Morgunblaðið - 06.10.2022, Qupperneq 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2022
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Tónlistarhátíðin Extreme Chill
Festival hefst í miðborginni í dag
og stendur yfir til 9. október. Verð-
ur raftónlist í öndvegi en þó víðar
komið við í hinum ýmsu greinum
tónlistar. Hátíðin var fyrst haldin
árið 2009 á Hellissandi af feðgunum
Pan og Óskari
Thorarensen
sem saman skipa
rafsveitina
Stereo Hypnosis
ásamt Þorkeli
Atlasyni tón-
skáldi og hefur
umfang hennar
aukist með ári
hverju.
Að þessu sinni
fara tónleikar fram í Tjarnarbíói,
Húrra, Fríkirkjunni í Reykjavík,
Sirkus, Space Odyssey, Miðgarði
og Húsi Máls og menningar. Tugir
listamanna koma fram, allt frá til-
raunakenndum til klassískra og má
af nokkrum nefna Fennesz,
KMRU, Meitei, Mariu W Horn,
Klöru Lewis, Mixmaster Morris,
Christopher Chaplin, Sóleyju og
Eraldo Bernocchi en dagskrána alla
og upplýsingar um flytjendur má
finna á extremechill.org.
Væn dagskrá í Tjarnarbíói
Blaðamaður sló á þráðinn til
Pans í fyrradag og spurði hvort allt
væri tilbúið fyrir hátíðarhöldin. „Já,
já, þannig séð, maður er náttúrlega
aldrei 100% klár, finnst alltaf þurfa
að gera eitthvað. Það þarf að vera
smá stress í þessu, „extreme“
stress,“ svaraði Pan kíminn.
Hátíðin hefst í kvöld í Tjarnarbíói
með vænni dagskrá þar sem fram
koma Jónas Sen, Rúnar Magnús-
son, Aristokrasía (Úlfur Eldjárn),
Klara Lewis og Sóley Stefánsdóttir
með verkefnið Harmonik. „Það er
rosa „line-up“ á opnunarkvöldinu
og á föstudaginn verðum við á Sirk-
us með prógramm og á Húrra um
kvöldið. Á laugardeginum verðum
við með smá djassstemningu í Mið-
garði á Center Hotel, á móti Lucky
Records,“ nefnir Pan og kl. 18 á
laugardag verður dagskrá í Húsi
Máls og menningar. Þess má geta
að frítt er inn á nokkra tónleika á
hátíðinni, eins og sjá má á vefsíðu
hennar. Ekki má svo gleyma tón-
leikum í Fríkirkjunni í Reykjavík
og Space Odyssey við Skólavörðu-
stíg þar sem goðsögnin Mixmaster
Morris mun troða upp.
Alls konar tilraunir
Tónlistinni á hátíðinni hefur jafn-
an verið lýst sem tilraunakenndri
raftónlist en Pan segir að með
árunum hafi hátíðin þróast frá því
að vera hrein raftónlistarhátíð yfir í
meiri fjölbreytni. „Þetta er bara
alls konar stöff sem fólk er að gera
tilraunir með, Sóley er t.d. með
harmonikkuverkefni,“ segir Pan.
Hann segist sjálfur móta hátíðina
og dagskrána og því þýði lítið að
sækja um að koma fram á henni.
Pan á í góðu samstarfi við sambæri-
legar hátíðir á Norðurlöndunum og
hafa tónlistarmenn farið á milli
þeirra og komið fram. „Þetta er
mjög sniðugt verkefni,“ segir hann
um það samstarf og að samskiptin
séu mikil og góð. Þá hafi mikill
fjöldi verkefna spunnist út frá fyrri
Extreme Chill-hátíðum þar sem
tónlistarmenn komi saman og
kynnist. Slík tengslamyndun sé
dýrmæt.
Pan er spurður að því hvaða tón-
listarmenn erlendir séu hvað þekkt-
astir af þeim sem koma fram á há-
tíðinni í ár og segist hann almennt
reyna að velja tónlistarmenn sem
séu á uppleið en vissulega séu mjög
þekkt nöfn á lista flytjenda. „Til
dæmis Fennesz, ástralski gítarleik-
arinn, hann er algjört legend og
breytti svolítið rafmúsíkinni á sín-
um tíma með gítarpælingunum sín-
um,“ segir Pan. KMRU sé líka einn
af hans uppáhaldstónlistarmönnum
en hann er frá Nairobi í Keníu.
„Hann er rosalega áhugaverður
gæi,“ segir Pan og spáir KMRU
frægð og frama. Pan nefnir einnig
Japanann Meitei sem hann segir
geggjaðan tónlistarmann, hina
sænsku Mariu W Horn og landa
hennar Klöru Lewis. Og þannig
mætti áfram telja. Þá mætir yngsti
sonur Charlie Chaplin, Christoph-
er, sem er tónskáld og tilrauna-
tónlistarmaður og glettilega líkur
föður sínum.
Fólk seint til eftir Covid
Pan er spurður út í aðsókn og
segir hann aðsókn að tónlistar-
hátíðum almennt hafa dregist nokk-
uð saman með og í kjölfar Covid-
faraldursins. „Eftir Covid er bara
eins og fólk sé búið að venjast því
að vera heima,“ segir hann og
blaðamaður nefnir að hann hefði
haldið að það yrði einmitt öfugt, að
fólk myndi streyma á hátíðir þegar
það væri aftur leyfilegt. „Það er það
sem allir héldu en það er eins og
þetta sé að taka lengri tíma en fólk
bjóst við,“ segir Pan. Hann óttast
þó ekki dræma aðsókn að Extreme
Chill, segir að fólk muni mæta en
Íslendingar séu alltaf frekar seinir
til þegar komi að miðakaupum. Pan
segir þetta líklega bara taka lengri
tíma en búist var við, þ.e. að fólk
fari að mæta aftur á hátíðir og tón-
leika. Fólk virðist líka lengi að
ákveða hvort eigi að fara eða ekki.
„Ég ákvað einn daginn að hætta að
stressa mig á hlutum sem maður
getur voða lítið gert í. Ég er búinn
að klára alla vinnu og verð bara að
treysta því að fólk komi,“ segir Pan
hinn rólegasti. Mætingin hafi verið
góð í fyrra og nú megi líka djamma
fram að morgunmat.
Hátíðin er ástríðuverkefni hjá
Pan og segist hann orðinn ríkur af
samböndum. „Á meðan maður finn-
ur fyrir ástríðunni er þetta gaman,“
segir hann að endingu. Miða á
hátíðina, dagsmiða eða hátíðar-
passa, má nálgast í Space Odyssey,
Skólavörðustíg 22b, eða á tix.is.
Á hátíð Joseph Kamaru, sem gengur undir listamannsnafninu KMRU, og Maria W Horn eru meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni Extreme Chill.
bbbb
Pan
Thorarensen
„Á meðan maður finnur fyrir
ástríðunni er þetta gaman“
- Tónlistarhátíðin Extreme Chill hefst í dag - Mikill fjöldi tónlistarmanna, innlendra sem erlendra
Hin árlega A! Gjörningahátíð fer
fram á Akureyri næstu daga og
hefst í kvöld, fimmtudagskvöld, með
tveimur gjörningum. Í Listasafninu
á Akureyri verður Rösk með gjörn-
ing kl. 20 og kl. 21 verður Áki
Sebastian Frostason með gjörning í
Hlöðunni í Litla-Garði.
A! er fjögurra daga alþjóðleg
gjörningahátíð sem er nú haldin í
áttunda sinn og er þetta eina hátíðin
á Íslandi sem snýst einungis um
gjörningalist. Ókeypis er inn á alla
viðburði.
22 alþjóðlegir listamenn taka þátt
að þessu sinni og koma frá Króatíu,
Rússlandi, Bandaríkjunum, Póllandi
og Íslandi. Dómnefnd valdi verk úr
hópi margra ólíkra listamanna og
eru gjörningar af öllum toga á dag-
skránni: myndlist, sviðslist, tónlist
og ritlist. Í tilkynningu segir að þátt-
takendur séu ungir og upprennandi
listamenn, ásamt reyndum og vel
þekktum gjörningalistamönnum.
Að þessu sinni fara gjörningarnir
fram í Listasafninu á Akureyri,
Hlöðunni í Litla-Garði, Deiglunni,
Kaktus, Eyjafjarðarsveit og á Ketil-
kaffi.
Þátttakendur eru meðal annars
Dýrfinna Benita Basalan, Kaktus,
Katrin Hahner, Olya Kroyter,
Rashelle Reyneveld, Tricycle
Trauma, og Örn Alexander
Ámundason.
Á morgun, föstudag, verða við-
burðir í Ketilkaffi og Kaktus kl. 20
og 21. Á laugardag er fyrsti við-
burður kl. 14 í einkasafninu og sá
síðasti kl. 22 í Listasafninu.
Gjörningahátíðin er samvinnu-
verkefni margra menningarstofn-
ana og skóla á Akureyri auk
Kynningarmiðstöðvar íslenskrar
myndlistar.
Gjörningur Frá gjörningi þekktrar listakonu, Olyu Kroyter, sem starfar nú hér á landi.
A! Gjörningahátíðin hefst á Akureyri
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
ELITE stólalínan
3 gerðir: Wiliam, Alex, Charles,
3 möguleikar: Rafdrifinn, manual
eða með skammeli.
3 litir Cognac, dökk brúnt, svart,
albólstraður með anelin leðri.
Komið og
skoðið úrvalið
Hækkanlegur rafdrifinn
tóll með innb. skammel.
vörtu leðri og gráu tauáklæði.Til í s
LIVER Hækkanlegur rafdrifinn hvíldarstóll,
2 mótorar, með innb. skammel.
Til í svörtu leðri og gráu tauáklæði.
Konukvöld á Strandgötu - Opið til kl. 21 í kvöld