Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL 25
FALLEGAR GJAFIR
FYRIR KOKKINN Í ELDHÚSINU ÞÍNU
Fastus ehf Síðumúla 16 108 Reykjavík Sími: 580 3900 fastus@fastus.is fastus.is
Vísnahorn
Blæs nú af ruddaskap rokið
Ámánudaginn lumaði Ingólfur
Ómar Ármannsson að mér
eins og tveimur jólavísum þegar
aðeins sex dagar voru til jóla:
„Gleði bundin ást og yl
unaðsfundir skarta.
Vermir lund og hugans hyl
helgistundin bjarta.
Svo kom snjórinn og þá varð
þessi til.
Jólanótt.
Hljótt um bólin breiðist ró
byrgir njóla fjöllin.
Sveipar hóla holt ogmó
hrímhvít jólamjöllin.“
Bólu-Hjálmar kvað:
Ofan gefur snjó á snjó
snjóum vefur flóa tó.
Tófa grefurmóamjó
mjóan hefur skó á kló.
Stefán Ólafsson í Vallanesi er á
svipuðum nótum:
Ofan drífur snjó á snjó,
snjóar hylja flóa tó.
Tófa krafsarmóamjó,
mjóan hefur skó á kló.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
„Jólasveina faraldur (hringhend
sléttubönd)“:
Jólasveinar fjöllum frá
ferðumbeina núna,
fóla greinamargamá
móða veina lúna.
Lúna veinamóðamá
marga greina fóla,
núna beina ferðum frá
fjöllum sveinar jóla.
Jón Gissurarson segir á Boðn-
armiði að meðan konan hamist
við að hnoða deig í smákökur til
jólanna sitji hann við tölvuna og
velti fyrir sér vísukorni:
Aðmér setur engan beyg
eða nokkra krísu.
Konan hnoðar kökudeig
karlinn gerir vísu.
Anton Helgi Jónsson yrkir:
Það blæs nú af ruddaskap rokið
svo reyndar ermér öllum lokið;
hér skelf ég sem strá
og skiljanlegt þá
að skuli í mig geta fokið.
Sigurður Breiðfjörð kvað þegar
skuldar var krafið:
Ég er snauður, enginn auður
er í hendi minni,
nærri dauður, drottins sauður,
í djöfuls veröldinni.
Sigurey Júlíusdóttir (1901-1983)
kvað:
Mikið er þínmenntun klár
ogmiklar gáfur þínar.
Þú veist alveg upp á hár
ávirðingarmínar.
„ÞAÐ VAR GAMLI DÚDDI, EN „SÉ DÚDDI
MEÐ HATTINN“ ER HANN SULTUSLAKUR.“
„OKKUR LÍÐUR BÁÐUM MIKLU BETUR
EFTIR AÐ LÆKNIRINN ÁVÍSAÐI LYFJUM
TIL AÐ RÓA Í MÉR TAUGARNAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fara snemma að
sofa.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
„KÆRA SPYRÐU HUNDINN,
KÖTTURINN MINN ER VONDUR
VIÐ MIG. HVAÐ GET ÉG GERT?“
BÍDDU NÚ
HÆGUR…
ÉG ÞEKKI
RITHÖNDINA ÞÍNA
JÓN ÁRDAL!
ÉG HEF ALDREI TAPAÐ ORUSTU! ÞVÍ ÉG VEIT HVENÆR Á AÐ HÖRFA!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
þekking til í fjölskyldu minni
um mikilvægi þess að halda
jólahaldi og afmælum aðskildum.
Fyrst það tókst vandræðalaust
að fagna afmæli afa á jóladag
var það fjarlægt að jólin væru
eitthvert vandamál 21. desem-
ber! Ég hef því aldrei glímt við
hið algenga umkvörtunarefni að
fá afmælisgjafir í jólapappír eða
því um líkt.“
Fjölskylda
Eiginmaður Arndísar er
Haukur Þorgeirsson, f. 14.7. 1980,
rannsóknarprófessor á Stofnun
Árna Magnússonar í íslensk-
um fræðum. Þau hafa búið í
Safamýrinni undanfarin ár. „Ég
kynntist manninum mínum
þegar ég var á fyrsta misseri í
framhaldsskóla, ég tæplega sext-
án ára og hann átján. Við giftum
okkur sumarið 2004 og það er
mitt mikla lán að hafa rambað á
lífsins besta förunaut á meðan
ég var enn fákænn unglingur
– og hafa haft vit á því að láta
mér ekki þetta happ úr greipum
ganga!“
Foreldrar Hauks eru Anna
Guðrún Pétursdóttir, f. 16.1. 1955,
sjúkraliði, búsett í Reykjavík, og
Þorgeir Sigurðsson, f. 14.1. 1957,
verkfræðingur og fræðimaður,
búsettur í Reykjavík.
Börn Arndísar og Hauks eru
Freydís Hauksdóttir, f. 6.6. 2009
og Þórarinn Hauksson, f. 11.2.
2012.
Systir Arndísar er Hildur
Þórarinsdóttir, f. 7.8. 1985, lög-
maður, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Arndísar eru Ásdís
Guðmundsdóttir, f. 11.8. 1955,
deildarstjóri á hugvísindasviði
Háskóla Íslands, og Þórarinn
Viðar Þórarinsson, f. 25.6. 1954,
lögmaður. Þau gengu í hjónaband
árið 1978 og hafa búið nær allan
sinn búskap í vesturbæ Reykja-
víkur.
Arndís
Þórarinsdóttir
Stefanía Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ragnar Erlingsson
málarameistari í Reykjavík
Hanna Ragnarsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Einarsson
málarameistari í Reykjavík
Ásdís Guðmundsdóttir
deildarstjóri á Hugvísindasviði
Háskóla Íslands, Reykjavík
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Einar Guðmann Guðmundsson
verkamaður í Reykjavík
Rósalind Jóhannsdóttir
húsfreyja á Vaðbrekku og í Reykjavík
Hallgrímur Jakob Friðriksson
bóndi á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal,
N-Múl., og verkamaður í Reykjavík
Klara Hallgrímsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Þórarinn Vigfússon
verkamaður í Reykjavík
Ragnhildur Jónsdóttir
húsfreyja í Heiðarseli
Vigfús Árnason
bóndi í Heiðarseli á Síðu, V-Skaft.
Ætt Arndísar Þórarinsdóttur
Þórarinn Viðar Þórarinsson
lögmaður í Reykjavík