Morgunblaðið - 31.12.2022, Side 44

Morgunblaðið - 31.12.2022, Side 44
Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 4. janúar 2023. Allar nánari upplýsingar um störfin, menntunar- og hæfniskröfur er að finna á starfatorg.is. Ráðuneytið leggur áherslu á jafnrétti og hvetur öll áhugasöm til að sækja um. Ráðuneytið er jákvætt fyrir störfum óháð staðsetningu. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið Okkar hlutverk er að leysa krafta úr læðingi Hlutverk háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins er að leiða saman það afl sem býr í háskólastarfi, vísindum, nýsköpun, iðnaði, fjarskiptum og upplýsingatækni og stuðla þannig að því að hugvitið verði stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Ráðuneytið fer með þau viðfangsefni sem varða málefni upplýsinga- samfélagsins, fjarskipti og netöryggi, notkun opinberra gagna til nýsköpunar og umbóta fyrir atvinnulíf, rafræna auðkenningu, traust- þjónustu og tæknilausnir á sviði gervigreindar. Við leggjummetnað okkar í að þessar grunnstoðir þekkingarsamfélagsins séu öflugar og traustar og í góðu samræmi þarfir samfélagsins. Vertu í bandi 12 stig! » Lögfræðingur á svið fjarskipta og netöryggis Hefur þú velt því fyrir þér hvernig lífið væri ef Ísland væri án fjarskipta í einn sólarhring? Vissulega gæti verið ágætis tilbreyting að losna við áreiti hversdagsins en veruleikinn er sá að bæði einstaklingar og þjóðir heims eru svo háð fjarskiptum að erfitt er að ímynda sér tilveruna án þeirra. Í nýju ráðuneyti er unnið að því að Ísland verði fyrsta gígabitaland heimsins en um leið þarf að sjá til þess að net- öryggi sé til fyrirmyndar. Til að efla teymið sem starfar að þessum málum í ráðuneytinu leitum við nú að lögfræðingi sem hefur brennandi áhuga á alþjóðasamstafi um málefni fjarskipta og netöryggis og hefur reynslu og þekkingu sem nýtist við innleiðingu Evrópugerða og samningu lagafrumvarpa. » Evrópusérfræðingur á stafrænni vegferð Ísland er í dyggu samfloti með öðrum Evrópuþjóðum þegar kemur að upplýsinga- samfélaginu, gervigreind, stafrænni þróun, aðgengi að upplýsingum og öruggri notkun gagna. Á sama tíma og ýmis tækifæri felast í breytingum á þessu sviði koma upp ýmsar áleitnar spurningar sem snerta siðferði og persónuvernd. Mikil stefnu- mótun mun eiga sér stað á þessu sviði og sömuleiðis innleiðing á Evrópugerðum og alþjóðlegum skuldbindingum. Við leitum nú að einstaklingi sem hefur burði til að hugsa fram á veginn, hefur reynslu af alþjóðlegu samstarfi og brennandi löngun til að leggja sitt af mörkum á sviði stafrænnar þróunar. Viðkomandi tæki þátt í ýmis konar Evrópusamstarfi fyrir hönd Íslands. 44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.