Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 19
rúmið sem alls ekki mátti áður en við barnabörnin komum til sög- unnar. Við áttum margar góðar stundir saman og margs er að minnast. Þegar ég bjó í kjallaranum hjá henni og afa í þrjú ár þegar mamma var við nám, oft í pössun eða ég stalst upp til þeirra. Allar samverustundirnar í sumarbú- staðnum, þar sem var farið í sund á hverjum degi, spilað golf og á spil, farið í fótbolta og langar göngu- ferðir. Eða bílferðirnar með henni og afa milli landshluta, ýmist suður eða norður sem voru eflaust þær lengstu sem ég hef upplifað. Þær tóku yfirleitt allan daginn því það var stoppað oft á leiðinni, borðað nesti og drukkið kakó og kaffi að heiman. Svo þegar ég flutti í bæinn urðu samverustundirnar fleiri. Heimsóknir, búðarferðir og göngu- ferðir á þriðjudögum. Enda var amma alltaf mjög dugleg að hreyfa sig, gekk og synti, gerði endalausar æfingar og það eru ekki allar ömm- ur sem hafa þrekhjól í svefnher- berginu og nota það, en hún hjólaði á því daglega alveg þangað til hún flutti á Droplaugarstaði þá 94 ára gömul. Og göngur og æfingar hélt hún áfram að stunda þegar þangað var komið fram á 99. aldursár og fékk undanþágu til þess að fara oft- ar í tækjasalinn, því tvisvar í viku var ekki nóg fyrir hana. Amma hikaði ekki við að leita réttar síns og hún kenndi mér að ef vara væri gölluð ætti ég að fara og skila vörunni og fá nýja í staðinn eða hafa samband við neytenda- samtökin ef ég fengi ekki mitt fram. Hún gaf sig ekki þegar hún frétti að ég hefði keypt mér dýran kjól sem reyndist gallaður, ég skyldi skipta honum og fá nýjan. Og hún bauðst til þess að koma með mér í búðina mér til halds og trausts, sem ég afþakkaði pent, en ég fór að ráðum hennar þá og geri enn. Ég hugsa oft til hennar við hina hversdagslegu hluti. Nýta allt til hins ýtrasta og fara vel með. Mér hlýnar í hjartanu þegar börnin mín minna hvort annað á að sjúga súkkulaðimolana, ekki bryðja, því það segir amma Fríða. Með þakklæti efst í huga kveð ég góða ömmu og gott að vita af afa sem tekur vel á móti henni. Þín Andrea. Á köldum, fallegum degi í des- ember dró amma Fríða sinn loka- andardrátt og kvaddi þennan heim. Missirinn er mikill en eftir situr sægur af góðum minningum um dásamlega ömmu. Við amma vorum miklar vin- konur og nutum þess að eyða tíma saman. Þegar ég var lítil fór ég gjarnan upp í sumarbústað til afa og ömmu. Þar fékk ég allt það heimagerða kæfubrauð sem ég gat í mig látið og amma kenndi mér rétta aðferð við að vaska upp hnífapör. Ein lítil taska með legó- kubbum var í bústaðnum, ein lita- bók og nokkrir litir, samt leiddist manni aldrei. Við fórum gjarnan í sund og amma reyndi að kenna mér að fljóta. Við æfðum okkur að pútta og fórum í göngutúra til Sveina frænda. Á kvöldin lásum við uppi á lofti. Amma var alltaf dugleg að hreyfa sig og hjólaði á þrekhjóli 15 mínútur á dag. Eftir að hún flutti á Droplaugarstaði héldu æfingarn- ar áfram lengi vel. Við nöfnurnar viðruðum gjarnan hvor aðra í garðinum þar og gengum alla jafna tíu hringi. Þegar gloppur í minni ömmu trufluðu talninguna skráðum við talningarstrik í snjó- inn eða krítuðum á jörðina, allt eftir árstíma. Amma varð alltaf jafn undrandi á því hvað við vær- um búnar að ganga mikið en rengdi ekki skráninguna. Eitt sinn þegar við vorum að ganga spurði hún mig varfærnislega hvort hægt væri að laga innskeifa fætur. Þegar ég sagði að það væri hægt greip hún í handlegginn á mér og sagði: „Í guuuuuðsbænum láttu laga þetta hjá þér!“ Amma lá aldrei á skoðunum sínum, svo mikið er víst! Hún var glettin og skemmtileg og allra kvenna fær- ust í að gretta sig! Dag nokkurn þegar amma var í heimsókn fyrir norðan fékk hún heilablóðfall og var vart hugað líf. Ömmustelpurnar Ingibjörg Jara og Guðrún brunuðu norður og þegar þær gengu inn á stofuna til ömmu var hún ekki aðeins vöknuð og búin að biðja um pítsu, heldur var hún að gera upphífingar á stuðningsgálganum! Þetta lýsir ömmu vel; alltaf í léttu og góðu skapi, elskaði pítsu og nýtti hverja lausa stund í líkamsrækt. Þegar ég bjó uppi á lofti í Mið- túni urðum við mjög nánar. Ég sá um að lakka á henni neglurnar, „framkalla“ hana og setja rúllur í hárið. Oft borðuðum við saman og horfðum á sjónvarpið, settum saman kaffiboð og hjálpuðumst að við að undirbúa þorrablót. Við átt- um skap saman við amma og vor- um sammála um flesta hluti. Nema kannski gerviblómið sem amma vildi meina að lifandi sprot- ar yxu upp úr en þar urðum við á endanum sammála um að vera ósammála! Tími minn í Miðtúni var ómet- anlegur og ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu svona vel. Margs er að minnast, margs er að sakna. Ótalmargar minningar ylja þegar ég kveð elsku ömmu mína og vona að í sumarlandinu sé alltaf sól. Fríða Sigurðardóttir. Elsku amma Fríða. Nú hefur þú fengið þína hvíld eftir langa og viðburðaríka ævi. Þú varst stór hluti af lífi okkar allra og þín verð- ur sárt saknað, en eftir sitja nota- legar og góðar minningar sem við eigum eftir að geyma í hjörtum okkar. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góða og skemmtilega ömmu eins og þig. Þó að þið afi hafið búið langt í burtu frá okkur voruð þið stór hluti af minni æsku. Það var ekkert skemmtilegra en að koma í bæinn og hlaupa upp tröppurnar á Miðtúni og hringja dyrabjöllunni, til að sjá þig koma og kyssa okkur og knúsa. Þú varst alltaf svo fín og vel tilhöfð, í fínni blússu með alls kyns skartgripi og fallegan varalit á vörunum. Þegar maður var kominn þá hafðir þú alltaf áhyggj- ur af því hvort maður væri svang- ur. Oft var það ömmubrauð með kæfu eða marmarakaka. Það var líka alltaf spennandi þegar þú fórst inn í hjónaherbergi og fannst eitthvert súkkulaði í kommóðunni fyrir nammigrísi eins og mig. Ég á líka notalegar minningar frá því þegar þið afi komuð í sveit- ina og það var alltaf mikil gleði þegar hvíta Toyotan renndi í hlað- ið. Það var mikill spenningur því við krakkarnir vissum að þú hefðir eitthvað gott í stóru ferðatöskunni og oftar en ekki var það það einn stór Apollo-lakkríspakki á mann, ópal og suðusúkkulaði. Blóðþrýst- ingurinn hækkaði aldeilis á heim- ilinu þá dagana. Og þó þú værir komin í norðansveitina þá varstu alltaf fínpússuð, og mér þótti alltaf svo spennandi að skoða allt fína snyrtidótið þitt, hálsmenin, hring- ana og klemmueyrnalokkana þína. Við áttum líka góða tíma saman í sumarbústaðnum á Öndverðar- nesi. Það var ekkert skemmti- legra en að heimsækja þig og afa á sumrin, ganga rauða malarveginn og fara í sund. Þú varst auðvitað alltaf jafn stórglæsileg, í fínum sundbol með sundhettu. Svo var ekkert betra en þegar ég fékk ömmu Fríðu súpu; Campbell-tóm- atsúpu í dós, með ömmubrauði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa flutt til Reykjavíkur og náð að vera með þér síðustu ár. Það yljaði mér um hjartarætur að sjá hvað þú varst glöð og hissa að sjá mig þegar ég kom til þín og sagðir: Nei ert þetta þú? og svo knúsaðir þú mig og kysstir. Þú varst alltaf með eitthvað gott í skúffunni til að bjóða gestum upp á, og það var ekkert notalegra en að borða kex eða súkkulaði með þér og spjalla um daginn og lífið. Þá var um- ræðuefnið oftar en ekki um námið mitt eða hvort ég væri búin að finna mér mann. Þú lagðir alltaf mjög mikla áherslu á að ég skyldi ekki flýta mér, hann ætti að vera góður og ég ætti ekki að hlaupa í einhverjar gönur. Þú varst alltaf jafn glaðleg og hress, og það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér með tilheyrandi grettum og hlátri. Við fórum líka oft í göngutúra í garð- inum á Droplaugarstöðum, skoð- uðum blómin og töldum hringina því þú varst ekki ánægð fyrr en þú náðir að ganga allavega fimm hringi. Elsku amma, þú sýndir mér alltaf fullan stuðning og endalausa ást. Orð þín og hvatning verða alltaf mitt veganesti í lífinu. Það sem ég mun sakna þess að sitja og halda í höndina á þér og hlusta á hláturinn þinn. Þín Hildur. Sterk, hrein og bein, snögg upp á lagið, kom til dyranna eins og hún var klædd, sagði það sem henni fannst og sagðist alltaf hafa gert það. Fólk réði svo hvernig það tæki því. Málfríður Andrea var sönn Reykjavíkurmær, fædd og uppal- in við Laugaveginn næstyngst í stórum systkinahópi. Leikvöllur- inn allur miðbærinn, göturnar, garðarnir og bakgarðarnir. Hún lærði fyrst að lesa öfugt á bókina sem eldri bróðir hennar var að stauta sig fram úr hinum megin við eldhúsborðið og var meðal fyrstu nemenda hins þá nýja og glæsilega Austurbæjarskóla. Fað- ir hennar var lóðs á dansk-ís- lensku varðskipunum, móðir hennar myndarleg húsmóðir, sem auk þess að sjá um barnahópinn leigði út herbergi fyrstu árin. Fríða var lífsglöð og dálítið stríð- in, en sagðist samt hafa verið svo þæg þegar pabbi hennar var í landi að hún fékk að fylgja honum í erindum, t.d. að heimsækja frænkuna á Ránargötu. Þá sat hún alveg kyrr og hlustaði. Hún minntist síðan með söknuði er hún fylgdi honum niður á bryggju í síðustu förina. Varðskipin höfðu verið kölluð til Danmerkur vegna heimsstyrjaldarinnar en hann þá fenginn til að lóðsa flutningaskipa- lest norður fyrir land. Skipinu sem hann var á var sökkt út af Vestfjörðum áður en áfangastað var náð. Eftir að Fríða seinna giftist Herði, sæta skólabróðurnum af Lindargötunni, sem þá var orðinn múrarameistari, bjuggu þau fyrst á Holtsgötu en síðan í Miðtúni þar sem þau byggðu eigið hús. Þá gekk hún niður ómalbikaðan Laugaveginn með barnavagninn á leið í heimsókn til móður sinnar, á háum hælum og í nælonsokkum hvernig sem viðraði. Yngsti son- urinn í vagninum, næstyngsti sitj- andi á svuntunni og sá elsti, bara þriggja ára, gangandi með. Fríðu og Herði kynntist ég fyrst er við Sigurður sonur þeirra rugluðum saman reytum. Þá störfuðu þau bæði hjá Verka- mannabústöðum, hún á skrifstof- unni en hann sem umsjónarmaður byggingarframkvæmda í Grafar- vogi og Anna dóttir þeirra bjó enn heima. Fríðu sem var snillingur í höndunum og saumaði og prjónaði mikið fyrir fjölskyldu sína fannst nýja tengdadóttirin kannski óþarflega mikil eyðslukló, kynni ekki að taka slátur, keypti bakar- ísbrauð og stoppaði helst ekki í sokka. Hún gerði auðvitað athuga- semdir en bætti svo bara um bet- ur og gaf okkur almennilega hrærivél, venti sjálf skyrtukrög- um sonarins, gerði við stroff eða prjónaði framan á ermar, auk allra nýju peysanna og treflanna sem hún hlýjaði okkur með. Hún var þrekmikil og hugsaði alla ævi vel um heilsuna, synti, fór í gönguferðir eða sinnti trjárækt við bústaðinn í Öndverðarnesi, þar sem þau hjónin nutu sumranna fram á elliár. Þau voru alla tíð ein- staklega samhent og hefðu nú um jólaleytið verið löngu búin að setja upp vetrargardínurnar, þrífa allt hátt og lágt, pússa ljósakrónur og baka smákökur. Ég þakka fyrrverandi tengda- móður minni og föðurömmu Ingi- bjargar Jöru dóttur minnar sam- fylgdina um leið og ég sendi allri fjölskyldunni nær og fjær innileg- ar samúðarkveðjur. Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022 Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI PÁLL ÞORVARÐARSON vélstjóri, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar- heimilinu Ísafold þriðjudaginn 13. desember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember klukkan 15. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Ísafoldar fyrir einstaka umönnun og góða viðkynningu. Þorvarður G. Hjaltason Guðrún Einarsdóttir Hjalti Vigfús Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri JÓN RUNÓLFUR KARLSSON, Hallbjarnarstöðum 1, Skriðdal, varð bráðkvaddur 9. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jórunn Anna Einarsdóttir Anna Kristbjörg Jónsdóttir Hrafnhildur Heiða Jónsdóttir Jón Runólfur Jónsson Sigurður Rúnar Ingþórsson Eyjólfur Skúlason Eyrún Heiða Skúladóttir Jódís Skúladóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, VIGDÍS VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Borgum í Þistilfirði, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 29. nóvember. Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði fimmtudaginn 29. desember klukkan 14. Eiríkur Kristjánsson Álfhildur Eiríksdóttir Kristján Eiríksson Sigurður Eiríksson Anna María Eiríksdóttir Janus Guðjónsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÚN CLAUSEN, Sólmundarhöfða 5, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, fimmtudaginn 15. desember. Útförin verður auglýst síðar. Guðfinna Gróa Pétursdóttir Guðjón Pétur Pétursson María Sigurbjörnsdóttir Arinbjörn Pétursson Þorsteinn Gunnar Pétursson Hulda Sigurðardóttir og ömmubörnin Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANDÍS HELGADÓTTIR, Háholti 25, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, mánudaginn 12. desember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigurður Gunnarsson Gunnar H. Sigurðarson Valgerður Skúladóttir Auður Sigurðardóttir Hólmfríður Sigurðardóttir ömmubörnin og langömmubörnin Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi ÓLAFUR ÓLAFSSON Sólvöllum 9, Selfossi lést á sjúkrahúsinu á Selfossi 18. desember. Sæunn Þorsteinsdóttir Ólafur Ólafsson Friðrika Sigurgeirsdóttir Steinar Þór Ólafsson Þuríður Gunnarsdóttir Anna Birna Ólafsdóttir Oddgeir Tveiten Sveinfríður Ólafsdóttir afa- og langafabörn Elsku Guðný ömmusystir hefur fengið hvíldina sína. Í æsku varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að fara ófáar ferðir með ömmu og afa í sumarbústaðinn í Þykkvabæ. Þangað komu líka Guðný frænka og Stebbi maður- inn hennar og á ég margar góðar minningar frá dvölinni með „gamla fólkinu“. Þar sé ég hana enn í dag ljóslifandi fyrir mér í horninu sínu við borðstofuborðið, þar sem hún drakk te og studdi fingri á nefbroddinn. Það var alltaf notalegt að koma á Framnesveginn til Guð- nýjar og Stebba og ég hugsa með hlýhug til allra jólaboðanna á ný- ársdag og afmælisboða Guðnýjar síðar í janúar ár hvert. Í nýárs- boðunum var alltaf boðið upp á Guðný Halldóra Jónsdóttir ✝ Guðný Hall- dóra Jónsdóttir fæddist 22. janúar 1935. Hún lést 21. nóvember 2022. Út- för hennar fór fram 1. desember 2022. svið en Guðný lærði fljótt að ég væri ekki hrifin af þeim og sá alltaf til þess að ég fengi afgang af jólamatnum í staðinn. Í afmælis- boðunum hennar er mér „græna kakan“ minnisstæð, en hana fékk maður hvergi annars staðar en hjá Guðnýju frænku. Sem barn fannst mér gaman hve margt á heimilinu var líkt því sem ég var vön að sjá heima hjá ömmu og afa. Þær voru nefnilega ansi samrýndar systurnar og eftir hverja utanlandsferðina (sem voru nokkuð margar hjá þeim systrum og mökum) komu þær heim með eins skrautmuni sem prýddu alla veggi, hillur og skápa. Það er viðeigandi að kveðja Guðnýju frænku með sömu hlýju orðunum og ég fékk alltaf að heyra frá henni fyrir svefninn á árum áður: „Góða nótt, lambið mitt.“ Hugrún Lena Hansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.