Morgunblaðið - 21.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2022
Þú finnur fallegar
og vandaðar
jólagjafir hjá Eirvík
Suðurlandsbraut 20 / Reykjavík / Sími 588 0200 / eirvik.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Erlendir ríkisborgarar sem
skráðir voru með búsetu hér á
landi 1. desember síðastliðinn
voru alls 64.735. Þeim hafði
fjölgað um 9.758 á einu ári, frá 1.
desember 2021, eða um 17,7%. Á
sama tímabili fjölgaði íslenskum
ríkisborgurum um 1.564 eða
0,5%. Þetta kemur fram í frétt
Þjóðskrár (skra.is).
Úkraínskum ríkisborgur-
um fjölgaði langmest eða um
862,3% frá 1. desember 2021. Í
byrjun þessa mánaðar voru alls
2.300 úkraínskir ríkisborgarar
skráðir til heimilis á Íslandi
samkvæmt Þjóðskrá. Það er
fjölgun um 2.061 einstakling á
tímabilinu.
1.251 frá Venesúela
Ríkisborgurum frá Venesúela
sem búa hér á landi hefur einnig
fjölgað umtalsvert mikið eða
um 174,9% á umræddu tímabili.
Nú er 1.251 einstaklingur með
venesúelskt ríkisfang búsettur
hér á landi. Þá fjölgaði íbúum
frá Palestínu töluvert, það er
um 156 einstaklinga eða um
96,3%.
Pólskum ríkisborgurum fjölg-
aði á ofangreindu tímabili um
2.124 einstaklinga eða um 10,0%.
Pólskir ríkisborgarar eru nú 6%
landsmanna.
Þjóðskrá birtir töflu um fjölda
íbúa sem voru búsettir hér 1.
desember 2022 og eru þeir flokk-
aðir eftir ríkisfangi. Þar má m.a.
sjá að Litháum fjölgaði um 9,1%
á milli ára og voru 5.202 hinn
1. desember sl. Rúmenum sem
búa hér fjölgaði um 877 (31,9%)
á milli ára og eru þeir orðnir
3.629. gudni@mbl.is
lEru orðnir 17,7% þjóðarinnar
lFjölgun frá Úkraínu um 862%
Erlendum ríkis-
borgurum fjölgar
Pólland
23.315 (36%)
Litháen
5.202 (8%)
Rúmenía
3.629 (6%)
Lettland
2.688 (4%)
Erlendir ríkisborgarar
með búsetu á landinu
Alls
64.735
1. des. 2022
Úkraína 2.300 (4%)
Annað þjóðerni 27.601 (42%)H
ei
m
ild
:
Þj
óð
sk
rá
Sakar and-
stöðuna
um leikrit
Einar Þorsteinsson, starfandi
borgarstjóri Reykjavíkur, sakaði
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
um að setja leikrit á svið og ætla
meirihlutanum annarlegan ásetning
varðandi umræðubann sem var
samþykkt í síðustu viku um málefni
Ljósleiðarans, sem er dótturfélag
OR, í borgarstjórn.
„Mér þykir leitt að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé að setja upp þetta
leikrit hér í borgarstjórn. Það er
ómálefnalegt og ekki í þeim anda
sem við lögðum upp með í þetta
ferli,“ sagði Einar.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, vísaði því
á bug að flokkurinn væri að setja á
svið leikrit. „Hér erum við að gæta
hagsmuna borgarbúa, eins og okkur
ber að gera.“
Kjartan Magnússon, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi
það að meirihlutinn hefði lagt bann
við því að rætt yrði um málefni
Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi
í gær. Telur Kjartan að með slíku
banni gerist meirihlutinn sekur
um valdníðslu og einræðistilburði.
Engin fordæmi séu fyrir slíku banni
í borgarstjórn.
lUmdeilt umræðu-
bann meirihlutans
Morgunblaðið/Eggert
Borgarpólitík Meirihlutinn hafnaði
að ræða um málefni Ljósleiðarans.
Hægt hefði verið að halda úti fullri
starfsemi á Keflavíkurflugvelli í gær
og fyrradag, fyrir utan stutt tímabil
aðfaranótt þriðjudagsins. Lokun
Reykjanesbrautar varð aftur á móti til
þess að öllu flugi var aflýst í fyrradag
og hluta gærdagsins. Fólk komst ekki
á völlinn vegna lokunarinnar og gátu
starfsmenn sömuleiðis ekki ferðast til
vinnu um Reykjanesbrautina, sem olli
undirmönnun á vellinum.
„Það sem breytist í veðurað-
gerðastjórninni hjá okkur er að við
munum fá Vegagerðina í samstarf til
framtíðar,“ segir Guðjón Helgason,
upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali
við Morgunblaðið.
Vegagerðin ákvað ekki í tómarúmi
að loka Reykjanesbrautinni í fyrradag,
þar sem það þótti nauðsynlegt til að
tryggja öryggi þar að sögn upplýs-
ingafulltrúa Vegagerðarinnar, G.
Péturs Matthíassonar.
„Við vitum náttúrlega hvert mik-
ilvægi Reykjanesbrautar er, en
flugfélögin hafa ekkert með þessa
ákvörðun að gera. Það var búið að
opna samhæfingarmiðstöð almanna-
varna í Skógarhlíð. Þótt við séum veg-
haldarinn og stýrum lokunum þá er
þetta ekki ákvörðun sem við tökum í
tómarúmi,“ segir Pétur og bætir við
að lögregla og almannavarnir séu með
í ráðum.
Ekki liggur fyrir hvenær flugferðir
Icelandair verða komnar aftur á áætl-
un, en flugfélagið hyggst leigja tvær
breiðþotur til þess að mæta uppsafn-
aðri ferðaþörf. Vélarnar verða teknar
í gagnið í dag. Þetta sagði Bogi Nils
Bogason, forstjóri Icelandair, í samtali
við mbl.is í gærkvöldi.
Hótel Keflavík yfirfullt í gær
„Við erum í mjög góðum málum.
Við fengum gistingu hér á hótelinu og
þurfum ekki að vera á vellinum eða
í fjöldahjálparstöð,“ segir Mariusz,
sem mbl.is ræddi við í gær. Hann er á
meðal strandaglópa á Hótel Keflavík
eftir að flugferðum gærdagsins var
aflýst. Hann og fjölskylda hans eru á
leið til Póllands í jólafrí.
„Þegar búið var að aflýsa fluginu
hékk ég bara á línunni hjá Iceland-
air til þess að fá nýtt flug. Síðan var
bara að taka næsta símtal og redda
gistingu,“ segir Mariusz, sem bjó svo
vel að þekkja til á hótelinu, svo hann
fékk gistingu fyrir sig og fjölskyldu
sína. Hótel Keflavík var í gær troðfullt
af ferðamönnum.
„Hótelið er alveg pakkað og í gær
var hér verið að dreifa koddum og
sængum til fólks sem beið í lobbíinu
og var ekki með gistingu. Það er hugs-
að vel um alla sem lentu hér. Hótelið
á stórt hrós skilið.“
lFlugvöllurinn hefði getað verið opinn, hefði Reykjanesbraut ekki verið lokað
lIsavia hyggst bæta samráð við VegagerðinalLokunin þó talin nauðsynleg
Flugfært en ekki ökufært
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Ófært Víða hefur verið ófært vegna veðursins, þar á meðal á Reykjanesbraut. Því var mörgum flugferðum aflýst.
Brotin rúða Þessi fólksbíll varð illa úti á vegbrún Reykjanesbrautar og
situr þar á kafi í snjóruðningi eftir atburðarás síðustu daga.