Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 ✝ Málfríður Andrea Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 6. mars 1923. Hún lést 5. desember 2022 á Droplaug- arstöðum í Reykja- vík. Málfríður var dóttir hjónanna Sig- urðar Oddssonar, skipstjóra og haf- sögumanns, f. 24. apríl 1874, d. 9. apríl 1942, og Herdísar Jóns- dóttur, húsfreyju í Reykjavík, f. 6. júlí 1884, d. 23. júní 1963. Systkini Málfríðar voru Stein- unn, Jón, Elín Valgerður, Oddur, Þórleif, Sveinbjörn og Sigríður Herdís, sem ein lifir systur sína. Eiginmaður Málfríðar var Hörður Þorgilsson múrara- meistari, f. 16. febrúar 1923, d. 30. apríl 2016. Þau gengu í hjónaband 24. nóvember 1945 í Reykjavík. Börn þeirra hjóna eru: 1) Sigurður, f. 3. apríl 1946, kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur, f. 22. febrúar 1956. Börn Sig- urðar og Ingibjargar Maríu Möll- er, f. 12. júlí 1944, eru: Hörður, í Bergþóru Oddgeirsdóttur, f. 1. desember 1953, eru: Oddgeir, í sambúð með Marin Björgu Guð- jónsdóttur og eiga þau börnin Úlf Berg, Orra Berg og óskírða Oddgeirsdóttur. Börn Oddgeirs og Christine Gregers, f. 14. októ- ber 1979, eru Tristan Gregers og Marinó Gregers. Barn Harðar og Kristínar Láru Ragnarsdóttur, f. 8. maí 1952, d. 1. maí 1996, er Guðrún, í sambúð með Rögnvaldi Skúla Árnasyni og eiga þau son- inn Hrólf Bóa. 4) Anna, f. 19. febrúar 1962, gift Eiði Jónssyni, f. 28. sept- ember 1957. Börn þeirra eru: Andrea, gift Elfari Alfreðssyni og eiga þau börnin Herdísi, Eið og Köru; Arnór í sambúð með Guðbjörgu Evu Guðjónsdóttur og Hildur. Málfríður ólst upp í foreldra- húsum á Laugavegi 30 í Reykja- vík. Hún tók gagnfræðapróf frá Austurbæjarskólanum. Síðar fór hún í Húsmæðraskóla Reykja- víkur og Verzlunarskólann. Fyrstu árin á vinnumarkaði starfaði hún við skrifstofu- og verslunarstörf ásamt því að sinna húsmóðurstörfum og reka heimili þeirra hjóna í Miðtúni 82. Seinni ár vann hún hjá Fram- kvæmdanefnd byggingaráætl- ana og síðar Verkamannabústöð- um Reykjavíkur. Útförin fór fram 19. desember 2022 í kyrrþey. sambúð með Krist- ínu Pálsdóttur og eiga þau börnin Vé- dísi, Arnar Pál og Sigurð Kára. Jó- hann, kvæntur Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur og eiga þau börnin Jónu Diljá, Salvar, Jökul og Tind. Fríða, í sambúð með Viktori Má Bjarna- syni og eiga þau börnin Val Bjarna og Ingibjörgu Móeyju. Barn Sigurðar með Þórunni Sig- ríði Þorgrímsdóttur, f. 27. ágúst 1951, er Ingibjörg Jara. 2) Þorgils, f. 14. september 1947, d. 15. nóvember 2016, kvæntur Selmu Vilhjálmsdóttur, f. 8. september 1948. Börn þeirra eru: Hörður, kvæntur Anne Jo- hannson og eiga þau börnin Villa Þorgils og Svante Nils. Friðrik Ív- ar, kvæntur Evu Thorgilsson og eiga þau börnin Ebbu Mou Liv og Bernhard Vidar. 3) Hörður, f. 29. nóvember 1949, var í sambúð með Báru Kemp, f. 27. nóvember 1949, d. 1. ágúst 2021. Börn Harðar og Þá er mín kæra amma Fríða farin yfir móðuna miklu. Hún kvaddi sátt við allt og alla, tæplega aldargömul. Eiginmaður hennar, hann Hörður afi minn, lést árið 2017. Hún saknaði hans mikið en yljaði sér við minningar um góðan lífsförunaut. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi sem strákpatti að fá að rót- ast með ömmu og afa í sælureit- num þeirra í Öndverðarnesi á sumrin. Þetta var algjör pardís og þau hjón samhent í að fegra í kringum sig. Bústað sinn byggðu þau frá grunni með hjálp barna sinna og voru óþreytandi við að dytta að honum, gróðursetja tré og runna og skipuleggja lóðina. Í minningunni voru þau alltaf eitt- hvað að bardúsa enda dugnaður og vinnusemi þeim í blóð borin. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru til að sækja lífrænan áburð, setja niður plöntur eða færa þær til. Þegar sólin skein spræk á himninum fórum við amma gjarnan í sólbað úti í laut áður en hún smurði brauð með kæfu handa mér og gaf mér heit- an djús. Stundum skruppum við með afa í golf eða í sundlaugina og oftar en ekki lögðum við okkur uppi á háalofti eftir hádegismat- inn. Þetta voru áhyggjulausir dýrðardagar og ég held að hvergi hafi þeim liðið betur. Margt var sér til gamans gert og stundum fór afi með okkur ömmu í ísbíltúr í Þrastalund. Það brást ekki að þegar ég var búinn að loka hliðinu að sumarbústaðahverfinu keyrði afi af stað og ég varð að hlaupa til að ná bílnum – fastir liðir. Stund- um var efnt til fagnaðar í bú- staðnum, þá gat verið spennandi að liggja uppi á lofti og hlusta á fullorðna fólkið spjalla áður en svefninn sigraði ungan dreng. Þegar bílprófsaldri var náð fór ég oft í heimsókn til þeirra, sló flötina og aðstoðaði þau við ein- hver minniháttar verkefni. Ég fékk leyfi til að líta við uppi í bú- stað þegar ég vildi og fá lánað golfsett hjá afa og stundum skruppum við félagarnir eftir vinnu í golf og sund í Öndverð- arnesinu. Ef þau voru á staðnum mætti manni alltaf alúð og hlýja og oft var setið á pallinum með þeim, spjallað og drukkið kaffi. Þannig vil ég muna þau, kát og glaðvær og umfram allt elskuleg og hlý. Verkefni daglegs lífs tóku við þegar bernskuárin voru að baki og við hittumst því sjaldnar en áður. Ég var í nokkur ár í námi erlendis en áður en ég fór út gáfu afi og amma mér forláta vaxjakka sem ég notaði næstum því daglega meðan hann dugði. Eftir heim- komuna var þráðurinn tekinn upp að nýju, og þegar Védís dóttir mín fór að æfa skauta í Laugardalnum varð það að skemmtilegri hefð að koma við hjá þeim í Miðtúninu. Sjaldan brást það að amma spurði hvort ég vildi ekki „taka einn aum- ingja með afa“ og úr varð spjall, ein pípa og oft skoðuð gömul myndaalbúm. Síðustu æviárin hefði ég viljað hitta þau oftar en ég gerði. Nú er langri og farsælli ævi lokið, en amma Fríða mun alltaf eiga sinn stað í hjörtum okkar sem hana þekktum. Hvíl í friði elsku amma mín. Hörður Sigurðsson. Ég hef sennilega aldrei séð Reykjavík jafn fallega og daginn sem amma mín Fríða kvaddi. Sól- in skein skært en lágt, yfir öllu hrím og örlítil þoka. Sjórinn var lygn, Esjan hennar fjólublá og glitrandi geislar í öllum gluggum gerðu borgina sjálfa svo fagra; viðeigandi kveðja fyrir Reykja- víkurkonu í húð og hár. Amma hafði stóran hluta af sínu lífi út- sýni yfir Esjuna. Hún var alin upp á Laugavegi 30 þar sem hún horfði niður Vatnsstíginn, út á sjó og fylgdist með skipunum. Þau afi bjuggu svo á Holtsgötu með pabba nýfæddan, þar sem hún var víst mjög ánægð með útsýnið og Esjan hefur líklega sést á þeim tíma. Næst bjuggu þau á Lind- argötu 54 og loks í Miðtúni 82 þar sem á báðum stöðum var lengi óhindrað útsýni út á Sundin. Hún hefur kunnað best við sig norðan megin á nesinu, með útsýnið götumegin en sól og skjól í garð- inum sunnanmegin. Og það sem hún dáði sólina, það var ekkert smá. Amma flúði aldrei í skuggann og ef eitthvað var erfitt sagði hún að það væri best að syngja það úr sér. Hún var orkumikil, hress, sterk og alltaf með húmorinn og góða grettu á lofti. Ég held að henni hafi aldrei fallið starf úr hendi, nema þá einmitt kannski ef að sólin skein, þá var sólin í fyrsta sæti. Annars gekk hún og synti, plantaði trjám, prjónaði peysur og trefla, hitaði kaffi, eldaði, bakaði, smurði, saumaði, straujaði o.s.frv. auk þess að vinna á skrifstofu. Amma var beinskeytt og hrein- skilin; henni fannst ég stundum full draslaraleg til fara og hafði ekki alveg húmor fyrir götóttum gallabuxum og úfnu hári. En hún tók strax eftir því og hafði orð á ef henni fannst eitthvað huggulegt og passa vel saman, það breyttist aldrei. Og núna í haust sagði ég henni að ég yrði að fara heim að hafa mig til, ég væri að fara í leik- hús – ég þurfti að endurtaka það nokkrum sinnum af því að hún gleymdi því jafnóðum, en í hvert skipti nánast henti hún mér út með orðunum: „Ó! Drífðu þig! Þú átt eftir að krulla hárið!“ Hún var sem sagt farin að gleyma ýmsu þó að hún myndi það mikilvægasta en alltaf var hún hún sjálf inn við beinið. Hún sagði einu sinni við mig að hún myndi ansi langt aftur, svo ég spurði áhuga- söm hvað hún myndi. Ja, hún mundi það nú ekki alveg! Hló dátt og gretti sig. Amma Fríða lagði okkur ömmustelpunum oft lífsreglurnar þessi síðustu ár og hvatti okkur áfram, sagði okkur að standa í báðar lappir, þora og trúa á okkur sjálfar. Hún vildi ekki að við sæj- um eftir því seinna að hafa ekki látið vaða. Hún hefur verið og verður mér alltaf fyrirmynd í dugnaði, lífsvilja og seiglu. Á Droplaugarstöðum naut hún þess að það væri eldað fyrir hana og hún gat hvílt sig að vild í rúm- inu góða, ég held að hvíldin hafi kannski verið kærkomin og starfs- fólk Droplaugarstaða á miklar þakkir skildar fyrir góða ummönn- un, góðvild og væntumþykju í hennar garð. Amma mín, ég veit að það verð- ur tekið vel á móti þér handan móðunnar miklu, þú sagðir mér það sjálf. Ég ætla að synda í sól- inni hérna megin, akkurat eftir þinni uppskrift. Takk fyrir þig. Ingibjörg Jara Sigurðardóttir. Í dag verður elskuleg amma mín og nafna, Málfríður Andrea, jarðsungin. Og það á sólríkum vetrardegi, því ekkert er meira viðeigandi þar sem hún var sól- dýrkandi af guðs náð. Eftir langt lífshlaup er komið að leiðarlokum hjá frú Fríðu eins og hún var stundum kölluð innan fjölskyld- unnar. Ég get ekki sagt að hún hafi verið nein venjuleg amma, langt í frá. Hún hafði ráð undir rifi hverju og var alltaf tilbúin að hlusta og gefa góð ráð. Stundum fór hún í samningaviðræður við mig og í eitt skiptið gerðum við samkomulag okkar á milli um að auka mjólkurdrykkju mína og fylgdi hún því fast eftir að ég stæði við minn hlut. Amma var mikill gleðigjafi og var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt og sprella. Það var sama hvort það var grettukeppni eða eltingaleikur um húsið þar sem hlaupið var í kring- um borðstofuborðið eða yfir hjóna- Málfríður Andrea Sigurðardóttir✝ Ásta Ákadóttir fæddist í Súða- vík 24. nóvember 1941. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 8. desember 2022. Foreldrar henn- ar voru hjónin Áki Eggertsson, fram- kvæmdastjóri og kaupmaður í Súða- vík, f. 13. sept. 1906, d. 20.11. 1981, og Rósa- munda Pálína Friðriksdóttir, húsfreyja og kaupmaður í Súða- vík, f. 13. sept. 1902, d. 21. júní 2003. Bræður Ástu voru Haukur, rafvirkjameistari og fram- kvæmdastjóri á Húsavík, f. 18. jan. 1933, d. 26. júlí 2000, og Börkur, framkvæmdastjóri í ursdóttur. Sigurður Freyr er giftur Marý Karlsdóttur og eiga þau fimm börn: Rósbjörgu Eddu, Þóri Karl, Þórð Atla, Kristin Ísak og Karen Erlu. 4) Una, f. 4. júlí 1972. Una á einn son, Grétar Áka. Ásta ólst upp í Súðavík hjá foreldrum sínum. Hún fór í Kvennaskólann í Reykjavík á þrettánda ári og útskrifaðist þaðan 1957. Í Frystihúsinu Frosta í Súðavík vann hún lengst af og líka sem verkstjóri þar til hún tók við sem stöðvarstjóri Pósts og síma í Súðavík og vann þar þar til fjölskyldan flutti í Kópavog 1986, vegna veikinda hennar, en frá 1972 hefur sjúk- dómurinn psoriasis og liðagigt haft mikil áhrif á líf hennar. Á pósthúsinu í Kópavogi vann hún þar til Kringlan var opnuð 1987 og vann þar og á fleiri stöðum innan Símans þar til hún hætti störfum á 67. aldursári. Útför Ástu fór fram í kyrrþey. Súðavík, f. 19. júní 1935, d. 15. júlí 2009. Hinn 12. júní 1960 giftist Ásta Sigurði Borgari Þórðarsyni, f. 6. júlí 1937. Þau eign- uðust fjögur börn: 1) Áki, f. 1. maí 1960, d. 11. nóv. 2020, börn hans eru Ásta, Karl Davíð og Sigríður Drífa, f. 25. mars 1997, d. 19. júlí 1997. Ásta er gift Þorsteini Elíasi Sigurðs- syni og eiga þau þrjú börn: Jak- ob Helga, Alexöndru Evu og Ragnhildi Steinunni. 2) Þórður Þórarinn, f. 25. sept. 1961. 3) Nanna, f. 13. ágúst 1963, börn hennar eru Sigurður Freyr Kristinsson og Þórunn Eir Pét- Elsku bestasta mamma mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig strax. Við áttum eftir að spila miklu meira saman á harmonikkuna og gítarinn og syngja með Söngelskum. Þvílíkar hamingjustundir sem við áttum saman í tónlistinni með þeim og hversu glöð og ánægð þú varst með þann félagsskap sem ég bjó til. Ég er viss um að öll tónlistar- kunnátta mín kom þegar ég sat og faldi mig hjá orgelinu og hlustaði þegar organistinn hún mamma mín var að æfa kórinn heima í Súðavík fyrir næstu messu. Öll tónlist lék í höndum þér, hún var bara í puttunum þínum, hvort sem þú sast við píanóið eða með harmonikkuna í fanginu. Það hljómaði alltaf best í mömmu nikku, tónlistin þín var svo mjúk, létt, glaðlynd og ástríðufull. Þakklát er ég þér að erfa tónlist- ina frá þér. Handavinnan, öll mín handavinna kom frá þér en ég átti helling ólært af þér, þakklát er ég fyrir það sem þú kenndir mér. Þakklát er ég að hafa eytt ævinni þinni mjög náin þér, að fá að alast upp hjá þér og búa í sama húsi eft- ir að ég fór að búa sjálf. Þakklát fyrir okkar daglegu samskipti um músíkina, handavinnuna og bara öll heimsmálin. Takk fyrir allt, elsku mamma, takk fyrir að kenna mér æðru- leysi gagnvart psoriasis og liða- gigt. Elsku mamma sem glímdi við þennan erfiða sjúkdóm og liðagigt allt frá því ég fæddist er nú laus við alla verki í sumarland- inu. Ég er viss um að amma, afi, Áki bróðir og allir hinir sumar- landsbúar hafa umvafið þig af ást og umhyggju. Er nokkuð viss um þið afi hafið sitt hvora harmonikk- una í fanginu og spilið saman afa- lagið sem ég hlusta núna á við að skrifa þér mína hinstu kveðju. Ég er þakklát að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir til að geta sagt þér hvað okkur þykir vænt um þig og við vissum hve þér þykir vænt um okkur. Elsku pabbi, Nanna og Dúddi, mamma var okkur öllum svo mik- ilvæg og okkur þykir endalaust vænt um hana. Elsku allir okkar niðjar, við pössum hvert annað eftir fráfall mömmu. Elska ykkur öll. Ykkar Una. Elsku mamma, um leið og ég kveð þig hinstu kveðju með sökn- uði er ég þakklát fyrir að vera dóttir þín, þú fallega sál. Ég er þakklát fyrir uppeldið sem ég fékk og að vera umvafin ást og kærleik alla tíð. Æðruleysi þitt gagnvart veikindum þínum, dugnaður og seigla ásamt já- kvæðu hugarfari einkenndu þig. Tókst þátt í öllu þrátt fyrir að geta ekki staðið vegna verkja, fékkst lánaða fæturna mína til að skottast fyrir þig. Alltaf varstu glöð og stutt í hláturinn, þér var margt til lista lagt og handverk af öllu tagi lék í höndunum á þér. Ó, mamma og tónlistin þín, þú hafðir einstakan hæfileika til að flytja tónlist, nóturnar hljómuðu bara betur frá þér, hvort sem það voru sálmar, tónverk eða harmóniku- tónlist. Ég kveð með þessari vísu sem segir allt sem þarf: Betri móður barn ei dreymir bar mig guð í hennar fans. Ástargull í hjarta geymir gleðin skín til sérhvers manns. (NS) Elskulegi faðir minn, ég veit að mamma var þér allt, við vitum að mömmu líður vel núna, en það er sárt að missa, af því að við höfum elskað. Innilegar samúðarkveðj- ur. Þín Nanna. Ásta föðurfrænka mín er í hópi bestu vinkvenna minna og þeirra sem ég ber hvað hlýjastar tilfinn- ingar til. Hún hefur verið í þeim hópi lengi. Fyrstu árin mín bjuggu foreldrar mínir í Ákabúð í Súðavík, mjög stóru og glæsilegu tveggja hæða húsi með kjallara og háalofti. Á neðri hæðinni bjuggu afi og amma og voru þar líka með matvöru- og gjafaversl- un. Mamma og pabbi bjuggu á efri hæðinni þegar ég fæddist. Þau bjuggu í norðurenda hússins og Ásta og Siggi, maðurinn henn- ar, í suðurendanum. Ásta og ég höfum því verið vinkonur alveg frá fæðingu minni. Ásta bjó yfir mikilli hlýju og ég var ein margra sem hún sýndi hana í verki. Hef ég búið að þessari væntumþykju hennar og góðvild alla mína ævi og er henni óendanlega þakklát fyrir. Það var alltaf svo gaman með Ástu. Við hana var hægt að ræða um allt. Hún fylgdist vel með heimsmálunum og hafði sínar skoðanir á flestum málum. Þótt okkar skoðanir færu ekki alltaf saman var okkur nokk sama, það var gaman að tala saman og rök- ræða um hlutina. Hún var líka miðjan í stórfjölskyldunni þannig að ef ég vildi fá fréttir af fólkinu að vestan þá var bara að spyrja hana. Hún og Siggi maðurinn hennar voru alltaf svo einkar vel tengd. Ásta hafði þægilega nærveru, sterka útgeislun og var einkar kröftugur og gefandi persónu- leiki. Henni var margt til lista lagt og hún var leiðtogi í eðli sínu. Hvar sem hún kom og í hverju sem hún tók þátt í varð hún ein- hvern veginn af sjálfu sér hvort heldur hentaði; skemmtanastjór- inn, verkstjórinn eða leiðtoginn. Jafnvel stundum þetta allt í einu. Hún tók mjög ung við af föður sín- um sem kórstjóri og orgelleikari í Súðavík og sinnti því í mörg ár. Hún var verkstjóri í fiskvinnslu- fyrirtæki staðarins og síma- og pósthússtjóri þorpsins varð hún líka. Henni þótti sérstaklega gaman að handavinnu og eftir hana liggja mörg falleg verk, þar með talið einstaklega fallegar peysur með fallega útfærðu mynstri á barnabörnin mín. Hún var flinkur hljóðfæraleikari, spil- aði einkar vel og fallega bæði á harmonikku og orgel og gat vel spilað á fleiri hljóðfæri ef svo bar undir. Þeim hjónum þótti gaman að bjóða fólki heim og voru þau gestgjafir góðir. Kringum hana söfnuðust margir söngelskir og það eiga margir góðar minningar frá skemmtilegum hittingum þar sem Ásta hélt uppi fjöri með und- irspili sínu og kraftmikill söngur gesta hljómaði langt fram á nótt. Ég á fjölmargar minningar um samverustundir með Ástu sem hlýja mér um hjartarætur. Það er einkum ein sem aldrei mun gleymast og er einkar lýsandi fyr- ir Ástu. Í fyrsta bekk í gagn- fræðaskóla hafði ég lagt hart að mér og uppskar eftir því, fékk góðar einkunnir. Við útskriftina kom Ásta fagnandi með skart- gripaskrín með skartgrip í að gjöf! Stór gjöf á þeim tíma og í raun engin hefð fyrir gjöfum við þetta tilefni. Hvað ég var stolt, ég breyttist í einu vetfangi úr stelpu- skottu og varð svo fullorðin! Ég kveð Ástu með sorg og söknuð í hjarta og geymi minn- ingu um yndislega konu. Ég votta Sigga og öllum börnum Ástu, vin- um hennar og öðrum vandamönn- um mína dýpstu samúð. Rósa Björk Barkardóttir. Elsku Ásta mín er farin. Ævi- löng vinátta. Minningar góðar. Við í endalausum dúkkulísuleik og að spila „þrjána“. Við að sippa, í boltaleik, hlæja. Við að hjóla inn í Árdal, inn í Lynghól og seinna, þegar vegurinn kom, inn í fjörð, hlæja, syngja. Við vorum prakk- arar. Ásta að spila á harmonikk- una, við að syngja. Við að dansa á alvöru balli, Ásta herrann í gulu síðbuxunum. Við að róa úti á firði, svartalogn og mild sumarrigning. Svo unglingsárin, þá áttum við bara sumrin saman, sendibréf á veturna. Útilegur inni í firði ásamt jafnöldrum okkar. Ásta 19 ára hamingjusöm í rós- óttum kjól að giftast Sigga sínum. Áki fæddur. Ásta og Siggi bjuggu í Súðavík en ég fyrir sunnan, hittumst oft, mikið hlegið og sungið. Svo fluttu þau suður, stofnuðu fljótlega þorrablótshóp. Við vor- um 14 í hópnum, blótuðum þorr- ann og ferðuðumst saman innan- lands. Alltaf var Ásta með nikkuna, við sungum og dönsuð- um. Þetta voru góð ár. En Ásta glímdi við erfiðan sjúkdóm mest- an hluta ævinnar, var oft mjög veik, alltaf gat hún samt hlegið og spilað á nikkuna eða orgelið. Við tvær gamlar konur að skála í freyðivíni í silfurstaupum sem Ásta gaf mér fyrir 50 árum, hlæj- um og syngjum. Seinustu árin voru erfið, hvíld- in henni kærkomin. Elsku Siggi, Dúddi, Nanna og Una, hugur minn er hjá ykkur, þið hafið misst mikið og við öll sem þekktum hana Ástu Áka. Blessuð er minning hennar. Guðrún Friðriksdóttir. Ásta Ákadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.