Morgunblaðið - 06.10.2022, Page 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Indie wire
UPPLIFÐU STÆRSTU MYND ALLRA TÍMA Í
STÓRKOSTLEGUM 4K MYNDGÆÐUM OG
UPPFÆRÐRI ÞRÍVÍDD.
SÝND Í 3D Í SAMBÍÓUNUM EGILSHÖLL
SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMASÁLFRÆÐITRYLLIR SEM SÍFELLT KEMUR Á ÓVART
EKKI MISSA AF ÞESSARI Í BÍÓ
Telegraph
Þ
ann 3. júní árið 1991 gaus
eldfjallið Mount Unzen í
suðurhluta Japans með
þeim afleiðingum að 43
létu lífið, þeirra á meðal eldfjalla-
fræðingarnir og frönsku hjónin
Maurice og Katia Krafft sem voru
fræg fyrir ástríðu sína eða þrá-
hyggju fyrir rannsóknum á eld-
fjöllum. Í tvo áratugi ferðuðust þau
og eltu uppi virk eldfjöll víðast hvar
um heim, þ.á m. á Íslandi. Því nær
sem þau komust eldgosinu, því for-
vitnari urðu þau. Þetta varð að lok-
um banvæn ástríða. Þau stóðu rétt
hjá glampandi hraunfljótum, við
skúrir af glóandi steinum og tóku
það allt upp og skildu eftir sig
óaðfinnanlegar ljósmyndir og mynd-
bönd á 16 mm filmu. Þetta efni öðl-
ast nú nýtt líf í heimildarmyndinni
Ástareldur eftir leikstjórann Söru
Dosa. Það væri eflaust sanngjarnara
að skrá þau sem meðleikstjóra, enda
eru það þau sem fönguðu þessar
grípandi myndir.
Á þessu ári urðu tvö eldgos á
Íslandi, Fagradalsfjallseldar og síð-
ar opnaðist sprunga við Meradali.
Flestir Íslendingar gengu upp að
öðru hvoru gosinu. Ekki eru allir svo
heppnir að fá að verða vitni að raun-
verulegu eldgosi. Það er því vel
hægt að ímynda sér að fallegar
myndir og myndbönd af lifandi eld-
gosi, eins og í heimildarmyndinni
Ástareldur, heilli erlenda áhorf-
endur. Þær hafa hins vegar ef til vill
ekki eins mikið aðdráttarafl á eld-
fjallaeyjunni Íslandi. Við Íslend-
ingar lærum fljótt að þekkja
skuggahliðar náttúrunnar og sjáum
því ekki einungis fegurðina í hraun-
fljótinu. Við vitum hversu hættuleg
náttúran er ef við förum ekki var-
lega. Það er því erfitt að horfa á
Maurice skaðbrenna sig þegar hann
stígur ofan í íslenskan hver. Fífl-
dirfska, myndu einhverjir segja, en
líklega vissu engir meira um eldgos
og hættuna sem stafaði af þeim en
Katia og Maurice. Í tilfelli hjónanna
var hættan hins vegar hluti af
aðdráttaraflinu, jafnvel rómantík-
inni á milli þeirra. Sögumaðurinn,
Miranda July, upplýsir áhorfendur
snemma um andlát hjónanna og
þessar upplýsingar lita alla mynd-
ina. Áhorfendur fylgjast agndofa
með eldgosunum en vita hvað er í
vændum.
Maurice var jarðfræðingur og
Katia jarðefnafræðingur. Maurice
lýsir muninum á þessum fræðigrein-
um á spaugilegan hátt. Hann segir
að jarðfræðingur rói uppblásan-
legum kajak út á vatn með brenni-
steinssýru en jarðefnafræðingur
hafi skynsemina til að vera á strönd-
inni til að gera mælingar og safna
sýnum.
Ástareldur er ekki einungis fræð-
andi heldur fá áhorfendur að kynn-
ast náið þessum skrautlegu mann-
eskjum sem Maurice og Katia voru.
Þau eru næstum eins og börn, for-
vitin og full af leikgleði, og minna
þannig á leikstjórann Agnèsi Varda.
Kvikmyndin inniheldur einnig
teiknimyndir sem líkjast barnaefni
og er þannig í takt við krúttlega per-
sónuleika þeirra. Jafnvel heimspeki-
leg samtöl þeirra hafa einhvern
barnslegan sjarma. Með árunum
varð það hins vegar erfiðara fyrir
þau að halda í leikgleðina þar sem
stjórnvöld neituðu að taka mark á
þeirri þekkingu sem þau höfðu aflað
sér. Það átti eftir að kosta marga líf-
ið. Krafft-hjónin eyddu mestum tíma
sínum í að rannsaka hina svokölluðu
morðingja, eða gráu eldfjöllin, í von
um að uppgötva mynstur sem gæti
minnkað hættuna sem fylgdi þeim.
Þau hættu lífi sínu til þess og í kvik-
myndinni eru færð rök fyrir því að
fórn þeirra hafi ekki verið til einskis.
Ástareldur er sérkennileg heim-
ildarmynd. Í henni birtist mikil
fagurfræði og hún verður nánast
ljóðræn með klippingunni og róandi
rödd Miröndu July. Það er auðvelt
að gleyma sér í listrænu kvikmynda-
tökunni en heimildarmyndin er í
raun samansafn fallegra ljósmynda
og myndbanda á filmu eftir hjónin.
Sjónrænt er Ástareldur ein falleg-
asta heimildarmynd sem rýnir hefur
séð. Að því sögðu væri hægt að segja
að þau séu ekki síður kvikmynda-
gerðarfólk og listamenn en eldfjalla-
fræðingar. Eitt atriðið í myndinni
sýnir þau t.d. í silfruðum einangr-
unargalla með málmhjálma sem
teygja sig yfir axlirnar og í bak-
grunni sést í glóandi hraunfljót. Það
atriði er eins og klippt út úr vísinda-
skáldskaparmyndinni Solaris (1972)
eftir Andrei Tarkovsky.
Ástareldur er dæmi um mynd sem
nauðsynlegt er að upplifa í bíósal og
eru því listunnendur og eldfjalla-
fræðingar hvattir til að fjölmenna á
næstu sýningu sem verður á sunnu-
daginn kl. 17.45 í Háskólabíói á
Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík, RIFF.
Banvæn ástríða
Tilkomumikið Hjónin í varnargöllum með fljótandi kvikuna í bakgrunni í heimildarmyndinni Ástareldi.
Háskólabíó
Fire of Love/Ástareldur bbbbn
Leikstjórn: Sara Dosa. Handrit: Sara
Dosa, Shane Boris, Erin Casper og Joce-
lyne Chaput. Bandaríkin, Kanada, 2022.
93 mín. Sýnd á RIFF.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Hekla Dögg
Jónsdóttir hefur
verið valin til
samstarfs um
haustsýningu á
Kjarvalsstöðum
á næsta ári en til-
kynnt var um
valið á opnun
yfirlitssýningar
Guðjóns Ketils-
sonar, Jæja, á
Kjarvalsstöðum um síðustu helgi.
Hekla er fædd árið 1969 og er
hún sjöundi listamaðurinn sem val-
inn er til þátttöku í sýningaröð
Listasafns Reykjavíkur á Kjarvals-
stöðum þar sem farið er yfir feril
lykilpersóna í íslensku listalífi.
„Hvert og eitt þeirra er valið með
tilliti til einstaks framlags þeirra og
sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað
viðvíkur miðlum, aðferðum og við-
fangsefnum,“ segir í tilkynningu og
að slík stöðutaka eigi sér stað í
framsetningu lykilverka frá ólíkum
tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og
útgáfu sýningarskrár þar sem
fjallað er um ferilinn í samhengi
listasögunnar og samtímans.
Sýningarstjóri er Markús Þór
Andrésson.
Verk Heklu á
haustsýningu
Hekla Dögg
Jónsdóttir
Bragi Valdimar
Skúlason verður
gestur í spjall-
tónleikaröð Jóns
Ólafssonar, Af
fingrum fram, í
Salnum í Kópa-
vogi í kvöld kl.
20.30. Segir á
vef Menningar-
félags Kópa-
vogs, MeKó, að
Bragi sé búinn að vera fastagest-
ur í stofum landsmanna um árabil
sem einn umsjónarmanna Kapp-
máls og Hljómskálans en hafi
ekki síður gert gott mót í tónlist-
inni og samið ótalmörg lög og
texta sem orðin séu landsþekkt,
lög á borð við „Gordjöss“ sem
Páll Óskar flutti eftirminnilega
og hið angurværa „Líttu sérhvert
sólarlag“.
Bragi gestur Jóns í
Af fingrum fram
Bragi Valdimar
Skúlason