Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
12
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Aðmeinaþaðsemþúsegir
T
ungumál er flókið fyrirbæri til
samskipta. Fólk getur svarað á
kaldhæðinn, ljóðrænan, háleitan
og beinskeyttan hátt – og á svo
marga aðra vegu að ómögulegt er
að telja það upp í stuttum pistli. Ofan á alla
þessa mismunandi möguleika til samskipta
bætist að orðanotkun fólks er ekki nákvæm.
Fólk leggur mismunandi skilning í ýmis orð,
eftir aðstæðum og áherslum. Það er hægt að
nota orð af varkárni eða með sannfæringu og
allt hefur þetta áhrif á það hvaða merkingu
áheyrendur meðtaka.
Svo getur verið mismunandi hvort fólk sjái
þann sem er að tala, og þá getur látbragð og
líkamstjáning haft enn meiri áhrif á þann
boðskap sem mælandi flytur. Nokkurs konar
andstæða við það er skriflegur flutningur, þar
sem hægt er að greina nákvæmlega hvaða orð voru notuð
í bæði upphafi og enda greinarinnar.
Útlit þess sem talar getur líka haft áhrif. Nákvæmlega
sama ræða, flutt af fólki sem lítur mismunandi út. Karli
og konu. Einhver stór eða lítil. Fögur eða ekki. Allt hefur
þetta áhrif á hvað er verið að reyna að segja og hvað er
meðtekið. Heyrist hroki í ræðu eins en ekki annars, þrátt
fyrir að þau séu að segja nákvæmlega sömu orðin? Það
breytir merkingunni fyrir þau sem á hlusta.
Að mínu mati er þetta eitt helsta vandamál sem við
glímum við í stjórnmálum. Hvernig á að koma skilaboð-
um á framfæri til allra á heiðarlegan og óhlutdrægan
hátt. En vandinn er að fólk heyrir það sem ég er að segja
öðruvísi af því að ég er Pírati, sama hvað ég
segi þá komast skilaboðin ekki á framfæri til
allra.
Ég upplifði það fyrir nokkrum árum að
sjóaður stjórnmálamaður sagði við mig að
„við veljum bara þau rök sem henta okkar
málflutningi“. Davíð Oddsson sagði forðum að
hann hefði hjólað í öll mál, sama hvað honum
fannst um málið í hjarta sér. Fjármálaráðherra
sagði um daginn að það væri freistandi að
kjósa gegn tillögum stjórnarandstöðunnar,
„svona prinsippsins vegna“.
Þetta eru sjónarmið sem mér finnst forkast-
anleg í stjórnmálum. Þau sýna hversu ómál-
efnaleg stjórnmálin eru – og það kaldhæðnis-
lega við allt saman er að þau sem eru á þessari
skoðun telja væntanlega alla aðra stunda
svona stjórnmál. Þannig að þegar maður reyn-
ir að nálgast málin út frá málefnalegum sjónarmiðum þá
heyrir það enginn af því að fólk álítur málflutning manns
einungis vera þessa málfundakeppni um rök sem henta.
Ég áttaði mig á því um daginn að það skiptir því miður
allt of litlu hvað ég segi, það skiptir í alvörunni meira máli
hvernig ég segi það – og mér finnst það mjög sorglegt og
ég veit ekki hvernig er hægt að laga það. Það eina sem ég
get gert er að tjá einlæga skoðun mína á eins heiðarlegan
hátt og ég get og vonað að það komist til skila.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Björn Leví
Gunnarsson
Höfundur er þingmaður Pírata.
bjornlevi@althingi.is
Hæpin forgangsröðun
Morgunblaðið
birti í gær
athyglisverða
grein eftir þá
Bjørn Lomborg,
forseta Copen-
hagen Consensus, og Jordan
B. Peterson, prófessor emer-
itus við Háskólann í Toronto,
þar sem þeir fjölluðu í tilefni
komandi áramóta um fyrirheit
til framtíðar, sérstaklega þau
sem leiðtogar heimsins gáfu
árið 2015. Þá, eins og Lomborg
og Peterson rifja upp, „gerðu
leiðtogar heimsins tilraun til
að takast á við höfuðvandamál
mannkynsins með því að setja
sér markmiðin um sjálfbæra
þróun,“ og voru þessi markmið
169 talsins.
Þeir benda líka á að nú sé
hálfnaður tíminn sem leið-
togarnir gáfu sér, til 2030,
en markmiðin séu fjarri því
að hafa náðst að hálfu leyti.
Ástæðan sé sú að forgangsröð-
un skorti og þegar sett séu 169
markmið geri það sama gagn
og að setja ekkert markmið,
svo ómarkvisst sé það.
Lomborg og Peterson leggja
áherslu á markmið sem eru
ekki mjög kostn-
aðarsöm en skila
miklu og nefna
baráttu við vöggu-
dauða og hungur,
en það að forða
nýburum og ungum börnum
frá hungri skili miklu til fram-
tíðar. Hið sama megi segja um
menntun, sem víða sé ábóta-
vant en hægt sé að bæta mjög
með hóflegum tilkostnaði og
það skili miklu til framtíðar.
Þeir benda á að mikilvæg
markmið af þessu tagi verði
útundan á meðan „vel meint
en jaðarsett markmið eins
og að auka endurvinnslu og
ýta undir lífsstíl sem hefur
samhljóm með náttúrunni“
fái mikla athygli. Í þann flokk
falla væntanlega markmið sem
skyggja á flest annað í dag og
snúast um loftslagsmál, en
fátt virðist svo kostnaðarsamt
að það megi ekki réttlæta með
vísan til loftslags. Þegar slík
tískumál eru annars vegar
gleymist hins vegar oft að
með broti af þeim kostnaði
má bjarga miklum fjölda fólks
sem býr við raunverulega og
aðsteðjandi ógn.
Tískumálin eru
ekki endilega þau
brýnustu}
Opinber offjölgun
F jármála- og
efnahags-
ráðuneytið
birti í gær tölur
um þróun fjölda
starfsmanna og
launagreiðslna hjá ríkinu og
er óhætt að segja að hún sé
áhyggjuefni. Í mars árið 2019
voru stöðugildi hjá ríkinu
17.641 en þremur árum síðar
voru þau orðin 19.262. Á þess-
um þremur árum fjölgaði því
um 1.621 starfsmann eða rúm
9%.
Í umfjöllun ráðuneytisins
kemur fram að stærstur hluti
þessarar fjölgunar sé í heil-
brigðis- og menntakerfinu,
en þar eru líka langflestir
starfsmenn ríkisins. Fjölgunin
almennt hjá ríkinu er sögð að
nokkru leyti tímabundin og
sögð tengjast kórónuveirufar-
aldrinum, sem má teljast
umhugsunarvert að hafi enn
teljandi áhrif á fjölda ríkis-
starfsmanna í mars á þessu
ári.
Þá er bent á að um mitt ár í
fyrra tók gildi „betri vinnutími
í vaktavinnu“ eins og það er
orðað, en vinnuvika þeirra sem
séu á vöktum hafi styst úr 40
klukkustundum í 36 klukku-
stundir á viku. Þetta hafi þýtt
fjölgun stöðugilda, en eins
og fram hefur komið gengu
ríkisstofnanir mun lengra í að
stytta vinnuvikuna en ástæða
var til. Stóri
vandinn er þó sá
að vinnuvikan hafi
verið stytt því að
hvorki atvinnulífið
né ríkið, hvað þá
sveitarfélögin, hafa með góðu
móti getu til að standa undir
styttingu vinnuviku á sama
tíma og umsamin laun hafa
hækkað verulega. Þetta voru
mistök við gerð kjarasamninga
og algert ofmat á getu atvinnu-
lífsins til að standa undir svo
hratt vaxandi lífsgæðum, því
að staðreyndin er sú að það er
á endanum atvinnulífið sem
þarf að skapa þau verðmæti
sem greidd eru í laun, hvort
sem það er í einkageiranum
eða hinum opinbera.
Ríkið stendur nú frammi
fyrir því að umsvif þess eru
orðin of mikil, hvort sem horft
er á fjölda starfsmanna eða
útgjöld í krónum, en þetta fer
vitaskuld mjög saman. Staða
sveitarfélaganna, einkum þess
stærsta, er enn verri að þessu
leyti. Ljóst má vera að snúa
verður af þessari braut eigi
ekki illa að fara. Hið opinbera,
ríki og sveitarfélög, verður að
grípa til aðgerða til að draga
úr umsvifunum, þar með talið
að fækka starfsfólki. Fjölgun
upp á 9% á þriggja ára tímabili
er nokkuð sem augljóslega
gengur ekki upp og verður að
vinda ofan af.
Ríkisstarfsmönnum
hefur fjölgað um
9% á þremur árum}
B
úast má við því að þúsund-
ir erlendra ferðamanna
verji jólum og áramótum
hér á landi í ár ef veður
og samgöngur leyfa. Bókunarstaða
í ferðaþjónustu er ágæt miðað við
þennan tíma árs að sögn Jóhannes-
ar Þórs Skúlasonar, framkvæmda-
stjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Á árunum fyrir faraldurinn gæti
ég trúað að hér hafi verið um 30-
40 þúsund manns yfir hátíðarnar.
Ég myndi halda
að það nálgist
svipaða tölu
núna og hér
verði um 25-30
þúsund manns
í ár,“ segir Jó-
hannes Þór.
Jóhannes seg-
ir að ferðamenn
frá Asíu, eink-
um og sér í lagi
frá Kína, séu ekki farnir að skila
sér hingað eftir kórónuveirufar-
aldurinn og munar um minna.
„Að sama skapi hefur orkukrísan
áhrif á okkur og ferðalög fólks úti
í heimi. Bretlandsmarkaður er
heldur rólegur núna. Við höfum
reyndar ekki séð harkaleg áhrif
á Bretlandsmarkaðinn í vetur en
við höfum hins vegar ekki náð að
stækka hann eins mikið og okkur
langar til. Ferðamenn frá Banda-
ríkjunum eru sem fyrr langsterk-
asti hópurinn.“
Margir ferðamenn veður-
tepptir hér á landi
Illviðrasamt hefur verið hér á
landi síðustu daga. Flugferðir hafa
verið felldar niður og erlendir
ferðamenn hafa verið strandaglóp-
ar á Keflavíkurflugvelli. Þá hefur
Reykjanesbrautin verið lokuð fyrir
umferð. Jóhannes segir að vitað
sé að það geti komið upp aðstæður
hér á landi þar sem samgöngur
raskist en krossleggur fingur í von
um að þetta hafi ekki áhrif á kom-
ur ferðamanna yfir hátíðarnar.
„Þetta er hins vegar á versta
tíma og það er mjög óheppilegt
að þetta standi yfir í svona langan
tíma. Þarna blandast saman að
veður er þannig að ekki er hægt
að fljúga og svo er vandamál með
einu leiðina út á flugvöll. Ég hef
ekki næga þekkingu á snjómokstri
til að átta mig á hvað væri hægt
að gera betur en ég hugsa að best
væri að viðeigandi aðilar hittist
þegar þetta er afstaðið og setji upp
áætlanir um hvað megi betur fara.“
Hefur ekki áhyggjur
af langtímaáhrifum
Þeir erlendu farþegar sem hér
hafa verið strandaglópar hafa
margir viðrað óánægju sína á sam-
félagsmiðlum. Jóhannes segir að
vissulega sé aldrei gott þegar það
gerist en kveðst ekki hafa áhyggjur
af langtímaáhrifum að svo komnu
máli.
„Þetta er sannarlega mjög erfitt
ástand og hefur eflaust einhver
áhrif. Það er auðvitað skelfilegt
fyrir þá ferðamenn sem hafa lent
í þessu og vitaskuld spyrst það út.
Almennt séð hafa svona atburðir
þó ekki mikil langtímaáhrif til
hins verra. Áhrifin eru kannski til
skamms tíma, rétt eins og þegar
verða verkföll á flugvöllum og fólk
lendir í hremmingum. En til langs
tíma eru ekki varanleg áhrif á
áfangastaði.
Fyrirtæki hér upplýsa sína
kúnna ágætlega um að hér geti
brugðið til ýmissa veðra á þessum
tíma árs. Stór hluti fólks er því vel
upplýstur. Fyrir fólk sem á ekki að
venjast svona veðri eru þetta erf-
iðar aðstæður og því er eðlilegt að
fólk verði frústrerað og grimmt.“
Fjöldi ferðamanna
bókaður í jólafrí hér
GJÖFULUÁRI AÐ LJÚKA
Mikill fjöldi í
nóvember
Árið sem er að renna sitt skeið
á enda hefur verið gjöfult fyrir
fyrirtæki í ferðaþjónustu. Fjöldi
erlendra ferðamanna er farinn
að slaga upp í það sem best lét
áður en kórónuveirufaraldurinn
skall á. Og ferðamennirnir létu
ekki bara sjá sig í sumar. Þannig
var greint frá því á dögunum að
brottfarir erlendra farþega frá
landinu um Keflavíkurflugvöll
hafi verið um 138 þúsund í
nóvember samkvæmt taln-
ingu Ferðamálastofu. „Um er
að ræða þriðja fjölmennasta
nóvembermánuðinn frá því að
mælingar hófust. Brottfarir í ár
voru 92% af því sem þær voru í
nóvember 2018, þegar mest var.
Ríflega helmingur brottfara í
nýliðnum nóvember var tilkom-
inn vegna Bandaríkjamanna og
Breta,“ segir á vef Ferðamála-
stofu. Þar kemur jafnframt fram
að frá áramótum hefur tæplega
1,6 milljón erlendra farþega
farið frá Íslandi en á sama tíma
í fyrra voru brottfarir þeirra um
620 þúsund.
Jóhannes Þór
Skúlason
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússo
hdm@mbl.is
n
Morgunblaðið/Eggert
Vetrarríki Fjölmargir ferðalangar hafa verið strandaglópar hér síðustu
daga vegna óveðurs. Margir ferðamenn ætla að vera hér yfir hátíðarnar.