Morgunblaðið - 31.12.2022, Page 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is
Lokað hjá Gallerí Fold yfir áramótin
Opnar aftur 3. janúar
GLEÐILEGT NÝTT ÁR
Gallerí Fold þakkar fyrir samstarfið
á árinu sem er að líða
H
araldurB
ilson
Tveir reyndir starfsmenn Morgun-
blaðsins, Árni Matthíasson og Einar
Falur Ingólfsson, láta af störfum
um áramótin. Þeir hafa fengist við
blaðamennsku, ljósmyndun, for-
ritun, prófarkalestur og menningar-
skrif svo nokkuð sé nefnt. Þótt þeir
láti af daglegum störfum ætla þeir
ekki að slíta tengslin við Morgun-
blaðið.
Æskudraumurinn rættist
„Ég er að hætta sem daglauna-
maður á Morgunblaðinu, en held
áfram tengslum við blaðið til dæmis
með því að skrifa ritdóma,“ segir
Einar Falur Ingólfsson, fráfar-
andi yfirmaður menningardeildar
Morgunblaðsins. „Kynni mín og
Morgunblaðsins hófust í apríl 1982
þegar ég var 15 ára. Ég hafði gríðar-
legan áhuga á blaðamennsku allt
frá barnæsku. Öll dagblöðin komu
á æskuheimili mitt í Keflavík og ég
reyndi að verða fyrstur til að ná í
Moggann á morgnana og lesa blaðið
áður en aðrir fóru á fætur.“
Hann lærði framköllun í Barna-
skólanum í Keflavík. „Þá opnaðist
fyrir mér einhver mesti töfraheim-
ur sem ég þekki – myrkraherberg-
ið. Ég var alltaf að taka myndir og
dvaldi þar löngum stundum. Svo
keypti ég mér góða myndavél fyrir
fermingarpeningana og lét mig
dreyma um að verða ljósmyndari
og blaðamaður.“ Einar Falur var
í ritstjórn skólablaðsins Stakks í
Gagnfræðaskólanum í Keflavík og
tók viðtal við Halldór Laxness í des-
ember 1980. „Ég byrjaði á toppnum
í blaðamennsku! Myndir sem ég
tók 14 ára af Halldóri eru í mynda-
safni Morgunblaðsins og hafa oft
birst. Halldór hafði notað persónu
að nafni Falur í skrifum sínum en
aldrei hitt neinn Fal fyrr en hann
hitti mig. Eftir þetta heilsaði hann
mér með miklum virktum þegar við
hittumst.“
Faðir Einars Fals var forseti
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins og jafnframt fréttaritari
Morgunblaðsins í Keflavík. Einar
Falur tók mynd á Fiskiþingi sem
birtist í fréttatíma Sjónvarpsins.
Það var fyrsta fréttamynd hans í
fjölmiðli. Þegar Einar Falur var 15
ára, 1982, fór hann í starfskynningu
á Morgunblaðinu í þrjá daga. Fyrsta
verkefnið var að fara með Anders
Hansen blaðamanni á útgáfuhóf
því bók Halldórs Laxness, Sagan af
brauðinu dýra, var að koma út. „Svo
fékk ég að vera með ljósmyndurun-
um á blaðinu sem voru hetjurnar
mínar. Þar voru tveir „kallar“ sem
ég dýrkaði. Sá eldri var Ólafur K.
Magnússon, faðir ljósmyndadeildar-
innar. Hinn sem ég dáði mjög var
Ragnar Axelsson, þá 24 ára!“
Sigtryggur Sigtryggsson
fréttastjóri leiddi Einar Fal á fund
Matthíasar Johannessen ritstjóra
og lagði til að þessi ungi maður tæki
við af föður sínum sem fréttaritari
í Keflavík og íþróttaljósmyndari
þar. Það var samþykkt. Síðan hefur
hann verið nær samfellt á launa-
skrá hjá Morgunblaðinu.
Einar Falur fór í FS í Keflavík og
tók fyrstur Íslendinga stúdentspróf
af fjölmiðlabraut. Hann var ráðinn
í sumarstarf sem ljósmyndari á
Morgunblaðinu 1. júní 1986. Einar
Falur nam bókmenntafræði við HÍ
og vann með námi sem ljósmyndari
á blaðinu. Að loknu námi varð hann
menningarblaðamaður og vann
við hlið Súsönnu Svavarsdóttur
við átta síðna menningarblað sem
kom út á laugardögum. „Morgun-
blaðið styrkti mig 1988 til að fara
á námskeið hjá Mary Ellen Mark
ljósmyndara, sem ég dáði mjög.
Kynnin við Mary Ellen breyttu
lífi mínu og ég fann mína leið sem
heimildaljósmyndari,“ segir Einar
Falur. Hann fór í framhaldsnám til
Bandaríkjanna fyrir tilstilli hennar
og lauk meistaragráðu í skapandi
ljósmyndun og lærði jafnframt
myndstjórn.
Einar Falur og eiginkona hans,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, bjuggu í
New York 1995 að loknu framhalds-
námi. Þá hringdi Styrmir Gunnars-
son ritstjóri og bauð Einari Fal starf
myndstjóra. Hann var myndstjóri í
13 ár og hætti árið 2007 þegar hann
fékk listamannalaun og fór í leyfi.
Eftir leyfið varð hann blaðamaður
á menningardeild og tók síðan við
stjórn hennar. En hvað tekur nú
við?
„Ég er að vinna að tveimur
stórum sýningum hér á landi 2024
og 2025. Sú vinna tekur mikinn
tíma og mikla orku næstu tvö árin.
Það eru fleiri sýningar í farvatn-
inu. Ég hef einnig kennt mikið og
reikna með að fara meira í kennslu
og lausamennsku í ljósmyndun og
skrifum. Svo geng ég með bækur í
maganum,“ segir Einar Falur.
Tónlistin er í uppáhaldi
„Ég var togarasjómaður í átta
ár og orðinn bátsmaður á togar-
anum Ögra RE. Það er líklega
það hæsta sem ég hef komist í
mannvirðingastiganum. Við Björg
Sveinsdóttir eignuðumst litla stelpu
og þá langaði mig í land,“ segir
Árni Matthíasson sem hefur gegnt
mörgum störfum á Morgunblaðinu
og mbl.is. Árni sótti fyrst um starf
prófarkalesara á Morgunblaðinu
og stóðst prófið sem fyrir hann var
lagt.
„Ég fékk vinnuna í byrjun árs 1981
og vann hér í eitt ár. Þá hafði ég
ekki efni á því lengur og fór aftur á
sjóinn í eitt ár. Eftir það kom ég al-
farið í land og hef unnið hér síðan,“
segir Árni. Auk prófarkalesturs
hefur hann unnið sem blaðamaður,
lÁrni Matthíasson og Einar Falur
Ingólfsson kveðja Morgunblaðið
Tveir lykil-
menn láta nú
af störfum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðsmenn Árni Matthíasson (t.v.) og Einar Falur Ingólfsson hafa starfað í áratugi á Morgunblaðinu. Þeir
hafa ekki alfarið slitið tengsl sín við blaðið og munu sinna lausaskrifum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kveðjustund Karl Blöndal aðstoðarritstjóri þakkaði þeim Árna og Einari
Fal og afhenti þeim blóm og kveðjugjöf frá Morgunblaðinu.
haldið utan um útgáfu sérblaða,
verið umsjónarmaður síðna um
tiltekin efni, forritað flýtilykla og
annast tölvuaðstoð. Hann hefur
haldið utan um bókmenntaum-
fjöllun Morgunblaðsins síðustu ár.
Einnig hefur hann skrifað mikið um
tölvur og tækni, vín, bjór og mat.
„Það má segja að ég hafi skrifað um
allt sem er gott og skemmtilegt,“
segir Árni. Hann hefur skrifað
töluvert um sjónvarpstækni en
ekki um sjónvarpsefni. Ástæðan er
einföld: „Ég horfi ekki á sjónvarp
og hef ekki haft sjónvarp á heimili
mínu í 20 ár.“
Árni var í hópi þeirra sem hrundu
af stað netútgáfu Morgunblaðsins
og fréttavefnum mbl.is. „Síðan
hef ég verið með annan fótinn á
netdeildinni sem netstjóri mbl.
is og hinn á menningardeildinni,“
segir Árni. „Þegar við fórum af
stað var hvorki til ritstjórnarforrit
fyrir net né heldur auglýsingaforrit.
Við skrifuðum ritstjórnarkerfi og
nefndum það Sidda í höfuðið á Sig-
tryggi Sigtryggssyni fréttastjóra.
Svo bjuggum við til auglýsingakerfi
sem heitir Baldvin eftir Baldvini
Jónssyni, fyrrverandi auglýsinga-
stjóra.“
Árni er þekktur fyrir skrif sín um
íslenska dægurtónlist. Hann byrjaði
að skrifa í Morgunblaðið um blús-
tónlist 1985-1986. „Ég tróð mér inn
á síður blaðsins með umfjöllun um
íslenska dægurtónlist. Mér fannst
ég hafa unnið ákveðinn sigur þegar
Björn Vignir Sigurpálsson, ritstjóri
Sunnudagsblaðsins, samþykkti að
leggja forsíðuna undir Björk Guð-
mundsdóttur. Það var vendipunkt-
ur,“ segir Árni. „Tónlistarumfjöll-
unin hefur gefið mér mesta gleði.
Í menningarskrifum hefur mér oft
liðið eins og ég sé ekki í vinnu því
þetta er svo skemmtilegt. Það hefur
alltaf heillað mig sem ungt fólk
er að gera í tónlist. Ég hef verið í
dómnefnd Músíktilrauna frá 1987.
Björg konan mín er ljósmyndari og
hún var alltaf með mér. Það er ekki
víst að ég hefði enst svona lengi í
þessu hefði hún ekki nennt að vera
með mér.“ Árni hefur einnig verið
formaður Kraumsverðlaunanna,
árlegra plötuverðlauna fyrir nýja
tónlist. En hvað tekur nú við?
„Eftir að það spurðist út að ég
væri að hætta hér hef ég fengið
ýmis tilboð. Ég ætla að skreppa
til Ítalíu að heimsækja barnabarn
og tek einhverja ákvörðun um
framhaldið undir ítalskri sól,“
segir Árni. En leynist hjá honum
frumsamið efni sem hann langar að
koma á framfæri?
„Nei. Ég hef gefið út nokkrar bæk-
ur og það er búið að biðja mig um
að skrifa fleiri bækur en það verður
þá eitthvað jarðbundið. Það hefur
líka verið nefnt hvort ég sé til í að
gera sitt af hverju fyrir Morgun-
blaðið. Mér finnst það freistandi og
líklegt að ég geri það,“ segir Árni.