Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 37
STJÓRNMÁL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022
37
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Getum gert svomikið
G
óðan dag, kæri lesandi, og takk fyrir árið sem er
að líða. Að minnsta kosti það jákvæða sem gerðist
á árinu. Allt hitt má bara eiga sig. Innrásin í banda-
ríska þingið. Stríðið í Úkraínu. Fátækt á Íslandi.
Ómannúðleg framkoma við flóttafólk. Salan á Íslandsbanka.
Verðbólga. Húsnæðiskrísa og svo mætti því miður lengi
telja. Stefnum á að gera minna af leiðinlegum og slæmum
hlutum á næsta ári.
Ef við viljum sjá bjartari framtíð þá þurfum við líka að
gera upp það sem dregur okkur niður – til þess að gera ekki
sömu mistökin aftur og aftur – og það er yfirleitt tilgangur
svona áramótagreina. Að horfa yfir farinn veg og segja hvað
við ætlum að gera betur á næsta ári.
Að mínu mati verður árið 2022 skráð í sögubækurnar.
Að mestu leyti vegna atburða sem gerðust erlendis. Árið
verður skráð í sögubækurnar sem eitt af stóru árunum. Það
mun skipa sér í hóp ára eins og 1914 þegar fyrri heimsstyrj-
öldin hófst, 1929 vegna kreppunnar miklu, 1939 þegar seinni
heimsstyrjöldin hófst, 1945 þegar seinni heimsstyrjöldinni
lauk með fyrstu kjarnorkusprengjunni sem var beitt í árás
á almenna borgara, 1969 þegar maður steig fyrst fæti á
tunglið, 1990 þegar veraldarvefurinn var búinn til, 2001
þegar stríðið gegn hryðjuverkum hófst, 2008 þegar fjár-
málahrunið varð og 2019 vegna Covid-19.
Tvær uppfinningar mörkuðu tímamót
Árið sem er að líða mun líklega verða stærra ártal í mann-
kynssögunni en nokkurt þessara ártala, meira að segja
stærra en 1945, 1969 og 1990 sem má líta til sem árs þar
sem framtíð mannkyns var breytt í grundvallaratriðum.
Af hverju verður árið 2022 svona merkilegt í framtíðinni?
Jú, fjöldi manna á jörðinni fór yfir átta milljarða. Rússland
réðst inn í Úkraínu. Mótmæli í Kína og Íran. Árás á þinghús
Bandaríkjanna. Þó þetta séu atburðir sem geta haft áhrif á
líf okkar í mörg ár eða áratugi er það þó ekki þeirra vegna
sem árið 2022 mun marka tímamót í mannkynssögunni.
Heiðurinn af því að gera 2022 að tímamótaári eiga tvær
uppfinningar sem má segja að hafi fæðst á árinu; gervi-
greind og kjarnasamruni.
Hvorug tæknin er ný. Fyrsta gervigreindarráðstefnan var
haldin árið 1956 og fyrsti kjarnasamruninn var framkallað-
ur af mönnum árið 1952. En það má segja að á árinu 2022
hafi orðið nokkurs konar „fæðing“. Kjarnasamruni skilaði í
fyrsta skipti meiri orku en notað var til að hefja samrunann
og gervigreind sagðist vera með meðvitund – og hefur mjög
líklega rétt fyrir sér að einhverju leyti.
Kjarnasamruni býður upp á möguleikann á hreinni og
óendanlegri orku fyrir alla, alls staðar, alltaf. Það þýðir að
það þarf ekki að brenna kolum og olíu. Það þarf ekki virkj-
anir eða vindmyllur. Það mun ekki vera þörf til að rífast um
orku eða orkuauðlindir í framtíðinni. Það þýðir færri stríð
og minni átök. Að minnsta kosti ef fólk klúðrar því ekki með
því að reyna að einoka tæknina – sem er mjög fyrirsjáanlegt
að verði reynt.
Þó það verði hins vegar erfiðara að einoka gervigreindina
þá er auðveldara að misnota hana. Djúpfalsanir (e. deep
fake) færa netsvindl upp í nýjar hæðir og pólitíkina niður í
nýjar lægðir. Þrátt fyrir möguleika á misnotkun eru tæki-
færin sem gervigreindin býður okkur mögnuð. Það er erfitt
að ímynda sér hversu mikið á eftir að breytast en í stuttu
máli má segja að allt breytist. Allt. Og jákvæðu áhrifin
verða miklu meiri en þau neikvæðu.
Áskorun næstu ára er færri stríð og meiri friður
Nú búa átta milljarðar mannvera á þessari jörð og tveir
milljarðar munu bætast við á næstu 40 árum. Hvert okkar
hefur sífellt minna pláss á meðan við þurfum meira pláss
til þess að viðhalda þeim lífsgæðum sem við höfum vanist
á undanförnum áratugum. Við munum því þurfa á tækni-
framförum eins og kjarnasamruna og gervigreind að halda.
Ekki bara fyrir ríku þjóðirnar heldur sérstaklega fyrir allar
hinar þjóðirnar. Í stuttu máli verður það áskorun næstu ára
– færri stríð og meiri friður með orku fyrir alla.
En hvað er að gerast á litla Íslandi lengst norður í Atlants-
hafi? Það tók okkur 20 ár að ákveða að byggja nýjan spítala
og það virðist ætla að taka jafn langan tíma að leysa hús-
næðisvandann. Á meðan heimilislausum fjölgar montar rík-
isstjórnin sig af kaupmætti ráðstöfunartekna, sem er víst
með mesta móti – að meðaltali – en minnkaði um 90 þúsund
krónur á árinu 2022 (meira ef tekið er tillit til verðbólgu).
Hvað er það sem við þurfum að gera betur á næsta ári nú
þegar engar Covid-takmarkanir eru í gildi? Ríkisstjórnin
heldur að hún geti selt Íslandsbanka betur. Hún getur það
ekki. Ég veit ekki hverjum gæti einu sinni dottið það í hug
að það geti gerst aftur á næsta ári á meðan ríkisstjórnin
heldur að það sé í lagi að fjármálaráðherra geti selt fjöl-
skyldu sinni hluti í bankanum.
Við gætum hætt að brjóta á fólki á flótta, nema kannski
þessi ríkisstjórn. Hún virðist vera mjög upptekin af því að
koma réttindaskerðingu flóttafólks í gegnum þingið. Við
gætum kannski klárað að uppfæra stjórnarskrána, taka til
í kvótakerfinu, farið í alvöru aðgerðir í umhverfismálum og
hætt að stríðsvæða lögregluna gegn veiku fólki.
Bara til þess að nefna nokkur dæmi.
Við getum nefnilega gert svo mikið, þó við séum agn-
arsmá þjóð innan um hina átta milljarðana þá getum við
gert stóra hluti. Sérstaklega ef við gerum það saman. Lýð-
ræðislega, með heiðarleika og ábyrgð í fararbroddi. Áskor-
anirnar eru miklar á því sviði þar sem þau hagsmunaöfl,
sem hafa ráðið lögum og lofum, streitast á móti. Í meðferð
þeirra verður hvítt svart og svart hvítt. Þeirra helsta vopn
er upplýsingaóreiðan, sem er höfuðandstæðingur gagnsæis,
sem lýðskrum í dulargervi lýðræðisafls beitir óspart.
Of háleit markmið fyrir breytingafælin stjórnvöld
Árið 2010 var samþykkt ályktun á Alþingi um að Ísland
skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tján-
ingar- og upplýsingafrelsis. Sú vernd hefur skilað sér í flóð-
ljósum í áttina að fjölmiðlum svo þau sjái ekki hvernig er
verið að laumast með flóttafólk úr landi. Á sama tíma erum
við neðst Norðurlanda á lista fréttafólks án landamæra, en
samt þremur sætum ofar en Namibía.
Kannski er ástæðan fyrir því að framfarir hafa verið mjög
erfiðar á Íslandi á undanförnum árum einmitt sú að við
höfum verið mjög léleg í því að gera upp fortíðina. Það eru
enn margir sárir eftir hrunið og allt sem var reynt að gera
til þess að þoka málum í aðrar áttir hefur verið slegið niður.
Það er eins og græðgiskerfið sem óx eins og skrímsli á
árunum fyrir hrun hafi ekki dáið í hruninu heldur hafi bara
legið í dvala. Við erum aftur að klúðra því að selja banka.
Útgerðin er í metgróða og hækkun á húsnæðisverði er svip-
uð og árin 2005 og 2006.
Af gefinni reynslu eru þetta hins vegar allt of háleit mark-
mið fyrir breytingafælin stjórnvöld. Við þurfum að minnka
væntingar okkar. Kannski fáum við veggjöld á næsta ári.
Það er nefnilega einmitt það sem við höfum öll verið að
kalla eftir (eða ekki)!
Hvaða væntingar getum við þá gert til næsta árs? Sama
og venjulega örugglega. Engin ný stjórnarskrá, sama kvóta-
kerfið, húsnæðisvandi og biðraðir í heilbrigðiskerfinu. Sem
betur fer eru aðrir, annars staðar, að reyna að gera heiminn
betri. Píratar munu, eins og alltaf, leggja sitt af mörkum til
þess að þrýsta á að stjórnvöld geri betur.
Með það í huga, gleðilegt nýtt ár.
Ef við viljum sjá bjartari framtíð þá þurfum
við líka að gera upp það sem dregur okkur
niður – til þess að gera ekki sömu mistökin
aftur og aftur – og það er yfirleitt tilgangur
svona áramótagreina. Að horfa yfir farinn
veg og segja hvað við ætlum að gera betur á
næsta ári.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata – P