Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 ✝ Jón Vídalín Jónsson fæddist á Herríðarhóli í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 27. júní 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Nes- völlum í Reykja- nesbæ 16. nóvember 2022. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum, f. 1.2. 1897, d. 31.10. 1970, og Rósa Runólfsdóttir frá Snjallsteins- höfða, f. 8.2. 1908, d. 12.7. 1987. Systkini Jóns Vídalíns eru: Guðrún, f. 22.5. 1928, d. 16.3. 2014, Knútur, f. 20.7. 1929, d. 4.3. 2015, Sigurður, f. 23.7. 1931, d. 12.8. 2016, Sigrún, f. 18.1. 1933, d. 8.11. 2021, Her- borg, f. 4.5. 1936, d. 7.12. 2005, Helgi, f. 31.8. 1937, d. 12.1. 1997, Inga, f. 3.8. 1939, Lóa, f. 29.5. 1941, Kristín, f. 26.6. 1943, Ásta, f. 24.3. 1945, María, f. 20.10. 1947, d. 5.7. 1949, Maja, f. 21.6. 1950, Ólafur Arnar, f. 12.12. 1951, og Kristín Herríður, f. 21.10. 1953, d. 11.12. 1957. Jón Vídalín, eða Nonni eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í stórum systkinahópi hjá undir fót. Í rúman áratug bjuggu þau vítt og breitt um landið, má þar nefna Mundakot á Eyrarbakka, Bakkagerði í Jök- uldal, Strönd á Völlum og Hellis- holt við Flúðir. Nonni var áhuga- maður um nýtingu timburreka og eyddi nokkrum sumrum á þessum árum norður á Mel- rakkasléttu við vinnslu rekavið- ar. Þar naut hann útiveru og sinnti áhugamáli sínu. Þegar gæta tók heilsubrests hjá Vil- borgu keyptu þau hjónin íbúð í Vogum á Vatnsleysuströnd. Til að byrja með vann Nonni hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli en þegar veikindi Vilborgar ágerðust sagði hann starfi sínu lausu og einbeitti sér að umönn- un eiginkonu sinnar. Vilborg andaðist 5. febrúar 2007. Nonni var alla tíð mjög áhugasamur um veiði í vötnum og lækjum og sinnti henni allan ársins hring meðan kraftar ent- ust. Af þessum veiðiferðum hafði hann mikla ánægju. Síðustu ævi- árin dvaldi hann á hjúkrunar- heimilinu Nesvöllum í Reykja- nesbæ. Útför Jóns Vídalíns var gerð í kyrrþey að ósk hins látna frá Kálfatjarnarkirkju á Vatns- leysuströnd 2. desember. foreldrum sínum á Herríðarhóli. Hann naut hefðbundinnar barnafræðslu í far- skóla, m.a. á Hár- laugsstöðum og í Kálfholti eins og tíðkaðist á hans uppvaxtarárum. Hann fór snemma að sækja vinnu þótt alltaf væri hann með annan fótinn á æsku- heimilinu á Herríðarhóli. Hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja 1955-1967 og sinnti þar vinnu bæði til sjós og lands. Á sumrin var hann í búskapnum á Herr- íðarhóli og aðstoðaði við upp- byggingu þar, m.a. við byggingu á fjósi, hlöðu og íbúðarhúsi. Á þessum árum kynntist Nonni eiginkonu sinni, Vilborgu Gunnarsdóttur. Hún fæddist á Akureyri 18. júlí 1924. Þau hjón- in hófu búskap á jörðinni Kambi, næstu jörð við Herríðarhól, árið 1971. Þar byggðu þau hjónin upp mikinn húsakost, íbúðarhús, vélaskemmu, hlöðu og fjárhús. Þau juku við ræktun jarðarinnar og stækkuðu bústofninn. Eftir tæpan áratug í búskapnum á Kambi ákváðu Nonni og Vilborg að selja jörðina og leggja land Þrautseigja og þolinmæði – kostir sem að prýða þig. Bjölluhlátur, birtuljómi, barlóm lætur eiga sig. (Anna Þóra) Þessar ljóðlínur draga vel sam- an mannkosti Nonna frænda. Nonni var hæglátur maður sem lét ekki mikið fyrir sér fara. Þrátt fyrir áföll og andstreymi lífsins, sem á köflum léku hann grátt, lét hann aldrei buga sig. Þrautseigjan og eljusemin var ódrepandi. Hann gafst aldrei upp, enda þrjóskur frá náttúrunnar hendi. Fæddur á millistríðsárunum á barnmörgu heimili, þar sem stundum var þröngt um kost, þekkti Nonni ekki annað frá unga aldri en vinnusemi og útsjónarsemi. Nonni var ekki vinamargur né kaus hann að blanda geði við of marga. Hann fór ekki alltaf sömu slóð og sam- ferðamennirnir. Þeir sem komust undir hrjúft yfirborðið kynntust einstöku ljúfmenni, með mikla hjartahlýju og náungakærleika. Eftir því sem árin liðu fann maður ríkari þörf hjá honum fyrir fé- lagsskap og nærveru. Ég get ekki annað en hugsað til þeirra góðu nágranna og vina sem Nonni átti í Vogunum og voru honum ómetan- legir á síðustu æviárunum, hafi þeir mikla þökk fyrir. Andlát Nonna var þó ekki óvænt, hann hafði átt við vaxandi heilsubrest að stríða sl. misseri. Eftir langa starfsævi líkamlegrar vinnu er hvíldin á endanum vel- komin. Þrátt fyrir að fátt væri Nonna ómögulegt í lifandi lífi ef hann setti undir sig höfuðið og hófst handa við verkefnið, af sinni þrjósku og eljusemi, varð hann eins og aðrir að lúta í lægra haldi fyrir skaparanum. Elsku frændi, það er synd að samferðin hafi ekki orðið lengri. Einn dag munum við Nonni hitt- ast í sumarlandinu, þar verða veiðisögur og broslegar hliðar til- verunnar reifaðar. Á sólríkum vetrardegi þann 2. desember sl. komu saman nokkrir ættingjar og vinir Nonna í Kálfa- tjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd til að fylgja honum síðasta spölinn. Það var fámenn en hjartnæm at- höfn. Útförin fór fram í kyrrþey að einlægri ósk Nonna, í góðu samræmi við hans persónuleika, sem kærði sig lítt um glys og glaum, en kunni þeim mun betur að meta fegurð og kærleika sam- ferðamannanna. Oddur Þórir Þórarinsson. Nonni frændi hefur kvatt. Hann hefur sagt mér síðustu veiðisöguna. Nonni var að jafnaði ekki maður margra orða. Hann lét ekki mikið yfir sér eða barst á, heldur fór hann sínar eigin leiðir. Hann var trúr sinni sannfæringu, nægjusamur, nýtinn og fór vel með það sem hann hafði. Það var alltaf gott að koma til hans í Vog- ana. Það var eins og maður hefði alltaf hitt hann síðast í gær. Mað- ur náði honum á flug með því að ræða um veiði. Áhuginn fyrir veiðinni var ódrepandi. Nonni var verkmaður góður. Hann var alltaf eitthvað að brasa, innanhúss, í bílskúrnum, sinna veiðarfærum eða eitthvað allt annað. Hvort sem maður var með honum í girðingarvinnu eða að sinna húsaviðhaldi, þá vildi hann alltaf leggja sitt af mörkum og dró ekki af sér. Eftirminnilegastar eru þó veiðiferðirnar. Þær voru því miður ekki margar en þar var Nonni á heimavelli. Hann var bú- inn að hugsa þetta fram og aftur. Hvar og hvenær væri helst veiði- von og hvernig væri best að með- höndla aflann. Nú er dagur að kveldi kominn. Heimsóknirnar til Nonna suður með sjó verða ekki fleiri. Hvíl í friði, Nonni, með hjartans þökk fyrir samfylgdina. Eggert Þröstur Þórarinsson. Jón Vídalín Jónsson Skilyrðislaus um- hyggja, traust vin- átta, hlýtt bros og dillandi hlátur. Þetta er það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég sest niður til að minnast Krist- ínar Jónsdóttur móðursystur minnar, eða Krissu frænku, eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili. Nú hefur Krissa frænka kvatt þennan heim, en eftir lifa ljúfar minningar um góða konu. Þær voru tvær systurnar, móð- ir mín Arndís Jónsdóttir, sem lést árið 1994, allt of ung, aðeins 56 ára, og Krissa frænka sem var tveimur árum eldri. Þær voru ólík- ar um margt, en það var alltaf Kristín B. Jónsdóttir ✝ Kristín B. Jóns- dóttir fæddist 17. september 1935. Hún lést 17. nóv- ember 2022. Útför hennar fór fram 19. desember 2022. sterkur systraþráður á milli þeirra. Í minningunni um Krissu frænku var alltaf eitthvað gott að gerast, smáköku- bakstur, sláturgerð, heitt kakó og vöfflur hjá móðurömmu á Baldursgötunni, að ógleymdu brasilíska karríinu, uppskrift sem hún kynnti fyrst til sögunnar í fjölskyldunni. Hún hafði fundið uppskriftina í dönsku blaði fyrir áratugum, og hefur hún fylgt fjölskyldunni allar götur síð- an, með smábreytingum þó. Uppáhaldsmaturinn hans pabba, og síðan oft á borðum hjá minni fjölskyldu, bæði á Íslandi og á Spáni. Krissu frænku verður nú minnst sérstaklega þegar karríið góða verður borið á borð í framtíð- inni. Krissa frænka var einhvern veginn alltaf til staðar, en nærvera hennar aldrei yfirþyrmandi. Hlýja og notalegheit einkenndu okkar samskipti. Það var t.d. henni líkt að lauma heimagerðu appelsínu- marmelaði með góðri bók eða ljúf- um geisladisk í jólapakkann til mín. Hún var fagurkeri og áttum við sameiginlegt áhugamál í ljúfri ítalskri tónlist. Krissa frænka var vel gift Helga Sigvaldasyni verkfræðingi, og áttu þau langa og fallega sögu saman. Hún var mjög stolt af dætrum þeirra þremur, og þegar hún sagði mér frá barnabörnun- um hreinlega ljómaði hún af stolti og greinilegt að þau voru henni mikils virði. Á unglingsárunum passaði ég Kristrúnu Höllu, yngstu dóttur Krissu frænku. Ég man hvað ég var montin barnapía, fannst ég vera að passa fallegasta barnið í Vesturbænum og svo var hún allt- af í svo fallegum fötum. Hvítu ang- úruhúfunni sem ég held að Krissa frænka eða mamma hafi prjónað gleymi ég seint. Eldri konur stoppuðu mig stundum til að fá að skoða handverkið og fallega barn- ið í kerrunni. Það var yndislegt að hitta Krissu frænku svo hressa og káta í fermingu Elísabetar, dótturdótt- ur minnar, í ágúst sl. Þar lék hún á als oddi, brosmild og geislandi. Ekki grunaði mig þá að þetta væri í síðasta skipti sem ég myndi sjá hana. Stuttu síðar fréttum við af alvarlegum veikindum hennar, sem hún mætti af miklu æðruleysi. Hún sagði mér í símtali að hafa ekki áhyggjur af sér, þetta myndi allt enda vel. Það væri óþarfi að eyða miklu púðri í hana, hún væri búin að eiga svo gott líf, og betra væri að eyða kröftunum í að lækna yngra fólk, sem ætti framtíðina fyrir sér. Þetta lýsir henni svo vel. Vildi allt það besta fyrir aðra, og ekki vera fyrir neinum. Með dill- andi hlátri og jákvæðni kvaddi hún mig, og stuttu seinna var hún lögð af stað í sumarlandið. Það er á svona kveðjustundum sem gott er að velta fyrir sér hvernig lífi maður vill lifa, og hvaða minningar maður vill skilja eftir sig til þeirra sem eftir lifa, af- komenda sinna og vina. Eftirlifandi eiginmanni og dætrunum þremur ásamt þeirra fjölskyldum votta ég mína samúð. Minningin um góða konu lifir áfram, þótt Krissa frænka hafi kvatt þetta líf. Blessuð sé minning hennar. Aðalheiður Karlsdóttir. Raggý var stjarna fjölskyld- unnar, alltaf bros- andi og hress. Sama hversu veik hún var þá var alltaf stutt í grínið. Sumarbústaðurinn við Langá gerði það að verkum að samverustundirnar voru ansi margar ár hvert. Ég vil fyrst og fremst þakka Raggý fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér í fjöl- skylduna. Við tengdum mikið í gegnum kennsluna og barnaupp- eldi. Hún hafði endalausan áhuga á að hlusta á allar sögur af barna- börnunum og elskaði að segja þeim Búkollu. Hún kenndi mér að veiða og lánaði mér skíðin sín, sumarföt og skó til að vaða yfir ár, alltaf sama svarið, já ekkert mál. Hún passaði börnin svo við Vífill gætum rifjað upp „hvers vegna þetta allt byrjaði“ eins og hún sagði alltaf. Takk fyrir allar sam- verustundirnar og öll símtölin. Mér þykir rosalega vænt um allar spítalaheimsóknirnar og símtölin síðastliðna mánuði. Við ætluðum að gera svo margt þegar veikindin myndu lagast. Núna þurfum við að halda minningunni um frábæra mömmu, tengdamömmu og ömmu á lífi. Tinna Laxdal Gautadóttir. Elsku Raggý hefur kvatt okkur öll alltof snemma, þessi magnaða manneskja sem hefur verið hjart- að í gleðistundum fjölskyldunnar í áratugi. Einstök kona með mikla útgeislun, klár, góð og skemmti- leg. Okkur þykir ofurvænt um minningarnar um stundir stórfjöl- skyldunnar í sveitinni þar sem fjórir ættliðir voru saman við veið- ar. Og þar var Raggý í essinu sínu. Hún elskaði að dvelja úti í nátt- úrunni og við veiðiána, kannski með rauðan Francis númer 12 á flugustönginni og sinn besta vin og veiðifélaga á bakkanum, Gústa eiginmann sinn. Svo var veiðin skráð í veiðibókina „Raggý og Gústi“, einhvern veginn einn og sami veiðimaðurinn. Og aldrei vorum við hin með tærnar þar sem þessar veiðiklær voru með hælana. Samt enginn asi og ein- Ragnheiður Erla Rósarsdóttir (Raggý) ✝ Ragnheiður Erla Rósars- dóttir, Raggý, fæddist 26. febrúar 1962. Hún lést 5. desember 2022. Útförin fór fram 15. desember 2022. læg virðing fyrir ánni og villtum lax- inum. Raggý var ekki aðeins frábær veiði- kona, hún var ein- stök móðir og amma, traust vinkona og frábær kennari. Í Kvennaskólanum umvafði hún nem- endur sína og sam- starfsfélaga hlýju og náði á sinn einstaka hátt að gera efnafræðina að eins konar íþrótta- keppni frumefnanna þar sem nemendur fylgdust með af miklu kappi. Þau hjónin voru samrýnd og vinmörg og bættu hvort annað upp á svo sérstakan og kærleiks- ríkan hátt. Aldrei var fallega bros- ið hennar breiðara en í faðmi barnanna og barnabarnanna. Þar var hún alltumlykjandi. Það var baráttuhugur í Raggý í veikindunum. Þegar við heimsótt- um hana á sjúkrahúsið fyrir stuttu var hún staðráðin í að sigrast á meininu og dvelja síðan langdvöl- um í sveitinni, í Langá, vera innan um gróðurinn, rækta meira og lifa af landsins gæðum. Raggý skilur eftir sig stóran hóp ástvina sem syrgja en við huggum okkar við endalaust fal- legar minningar sem eru dýrmæt- ar á sorgarstundum. Raggý verð- ur alltaf í hjarta okkar og minning um bjarta og fallega sál varðveit- ist í glæsilegum hópi barna og barnabarna þeirra Gústa sem núna syrgja eiginkonu, móður og ömmu. Við sendum Gústa, Vífli, Katrínu Heru, Agli Óla, Ragnheiði Gná og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að geyma minningu Raggýjar og gæta ykk- ar allra. Halldóra Vífilsdóttir og Þór Sigfússon. Hvernig kveður maður kæra vinkonu sem kölluð er á braut allt of snemma? Elsku fallega, dug- lega, hispurslausa, klára, víðsýna og skemmtilega Raggý er dáin. Sorgin er mikil og sár en við erum þakklát fyrir að hafa átt hana sem vin. Minningarnar eru margar enda höfum við dansað, veitt, skíðað og spilað golf saman í meira en 30 ár eða rúmlega helminginn af ævi okkar allra. Óteljandi veiðiferðir þar sem var þrasað og masað enda var hópurinn skírður „Þras og mas“. Það rifjast upp góðar minn- ingar af vorveiði í Grenlæk og haustveiði í Tungufljóti þar sem línan fraus í vatninu. Hópurinn fór margar ferðir í Stóru-Laxá, í Gljúfurá, Langá og árlega í Laxá í Mývatnssveit þar sem ævintýrin gerðust. Raggý var mikill veiði- maður og keppnismanneskja og því vörpuðu allir öndinni léttar þegar hún var búin að setja í fisk – og alltaf fékk hún fisk enda fiskin af guðsnáð. Raggý var forsprakk- inn að því að við konurnar í hópn- um, ásamt fleirum, stofnuðum kvennaveiðfélagið „Legin(n)“ og fórum í góðar laxveiðiár á Vest- urlandi þar sem margar konur tóku sín fyrstu köst og nutu leið- sagnar Raggýjar. Hún reyndi að fá okkur með sér í skotveiði, en þar drógum við línuna. Golfið tók við af veiðiferðunum og ekki minnkaði gleðin í hópnum, alltaf líf og fjör, golfferðir innan- lands og utan í smærri og stærri hópum. Að sjálfsögðu var okkar kona í hópi Einherja. Það verður tómlegt að ganga út á golfvöllinn í vor þegar einn félagann vantar, við ætluðum að gera svo miklu meira saman. Sennilega verður minna spjallað á teignum því oft þurfti að sussa á okkur en Raggý fannst bara þægilegt að hafa spjall í bakgrunni. Þrátt fyrir erfið veik- indi mætti hún á golfvöllinn og tók þátt eins og orkan leyfði þann dag- inn. Við eigum góðar minningar af skemmtilegum gamlárskvöldum saman þar sem húsið var fullt af fjölskyldumeðlimum og öðrum gestum sem fylgdu okkur. Öllum var tekið opnum örmum og alltaf nægt pláss í hlýjum faðmi Raggýj- ar. Elsku Gústi, Vífill, Katrín, Eg- ill, Ragnheiður og fjölskylda, missir ykkar er mikill en minning góðrar konu lifir. Áshildur (Ása), Benedikt (Benni), Ari, Jóhanna, Kolbrún (Kolla), Baldur. Það er sárara en lýst verður að kveðja hana Raggý mína langt fyrir aldur fram. Allar götur síðan við kynntumst í níu ára bekk Hvassaleitisskóla hef ég litið á hana sem sálarsystur mína og árin hafa flogið hratt. Raggý kenndi og elskaði það. Hún var vísindakonan með and- lega áhugann, óseðjandi forvitn- ina og engan þekki ég sem las eins mikið af eigin hvötum. Með henni var samræðan alltaf djúp, opin og lituð af þeim sterka vilja Raggýjar að líta framhjá hindrunum, for- dómum og svokallaðri þekkingu í leitinni að nýrri hlið til að virða fyrir sér í alltumlykjandi stórleik lífsins. Hún talaði oft um hvernig vísindin og nýöldin væru að tala Elsku Guðrún vinkona okkar er fallin frá, hvað lífið getur verið grimmt og ósann- gjarnt. Þegar við vinkonurnar settumst niður og létum minning- arnar streyma þá var af nógu að taka, sumt alls ekki prenthæft frá villingaárum okkar en við eigum endalaust skemmtilegar minning- ar af henni Guðrúnu Elínu. Sól- baðsstofan Aestas var fastur við- komustaður á skvísuárunum okkar enda vildum við allar vera eins og Guðrún, sem var alltaf kaffibrún og langsætust, hanga uppi á stöð og rúnta um allar triss- Guðrún Elín Guðmundsdóttir ✝ Guðrún Elín Guðmunds- dóttir fæddist 26. september 1970. Hún lést 3. desem- ber 2022. Útför Guðrúnar Elínar fór fram 15. desember 2022. ur. Svo voru nokkrar hressar útilegur og utanlandsferðir, en seinni ár lifir sér- staklega í minning- unni skemmtileg sumarbústaðarferð sem við fórum í og það var hlegið alla nóttina og lítið sofið. Hún Guðrún var bara svo skemmti- leg, alltaf glöð og hress með sinn svarta húmor, það var aldrei neitt vesen – bara lausnir. Í sorginni er gott að eiga minningar og margar myndir sem við ætlum að varðveita. Missir okkar allra sem þekktum Guð- rúnu Elínu er mikill. Elsku Biggi, Elísa, Arnór, Íris, Rannveig, Gummi, Klara og aðrir aðstandendur. Megi allir góðir vættir vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Þórunn, Eyrún, Rósa, Erla og Unnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.