Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 36
STJÓRNMÁL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
36
Þ
að er til siðs að skrifa bjartsýnisgreinar um áramót.
Það hef ég jafnan gert og bent á að Ísland og heimurinn
allur séu betri en margir halda og fari almennt batn-
andi. Bjartsýni má þó ekki verða til þess að við gleym-
um okkur og tökum að líta á árangur liðinna ára sem gefinn.
Við þessi áramót er ég uggandi. Enn er ég sannfærður um
að á nýju ári séu stórkostleg tækifæri til að bæta samfélagið
og lífskjör á Íslandi ef viljinn verður fyrir hendi. En því miður
á sér nú stað fráhvarf frá flestu því sem hefur tryggt árangur
Íslands og annarra samfélaga til þessa. Hraði þessarar óheilla-
þróunar er orðin ískyggilegur.
Árangur Íslands og annarra vestrænna ríkja byggist á
gildum sem barist var fyrir um aldir og árþúsund. Margt af
þessu voru undantekningar í mannkynssögunni og brotthvarf
frá „náttúrulegu“ ástandi. Hugsjónir á borð við að líta á alla
einstaklinga sem jafnréttháa og fyrir vikið tryggja jafnræði
fyrir lögum og eignarrétt. En einnig aðferðir til að stuðla
að framförum; frjáls skoðanaskipti, rannsóknir og vísindi
grundvölluð á staðreyndum, skiljanleg lög og reglur og almenn
framfaraþrá.
Allt á þetta nú undir högg að sækja. Mér hefur lengi orðið
tíðrætt um þessa þróunin en reynsla ársins 2022 jók áhyggjur
mínar og þörfina fyrir að hvetja til viðspyrnu á nýju ári.
Stjórnarfar samtímans
Nú byggist stjórnun landsins nánast eingöngu á umbúðum
og yfirlýstum markmiðum fremur en innihaldi og raunveruleg-
um áhrifum. Þetta hef ég oft nefnt en ég hvet lesendur til að
velta þessu fyrir sér þegar þeir fylgjast með þeim málum sem
stjórnvöld leggja fram. Viku eftir viku, mánuð eftir mánuð,
ár eftir ár afgreiða stjórnmálin viðfangsefni sín með þessum
hætti.
Þegar afstaðan byggist ekki á innihaldinu er hún oft byggð
annað hvort á ímynd (umbúðunum) eða einfaldlega kerfisræði.
Þ.e. því að kjörnir fulltrúar afgreiði það sem þeim er sent úr
ráðuneytum eða frá útlöndum (einkum frá Brussel).
Þetta er ekki sér-íslensk þróun en áhrifin magnast þegar við
sitjum uppi með ríkisstjórn sem var ekki mynduð um pólitíska
stefnu heldur ímynd. Stjórn um „breiða skírskotun“ og aðra
frasa en umfram allt ráðherrastóla og kerfisræði.
Á árinu 2022 voru mörg dæmi um að stjórnmálamenn yrðu
undrandi á áhrifum þeirra laga sem þeir höfðu samþykkt. Þá
báru þeir stundum fyrir sig að „sérfræðingarnir“ sem hefðu
samið lögin hefðu sagt að það væri í lagi með þau eða að það
yrði að samþykkja þau vegna annarra skuldbindinga.
Þessi þróun er niðurlægjandi fyrir þingið og lýðræðið.
Skömmu fyrir jól ákváðu stjórnarliðar að hækka gríðarlega
gjald á rúllubaggaplast og auka í einni svipan álögur á bændur
um 100 milljónir á ári. Þingmennirnir sögðust ekki vilja gera
þetta en þeim hefði verið sagt að þeir yrðu að gera það vegna
þess að þremur árum áður hefðu þeir samþykkt lög um
„hringrásarhagkerfið“. Loks afsökuðu þeir sem lögðu í að tjá
sig stuðning við málið með því að fylgst yrði með afleiðingun-
um.
Að skjóta fyrst og spyrja svo
Það stóð reyndar upp úr í málflutningi stjórnarliða um mörg
þeirra laga sem keyrð voru í gegn fyrir áramót að fylgst yrði
með áhrifunum. Þannig var samþykkt að leggja niður heila
stétt með þeim orðum að fylgst yrði með áhrifunum næstu
árin. Formaður Bandalags leigubifreiðastjóra reyndi að koma
bænaskjali til ráðherra með hvatningu um að stjórnvöld
reyndu að læra af afleiðingum sams konar löggjafar í Noregi
áður en lögin yrðu samþykkt. Læra fyrir fram fremur en eftir
að skaðinn væri skeður. Ráðuneytið lokaði á nefið á formann-
inum og lét hann bíða í 11 stiga frosti án þess að ráðherrann
„fylgdist með áhrifunum“ eða veitti áheyrn.
Raunveruleg áhrif lagasetningar á raunverulegt fólk eru
nú úti í kuldanum en inni í hlýjunni monta ráðherrar sig af
umbúðunum og yfirlýstum markmiðum.
Það sama alls staðar
Þessi þróun blasir við í einum stærsta málaflokki samtímans,
málefnum hælisleitenda. Þar skreyta ráðherrar og þingmenn
sig með frösum eða hljómþýðum orðum. Orðið „mannúð“ er
mikið notað. Það að gera Ísland að bestu söluvöru glæpagengj-
anna sem skipuleggja fólksflutninga hefur hins vegar ekkert
með mannúð að gera. Þvert á móti. Ef alvara væri að baki því
að gera sem mest gagn fyrir sem flesta þeirra sem eru í mestri
neyð væri haldið allt öðruvísi á málum. Stjórnvöld myndu jafn-
vel reyna að læra af reynslu nágrannalandanna sem nú fara
í þveröfuga átt við Ísland. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins
gerðu nokkrir fulltrúar tilraun til að aðgreina stefnu flokksins í
málaflokknum lítillega frá stefnu Samfylkingarinnar. Þeir voru
barðir á bak aftur og meira að segja tilraunum þeirra til að
leiðrétta málfar í textanum hafnað enda er sjálft tungumálið
orðið fórnarlamb sýndarmennsku samtímans.
Stefna og skilaboð ríkisstjórnarinnar hafa áorkað því að
Ísland á nú líklega Evrópumetið í straumi hælisleitenda.
Landið sem fæstir leituðu til fyrir nokkrum árum. Ástandið
er stjórnlaust eins og meira að segja einn eða tveir ráðherrar
viðurkenna og innviðir samfélagsins ráða ekki við vandann.
Árið 2022 fjölgaði erlendum ríkisborgurum á Íslandi margfalt
meira en Íslendingum (á 3. ársfjórðungi var það tólffalt).
Á meðan fólk á í mesta basli með að finna húsnæði stendur
ráðherra fyrir blaðamannafundi með borgarstjóranum til
að auglýsa að Reykjavík sækist eftir 1.500 hælisleitendum á
næsta ári. Þótt til standi að fjölga borgarbúum um meira en 1%
á einu ári með þessum hætti virðist þó enginn vita hvar eigi að
finna húsnæðið né hver eigi að borga. Reykjavíkurborg er enda
á hausnum og ætlar að bregðast við því meðal annars með
fækkun leikskólakennara. Ótrúlegur fjöldi upplýsingafulltrúa
eykst væntanlega á meðan enda mikilvægasta verkefnið að
pakka hlutum inn í umbúðir.
Heilbrigðiskerfið er í krísu, einu sinni sem oftar. Vandinn
virðist þó stærri en áður. Biðlistar hafa líklega aldrei verið
lengri. Einn af hverjum hundrað Íslendingum bíður eftir
augnsteinaaðgerð. Bið eftir öðrum nauðsynlegum og lífsbæt-
andi aðgerðum lengist líka. Enn er fólk sent til útlanda í þrefalt
dýrari aðgerðir en hægt væri að framkvæma hér heima. Í
staðinn eru útlendingar fluttir til Íslands til að nýta aðstöðuna
hér. Hvernig má þetta vera? Jú vegna þess að þótt sífellt meira
fjármagn sé sett í heilbrigðiskerfið er ekkert gert í því að laga
kerfið sjálft. Meiri tími fer í ímyndarvinnu og að fela andstöðu
ríkisstjórnarinnar við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstofnanir
með því að senda sjúklingana á slíkar stofnanir í útlöndum.
Heilbrigðisráðherrann segir að það sé rétt að skoða málið.
Það stendur væntanlega til að fylgjast með áhrifunum af því
að gera ekkert. Áhrifin af því að kerfið skuli ekki hafa ráðið
við að endurmeta áformin um að byggja við Landspítalann við
Hringbraut, í stað þess að byggja nýjan glæsilegan spítala á
nýjum stað, eru byrjuð að koma í ljós. Óljóst er hvernig tekið
verður á mygluvanda í gömlu húsunum og kostnaður er þegar
kominn langt fram úr áætlun. Hver hefði trúað því?
Vífilsstaðir sem höfðu verið skilgreindir sem framtíðar-
byggingarland Landspítalans voru „gefnir“ í skyndi til að
stöðva vangaveltur um framkvæmdir þar. Nú rétt fyrir jól,
eftir að þingið fór í frí, afhenti svo ríkið eina verðmætustu eign
sína, Keldnalandið, inn í furðulegt fyrirtæki sem hefur það að
markmiði að ríkið sjái um að fjármagna helsta kosningaloforð
borgarstjórans í Reykjavík, svo kallaða Borgarlínu.
Ekki hefur vantað umbúðamennskuna í kynningu á því ver-
kefni. „Hágæða almenningssamgöngur“ er þetta kallað. Þegar
innihaldið er skoðað snýst þetta um að þrengja að annarri
umferð í borginni (yfirlýst markmið), reka tvöfalt strætis-
vagnakerfi og leggja auknar álögur á vegfarendur.
Yfirlýst markmið er betri almenningssamgöngur en raun-
veruleg áhrif verða meiri umferðarteppur, ný veggjöld á fólkið
sem situr lengur fast í umferðinni og hærri skattar til að halda
ævintýrinu gangandi. Skattgreiðeiðendur á Akureyri, Ísafirði
og annars staðar á landinu munu þurfa að fjármagna ný
ævintýri borgarstjórnar sem hvorki ræður við að þrífa götur
né moka snjó.
Tækifærum kastað á glæ
Þeir sem ættu að stjórna landinu ráða ekki við að marka
stefnu og fylgja henni áfram. Kerfið og þeir sem sérhæfa sig í
að spila á það (eða spila með) ráða för.
Afleiðingarnar má sjá í því hvernig einstöku tækifæri til að
endurskipuleggja fjármálakerfið var klúðrað. Þær má líka sjá á
því hvernig stjórnvöld létu það viðgangast að skipulögð glæpa-
starfsemi héldi áfram að teygja anga sína um samfélagið þrátt
fyrir skýrslur ríkislögreglustjóra frá 2017, 2019 og 2021 sem
fólu í sér nokkurs konar neyðaróp. Ég og fleiri reyndum ár eft-
ir ár að vekja máls á þessu en það þótti óþægilegt svo það var
einfaldlega brugðist við með því að líta fram hjá vandanum.
Afleiðingarnar af getuleysi stjórnvalda og pólitísku sýndar-
mennskunni sem hefur tekið við af innihaldi má sjá víða. Til
dæmis í þeim ótrúlegu áformum ráðherra Sjálfstæðisflokksins
og ríkisstjórnarinnar að banna ekki aðeins vinnslu á olíu og
gasi heldur einnig rannsóknir í íslenskri lögsögu. Þetta hlýtur
að vera í fyrsta skipti sem íslensk ríkisstjórn leggur til bann
við rannsóknum. Það er gert í krafti umbúðastjórnmála sam-
tímans, til að þykjast betri en aðrir. En hver er raunin? Á sama
tíma ríkir orkukrísa og öryggi Evrópu er ógnað vegna skorts á
gasi sem meira að segja ESB skilgreinir nú sem náttúruvænan
orkugjafa. Eftirspurn eftir gasi mun bara aukast samhliða
umhverfisvænni orkuframleiðslu en íslensk stjórnvöld ætla að
láta Katar, Venesúela, Rússland og aðra um framleiðsluna. Um
leið koma þau í veg fyrir stærsta tækifærið til að efla byggð og
velmegun á Norður- og Austurlandi og auðvitað Íslandi öllu.
Ótal slík mál mætti nefna. Mál sem hafa jafnvel þveröfug
áhrif m.v. yfirlýst markmið. Ríkisstjórnarflokkarnir tala hlý-
lega til bænda á meðan þeir halda áfram að innleiða reglugerð-
ir og lög og sækja að greininni úr öllum áttum. Ríkið heldur
meira að segja áfram að ásælast eignarlönd bænda langt
umfram það sem til stóð.
Listinn er langur
Svo eru það öll „viðkvæmu málin“ sem enginn má ræða nema
ráðherrarnir sem stæra sig af yfirlýstum markmiðum þeirra
jafnvel þótt þau hafi í sumum tilvikum mjög skaðleg áhrif á
ýmsa þá sem síst skyldi.
Hægt væri að benda á fjölmargt í viðbót. Stjórnin fylgir eftir
skorti á viðbrögðum við skipulagðri glæpastarfsemi og stjórn-
leysi á landamærunum með því að auðvelda glæpagengjum að
selja eiturlyf og kallar það „skaðaminnkun“. Stjórnvöld senda
skýrslur til útlanda með framtíðarsýn um minni landbúnað,
minni iðnað og minni lífsgæði í þágu loftslagsmarkmiða. Lögð
eru á endalaus ný gjöld og skattar sem allir eiga að kyngja af
því þeir séu „grænir“ eða nauðsynlegir vegna einhverra hljóm-
fagurra markmiða o.s.frv. o.s.frv.
Á meðan á þessu gengur aukast svo ríkisútgjöld sem aldrei
fyrr. Þau hafa aldrei verið eins mikil og þau verða á næsta
ári. Aukningin hefur aldrei verið eins hröð og nú, báknið
hefur aldrei verið stærra og engin ríkisstjórn hefur verið eins
svartsýn á að hún geti náð tökum á ríkisfjármálunum (næstu
ríkisstjórn er ætlað að gera það).
Fjármálaráðherrann má þó eiga það að hann hefur húmor
fyrir sjálfum sér og flokki sínum eins og sannaðist þegar
hann sagði frá því á landsfundi að hann hefði ákveðið að boða
skattalækkanir … í næstu kosningabaráttu.
Framsóknarflokkurinn stendur ekki við neitt nema EES-inn-
leiðingar og reiðir sig áfram á ímyndarauglýsingar eða að
höfða til pólitískrar þreytu og gleymsku. VG leiðir þátttöku
okkar í NATO en lýsir yfir eindreginni andstöðu við bandalag-
ið.
Vegið að málfrelsi
Verst af öllu er þó tilhneiging ráðandi afla hér á landi og víð-
ar til að verja stöðu sína með því að hindra gagnrýna umræðu.
Segi menn eitthvað sem fellur ekki að rétttrúnaðinum geta
þeir átt von á að vera stimplaðir og útilokaðir.
Jafnvel fjölmiðlar virðast sumir hverjir nú efast um gildi
tjáningarfrelsis sem áður var þeim heilagt. Þegar uppfinninga-
maðurinn Elon Musk keypti Twitter til að heimila tjáningar-
frelsi urðu margir til að skilgreina hann sem hættulegan
mann. Sumir fjölmiðlar, jafnvel hér á landi, virðast taka undir
þetta og segja furðu einhliða fréttir af gangi mála. Miðlar sem
áður unnu að því að leiða fram sannleikann virðast nú sumir
einbeita sér að innrætingu. Okkar eigið Ríkisútvarp getur ekki
einu sinni látið börnin í friði fyrir áróðri á jólum.
Við þurfum að verja þau grunngildi sem hafa skilað samfé-
laginu árangri um aldir, enduruppgötva raunverulega fram-
faraþrá, leyfa lýðræðinu að gera það sem því var ætlað og þora
að takast á um landsins gagn og nauðsynjar.
Takist það, þó ekki væri nema að nokkru leyti, verður árið
2023 gott ár.
Gleðilegt nýtt ár,
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Það sem ber að varast á
gleðilegu nýju ári
Enn er ég sannfærður um að á nýju ári séu
stórkostleg tækifæri til að bæta samfélag-
ið og lífskjör á Íslandi ef viljinn verður fyrir
hendi. En því miður á sér nú stað fráhvarf frá
flestu því sem hefur tryggt árangur Íslands
og annarra samfélaga til þessa.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins – M