins og klippt út úr vísinda- skáldskaparmyndinni Solaris (1972) eftir Andrei Tarkovsky. Ástareldur er dæmi um mynd sem nauðsynlegt er að upplifa í bíósal og eru því listunnendur og eldfjalla- fræðingar hvattir til að fjölmenna á næstu sýningu sem verður á sunnu- daginn kl. 17.45 í Háskólabíói á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Banvæn ástríða Tilkomumikið Hjónin í varnargöllum með fljótandi kvikuna í bakgrunni í heimildarmyndinni Ástareldi. Háskólabíó Fire of Love/Ástareldur bbbbn Leikstjórn: Sara Dosa. Handrit: Sara Dosa, Shane Boris, Erin Casper og Joce- lyne Chaput. Bandaríkin, Kanada, 2022. 93 mín. Sýnd á RIFF. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR Hekla Dögg Jónsdóttir hefur verið valin til samstarfs um haustsýningu á Kjarvalsstöðum á næsta ári en til- kynnt var um valið á opnun yfirlitssýningar Guðjóns Ketils- sonar, Jæja, á Kjarvalsstöðum um síðustu helgi. Hekla er fædd árið 1969 og er hún sjöundi listamaðurinn sem val- inn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvals- stöðum þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi. „Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og við- fangsefnum,“ segir í tilkynningu og að slík stöðutaka eigi sér stað í framsetningu lykilverka frá ólíkum tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og útgáfu sýningarskrár þar sem fjallað er um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Verk Heklu á haustsýningu Hekla Dögg Jónsdóttir Bragi Valdimar Skúlason verður gestur í spjall- tónleikaröð Jóns Ólafssonar, Af fingrum fram, í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20.30. Segir á vef Menningar- félags Kópa- vogs, MeKó, að Bragi sé búinn að vera fastagest- ur í stofum landsmanna um árabil sem einn umsjónarmanna Kapp- máls og Hljómskálans en hafi ekki síður gert gott mót í tónlist- inni og samið ótalmörg lög og texta sem orðin séu landsþekkt, lög á borð við „Gordjöss“ sem Páll Óskar flutti eftirminnilega og hið angurværa „Líttu sérhvert sólarlag“. Bragi gestur Jóns í Af fingrum fram Bragi Valdimar Skúlason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.