Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 4

Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Starfsfólk Höfða fasteignasölu Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum árs og friðar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Suðurlandsbraut 52 Sími 533 6050 www.hofdi.is og samninganefnd ríkisins hefur boð- að formenn heildarsamtaka saman á sinn fund á fimmtudaginn í næstu viku til að ræða stöðu mála. Ætli það sé ekki til þess að taka hitastigið hjá okkur öllum varðandi viðræður um skammtímasamning,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM. Hann segir að ef skammtíma- samningur til tólf mánaða sé í boði þá hljóti menn að skoða hvað í því felist, hvort sé verið að tala um fram- lengingu á núverandi samningum og bæta einhverju við launaliðinn og hvaða önnur atriði yrðu rædd beint við samningaborðið við ríkið sem launagreiðanda og önnur mál sem ræða þurfi almennt við stjórn- völd. Þá þyrfti einnig að setja nið- ur greinargóða viðræðuáætlun um hvað viðsemjendur ætla að takast á við á næstu tólf mánuðum til að undirbyggja góðan langtímasamn- ing sem tæki síðan við. BHM kynnti megináherslur samtakanna fyrir endurnýjun kjarasamninganna í nóvember þar sem meginmarkmið eru að auka kaupmátt ráðstöfunar- tekna, leiðrétta skakkt verðmæta- mat starfa á opinberum markaði og tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika. „Ég geri ráð fyrir að við myndum setja niður fyrir okkur hvað það er sem við erum að tala um, hvaða ár- angri ætlum við að ná og hvernig ætlum við að tímasetja það. Stóra málið sem hefur komið fram hjá okkur öllum í heildarsamtökunum er að það þarf að ljúka við að leysa úr samkomulaginu sem gert var 2016 í tengslum við breytingarnar á lífeyr- iskerfi opinberra starfsmanna. Eftir margra ára þref er loksins kominn gangur í það samtal. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á að við séum að komast eitthvað áfram með það. Ríkið gerir sér líka grein fyrir því að þetta er mál sem er ekki hægt að hafa hangandi yfir okkur. Það þarf að leysa það,“ segir Friðrik. Kjarasamningur taki við af kjarasamningi Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, tekur í sama streng og segir að stóra forsenda samkomulags um skammtímasamning sé sú að niður- staða náist um jöfnun launa á milli Kjaraviðræður samtaka opinberra starfsmanna og ríkisins gætu komist á skrið fljótlega í byrjun nýs árs en samningar meirihluta aðildarfélaga BSRB og BHM eru lausir í lok mars. Fulltrúar ríkisins hafa lýst áhuga á gerð skammtímasamnings og hafa forystumenn opinberu samtak- anna ekki útilokað að sú gæti orðið niðurstaðan en þó aðeins með því skilyrði að ríkið efni loforð í tengsl- um við breytingarnar sem gerðar voru í lífeyrismálum á árinu 2016 um jöfnun launa á milli markaða. Samninganefnd ríkisins hefur boð- að formenn BSRB, BHM og KÍ til fundar í næstu viku. Forystumenn heildarsamtakanna áttu óformlegan fund með formanni samninganefnd- ar ríksins um miðjan desember. „Við höfum talað saman óformlega markaða. „Við höfum sameinast um það BSRB, BHM og KÍ að það verði að liggja fyrir niðurstaða í vinnunni varðandi jöfnun launa á milli mark- aða sem hefur verið í gangi frá 2016. Við leggjum ríka áherslu á að það sé klárað áður en við getum farið í kjarasamningsviðræðurnar,“ segir hún. Sonja segir um undirbúning kjaraviðræðna að BSRB hafi lagt áherslu á að hafist verði handa við þau verkefni sem liggja fyrir, s.s. um styttingu vinnuvikunnar, einkum í vaktavinnu. „Við höfum farið fram á að það verði stofnaður starfshópur aftur með svipuðum hætti og var í síðustu kjarasamningsviðræðum og vonumst til að hann fari í gang fljót- lega eftir áramót,“ segir hún. Hún gerir ráð fyrir að formlegt samtal viðsemjenda hefjist þá af fullri alvöru með það að markmiði að samningur geti tekið við af samningi. lBSRB, BHM og KÍ vilja að fyrst verði staðið við samkomulagið frá 2016 um jöfnun launa á milli mark- aðal„Loksins kominn gangur í það samtal“lSNR boðar forystumenn heildarsamtakanna til fundar Útiloka ekki skammtímasamning Friðrik Jónsson Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Sonja Ýr Þorbergsdóttir Ljúft að leggja brýnu málefni lið „Mér er hlýtt í hjarta að fara inn í nýtt ár eftir að hafa styrkt gott og mikilvægt málefni,“ segir Kristín Sigfúsdóttir. Hún og sonur hennar, Sigfús Helgi Kristinsson, heimsóttu Píeta-samtökin í gær og afhentu þeim ágóðann af sölu á matreiðslubókinni Hvað er í matinn mamma? sem þau mæðgin- in settu saman og kom út nú fyrir jólin. Útgáfa bókarinnar var þeirra eigin framtak og þegar all- ir reikningar höfðu verið greiddir var útkoman 250 þúsund krónur í plús. Sú var upphæðin sem þau Kristín og Sigfús Helgi afhentu Píeta í gær Uppskriftirnar í bókinni voru afar fjölbreyttar. Þær eru líka nokkuð sem þau mæðginin höfðu reynt sjálf, en Kristín er mat- ráður Landsvirkjunar í Búrfelli. Sigfús býr í Bandaríkjunum hvar hann starfar sem prófessor í tauga- og talmeinafræði. „Bókin var nánast að öllu leyti heimaunnin; skrif, myndatökur, texti og umbrot. Allt unnið yfir netið og milli heimsálfa. Við feng- um bókina úr prentun rétt í tæka tíð fyrir jólin og fórum þá beint í söluna sem að miklu leyti var tekin í gegnum samfélagsmiðla. Viðtökurnar voru góðar þótt enn séu nokkrar bækur enn óseldar. Vonandi getum við gert eitthvað þessu líkt aftur í framtíðinni, svo brýn eru þau verkefni sem Píeta sinnir,” segir Kristín. Bæði við að starfsemi Píeta, samtaka sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfs- skaða og sjálfsvígum og styðja við aðstandendur, standi sér og sínum nærri. Því hafi verið ljúf skylda að leggja samtökunum lið. Mæðginin Kristín og Sigfús Helgi eru til hægri á myndinni hér en til vinstri Benedikt Guð- mundsson frá Píeta-samtökun- um. sbs@mbl.is Færðu Píeta-samtökunum ágóða af sölu bókarinnar Hvað er í matinn mamma? Morgunblaðið/Árni Sæberg að ljúka aðskilnaði eignarhalds flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallast á þessu sjónarmiði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu vegna kaupa ríkisins á Landsneti, og eru þau sögð í samræmi við það sem kveðið er á um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Landsvirkjun var meirihlutaeig- andi Landsnets, með 64,73% hlut, og fær því nærri 44 milljarða króna af söluverðinu í sinn hlut. RARIK átti 22,51% eignarhlut og fær rúma 15 milljarða. Orkubú Vestfjarða átti 5,98% og fær 4 milljarða við söluna. Í fréttatilkynningu er ekki sagt hvernig ríkið greiðir kaupverðið. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni, orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að fyrirtækið fái nú ný tækifæri til að auka fjárfestingar í orkuinnvið- um á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við. Fjórði eigandinn er Orkuveita Reykjavíkur og heldur hún sínum 6,78% hlut. Miðað við viðskipti ríkisfyrirtækjanna er sá hlutur 4,6 milljarða króna virði. helgi@mbl.is Samningar hafa tekist um kaup ríkisins á 93,22% eignarhlut Landsvirkjunar, RARIK og Orkubús Vestfjarða í Landsneti. Ríkið greiðir bókfært verð fyrir eignarhlutinn, eða 439 milljónir Bandaríkjadala sem svarar til um 63 milljarða króna. Ríkið á að fullu þau félög sem selja því eignarhluti sína í Landsneti. Orkuveita Reykjavíkur á áfram sinn hlut, 6,78%, nú á móti ríkinu einu. Landsnet var stofnað með lögum á árinu 2004 og tók til starfa í byrjun árs 2005. Fyrirtækið starfar samkvæmt sérleyfi og gegnir mik- ilvægu hlutverki á raforkumarkaði. Hlutverk þess er flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Fyr- irtækið er háð eftirliti Orkustofn- unar sem ákveður tekjumörk sem gjaldskrár byggja á. Í orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, kemur meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt lLandsvirkjun fær 44 milljarða fyrir hlutinnlOV selur ekki Ríkið kaupir meginhluta Landsnets af ríkisfyrirtækjum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Háspenna Landsnet flytur raforku og stjórnar raforkukerfinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.