Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
31 varð
100 ára
á árinu
l1,2% þeirra sem
fæddust árið 1922
Á þessu ári náði
31 Íslendingur
100 ára aldri og
hafa þeir aldrei
verið fleiri.
Eldra met var
28 og var frá
árunum 2008 og
2018.
Samkvæmt
upplýsingum frá
Jónasi Ragnars-
syni, sem heldur úti síðunni Langlífi
á Facebook, náðu átján konur og
þrettán karlar hundrað ára aldri
í ár. Árið 1922 fæddust 2.546 börn
hér á landi og hafa því 1,2% þeirra
orðið hundrað ára. Þetta hlutfall
er jafnt því hæsta sem áður hefur
verið en það var árið 2008.
Nú eru 46 Íslendingar 100 ára eða
eldri. Elst er Þórhildur Magnús-
dóttir í Reykjavík en hún varð 105
ára daginn fyrir Þorláksmessu. Karl
Sigurðsson á Ísafirði er allra karla
elstur, varð 104 ára í maí.
Búast má við því að á árinu 2023
nái innan við tuttugu manns hundr-
að ára aldri.
Þórhildur
Magnúsdóttir
Veðurstofa Íslands gaf í gær út appel-
sínugula viðvörun vegna hvassviðris
og mikillar snjókomu á Suðurlandi.
Átti viðvörunin að taka gildi klukkan
7 í morgun og gilda fram til klukkan 15
í dag. Gul viðvörun átti einnig að gilda
á suðvesturhorninu fram að hádegi.
Reiknað er með þrettán til tuttugu
metrum á sekúndu og talsverðri snjó-
komu fyrst á Reykjanesskaga en síðar
við suðurströndina og undir Eyjafjöll-
um fyrir hádegi. Hvassast verður við
ströndina og til fjalla. Reiknamámeð
skafrenningi, lélegu skyggni og ófærð
en lægja ætti nokkuð með deginum.
Loka mögulega brautinni
Vegagerðin gaf út í gærkvöldi að
Reykjanesbrautinni yrði hugsanlega
lokað aðfaranótt gamlársdags vegna
færðarinnar. Eru vegfarendur og þeir
sem eiga pantað flug hvattir til að
fylgjast með þróun mála. Ef til lok-
unar kemur er líklegt að skoðaður
verði fylgdarakstur á rútum milli
höfuðborgarsvæðis og flugstöðvar í
samráði við Isavia. Isavia hefur birgt
Leifsstöð upp af teppum og vatni, til
að vera til taks komi til þess að far-
þegar verði þar strandaglópar.
Bæði Play og Icelandair hafa
ákveðið að seinka flugi í dag. Iceland-
air hefur ákveðið að seinka öllu flugi
til og frá Norður-Ameríku um eina
klukkustund og öllu flugi til Evr-
ópulanda um tvær klukkustundir.
Play hefur seinkað nokkrum ferðum
að morgni dags.
Þá gæti þjónusta Strætó verið skert
á höfuðborgarsvæðinu og lands-
byggðinni í dag. Notendur Strætó
eru beðnir að fylgjast með tilkynn-
ingum og leiðum á heimasíðu Strætó,
í Klappinu eða á Twitter.
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissu-
stigi almannavarna vegna veðursins.
Samráðsfundur er sagður hafa verið
haldinn með viðbragsaðilum um allt
land þar sem var farið yfir stöðuna.
„Mikill fjöldi ferðafólks er á landinu
og því geta samgöngutruflanir haft
áhrif á ferðalög þeirra, ekki síst til
og fá höfuðborgarsvæðinu. Því er það
algjört grundvallaratriðið [sic] að þau
sem þurfa að fara á milli staða fylgist
með veðurspá og færð vega,“ segir í
tilkynningu frá ríkislögreglustjóra.
Vonskuveður á gamlársdag
lAppelsínugul viðvörun á SuðurlandilReykjanesbraut hugsanlega lokað
lRöskun á flugilÞjónusta Strætó mögulega skertlÓvissustig hjá lögreglu
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Nýi Landspítalinn rís hratt um þessar mundir og
frá vissum sjónarhornum styttist í að Hallgríms-
kirkja hverfi sjónum, líkt og frá gömlu Hring-
brautinni á kafla. Uppsteypa meðferðarkjarnans
gekk vel í byrjun desember sem var svipaður og
fyrri mánuður, segir á vef spítalans. Í nóvem-
ber var sett met þegar steypan nam 8 þúsund
rúmmetrum. Á öllu þessu ári er búið að steypa
um 21 þúsund rúmmetra.
Nýi Landspítalinn rýkur upp og er farinn að hafa sjónræn áhrif á umhverfið
Hallgrímskirkja að hverfa sjónum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfssonmenning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fréttaþjónusta
mbl.is um áramót
Morgunblaðið kemur næst út
mánudaginn 2. janúar. Öflug
fréttaþjónusta verður á mbl.
is yfir áramótin. Hægt er að
senda ábendingar um fréttir á
netfangið netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónustan er
opin í dag, gamlársdag, kl.
8-12. Lokað er á nýársdag.
Netfang áskrifendaþjón-
ustunnar er askrift@mbl.is og
síminn er 569-1100. Áskrif-
endaþjónustan verður opnuð
aftur mánudaginn 2. janúar
kl. 7. Auglýsingadeild er lokuð
um áramótin. Netfang hennar
er augl@mbl.is.
Hægt er að bóka dánartil-
kynningar á mbl.is.
ekki þá leið að vera með ramma-
samningsfyrirkomulag. Með því eru
ákveðnir forgangsbirgjar, þ.e.a.s.
listi yfir fyrirtæki, og hringt er í eins
marga og þarf í hvert sinn. „Það
virðist vera samið við færri aðila í
Reykjavík.“
Björg segir að lokum að orð-
ræða Reykjavíkurborgar um að
það sé skortur á verktökum og
vinnuafli sé furðuleg. „Við sjáum
að það hefur verið góð reynsla
hjá nágrannasveitarfélögum af
snjómokstri, bæði þar sem starfsum-
hverfi verktakanna og þjónustustig
íbúanna er gott. Það er að okkar
mati engin ástæða fyrir Reykjavíkur-
borg að auka innvistun með því að
ráða starfsfólk og kaupa tæki til að
sinna snjómokstri. Fyrirtækin, sem
eru sérhæfð í þessu, eru fullfær um
að sinna þessu. Það ætti frekar að
vera áherslumál að rýna og eftir
atvikum endurskoða núgildandi
samninga,“ segir hún og bætir við
að taka ætti tillit til þess sem gengur
vel.
boð 19. desember í útboði borgarinn-
ar á snjómokstri á stofnanalóðum,
og boðinn hefur verið út snjó-
mokstur á göngustígum en óvíst sé
hvernig fyrirkomulagið sé varðandi
húsagötur. Spurð hvort ekki hafi
verið opnað fyrir útboðið of seint
segir Björg það vissulega vera frekar
seint. „Miðað við það að það er verið
að bjóða út mokstur á stofnanalóð-
um. Þegar komið er svona langt inn
í desembermánuð, þá finnst mér
það vera frekar seint. Maður sér
að útboðin á vetrarþjónustu eru oft
að fara fram fyrr á árinu, kannski á
sumarmánuðum eða eitthvað slíkt.“
Annað fyrirkomulag
Hún nefnir að annað fyrirkomulag
sé í Kópavogsbæ en þar sé ramma-
samningur. „Þar hefur til að mynda
framkvæmdin verið góð og gengið
vel.“ Spurð af hverju fyrirkomulagið
sé ekki eins á milli sveitarfélaga
segir Björg að sveitarfélögin hafi
forræði á málinu. Hún segist ekki
vita af hverju Reykjavíkurborg fari
Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri
mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins
(SI), segir að fyrirkomulag Reykja-
víkurborgar hvað
varðar útboð
snjómoksturs
sé ekki mjög
gagnsætt.
„Við höfum
haft samband
við borgina og
furðum okkur
á orðræðunni
í Reykjavík í
tengslum við
skort á verktökum og vinnuafli í
snjómokstri,“ segir Björg og bætir
við að SI séu reiðubúin að ræða við
borgina til þess að finna lausnir ef
áhuginn er til staðar.
Björg minnist á að opnuð voru til-
lSamtök iðnaðarins furða sig á orðræðu borgarinnar í tengslum við skort á vinnuafli og verktök-
umlÓska eftir samtalilÚtboð 19. desemberlGóð reynsla af rammasamningi í Kópavogi
Undrast orðræðu um snjómokstur
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Mokstur Ökumenn á snjó- og ruðningstækjum hafa staðið í ströngu síð-
ustu vikur. Um helgina er spáð enn meiri snjókomu á landinu.
Björg Ásta
Þórðardóttir