Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL48 Stjörnuspá Árnað heilla 70 ára og 50 ára Elín Einarsdóttir og tengdasonur hennar,Óttarr Hlíðar Jónsson, eiga bæði stórafmæli í dag. Elín er 70 ára og Óttarr er 50 ára. Demantsbrúðkaup Hjónin Kristín Guðmunds- dóttir og Sigurður Þráinn Kárason eiga 60 ára brúð- kaupsafmæli í dag. Sr. Jón Auðuns gaf þau saman í Dómkirkjunni á gamlársdag, þann 31. desember 1962. Þau eiga þrjár dætur og þrjá tengdasyni, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt árangur erfiðis þíns. Taktu þig til og hentu að minnsta kosti fimm hlutum sem þú þarfnast alls ekki lengur. 20. apríl - 20. maí B Naut Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki gleyma vinum þínum. Sköp- unargleðin gerir þér fært að feta ótroðnar slóðir. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Komdu þér í rétta gírinn, því þú munt brátt koma á áhrifaríkum sambönd- um sem hækka kaupið. Láttu þínar eigin þarfir njóta forgangs. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Hugur þinn starfar vel í dag og þú heldur einbeitingunni þar til þú hefur gengið frá öllum lausum endum. . 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Þér hefur tekist bærilega til á árinu og ert fullfær um að stjórna þínum málum áfram. Lærðu af reynslunni og hafðu hana að leiðarljósi framvegis. 23. ágúst - 22. september F Meyja Leitaðu réttar þíns og farðu fram á það sem þú átt skilið. Að hitta nýtt fólk laðar það besta fram í þér. 23. september - 22. október G Vog Þú kemst ekki hjá því að hagræða í lífi þínu á næstunni. Ef þú færð tækifæri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifærið. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Nú er sá tími að þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öðru svo þú náir að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Gefðu þér tíma til þess að slaka á og allt verður í lagi. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Ekki lofa foreldrum þínum eða yfirmönnum meiru en þú getur staðið við í dag. Hvort heldur það er á þínu áhugasviði eða annars staðar. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Þú finnur fyrir gremju því foreldrar, kennarar, yfirmenn og fyrirmenni af einhverju tagi leggja stein í götu þína. Skoðaðu málið vandlega svo þú hafir það á hreinu. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Þegar þú hefur enn ekki komist yfir það sem þú óskar þér, skaltu herða upp hugann. Sérviska þín er mjög svo aðlaðandi fyrir þá sem geta samsamað sig henni og skilið. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Ertu enn að bíða eftir því að yfir- maðurinn taki eftir því hvað þú leggur mikið á þig? Láttu allar áhyggjur lönd og leið. Margrét Schram leikskólakennari – 90 ára Brautryðjandi í barnamenningu M argrét Schram er fædd 31. desember 1932 á Akureyri og ólst upp í gömlu símstöðinni þar, dóttir símstjórahjónanna. Símstöð- in var þá í Hafnarstræti, sambyggð pósthúsinu, neðan við Sigurhæðir. „Þá var gatan alveg við sjóinn og við krakkarnir lékum okkur mikið í fjörunni og skautuðum á Pollinum. Ég man þegar ég var tíu ára að 17 ára stúlka sem vann á símstöðinni ákvað að synda yfir Eyjafjörðinn og mér var boðið með í bátinn sem fylgdi henni. Það var mikið ævin- týri, henni tókst þetta og var tekið vel á móti henni á bryggjunni. Við stunduðum líka skíði. Ekki var búið að byggja upp skíðasvæðið, en þá gengum við bara upp í fjall og skíðuðum svo alla leiðina heim.“ Þegar Margrét var ung fékk Jónína móðir hennar berkla og voru Margrét og Gunnar bróðir hennar send suður til Reykjavíkur og dvöldu hjá ættingjum í nokkra mánuði meðan móðir þeirra var á Kristneshæli. Margrét var á Lauf- ásveginum hjá móðursystur sinni, Kristínu Jónsdóttur myndlistar- manni og eiginmanni hennar, Valtý Stefánssyni, ritstjóra Morgun- blaðsins, en Gunnar hjá móðurfor- eldrum þeirra á Stýrimannastíg. „Svo kom mamma til baka með eitt lunga og það gekk nú bara vel hjá henni eftir það, en fyrst eftir heimkomuna mátti hún ekki faðma okkur vegna smithættu.“ Margrét hóf langan fóstruferil sinn í leikskólanum Pálmholti á Akureyri og útskrifaðist frá Fóstru- skóla Sumargjafar árið 1953. „Ég var strax staðráðin í því að verða fóstra.“ Hún varð síðan stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1956. Hún kynnti sér leikskólastarf í Kaupmannahöfn veturinn 1957- 58 og hitti þar eiginmann sinn, verkfræðinemann Helga Hallgríms- son, á Íslendingastaðnum fræga, Nellunni. „Ég kynnti mér ýmsa leikskóla í Kaupmannahöfn, fór víða um og reyndi að bera áhrifin með mér heim. Seinna þegar við vorum komin með tvö börn dvöldum við einnig veturlangt í Kaupmannahöfn meðan Helgi lauk frekara námi.“ Þegar börnin stálpuðust fór Margrét aftur að vinna á leikskól- um, m.a. í Steinahlíð, á Grænuborg og Álftaborg. Þá lauk hún kennara- námi frá Fósturskóla Íslands 1975 og starfaði lungann af starfsævi sinni við kennslu barnabókmennta við sama skóla. „Þá var ekki mikið úrval af barnabókum, sérstaklega ekki fyrir yngstu börnin, en það átti eftir að breytast.“ Hún hlaut viðurkenningu Vorvinda fyrir 25 ára kennsluferil árið 2001. Margrét var lengi í stjórn IBBY, alþjóðlegra samtaka um börn og bækur, og starfaði einnig í Íslands- deild Delta Kappa Gamma, sem og með Inner Wheel samtökunum. Áhugamál Margrétar Schram hafa löngum tengst börnum og barnamenningu, þá aðallega barnabókum. Það hefur skilað sér til barna hennar, en tveir synir hennar eru rithöfundar og einn er bókaútgefandi. Margrét stundaði einnig skíði af miklu kappi ásamt fjölskyldu sinni, og tók á sínum tíma virkan þátt í uppbyggingu ÍR-svæð- isins í Hamragili. „Við sem tókum þátt í þessari uppbyggingu höfum haldið hópinn síðan, farið bæði í skíðaferðir og golfferðir erlendis.“ Margrét er vel ern, er dugleg að hitta fólk og les enn þá. „Ég er þó ekki mikið að lesa barnabækur, en les alls konar bækur. Þetta er búið að vera bara mjög fínt líf.“ Fjölskyldan F.v.: Ásmundur Helgason, Fanney Rut Elínardóttir, Elín G. Ragnarsdóttir, Ragnar Ingi Indíönuson, Nína Helgadóttir, Hallgrímur Helgason, Þorgerður Agla Magnúsdóttir, Málfríður Jóhanna Ögludóttir Hallgrímsdóttir, Margrét Schram, Óli Gunnar Gunnarsson, Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir á ættarmóti sumarið 2022. Í Fósturskólanum Margrét leikur á píanó og syngur ásamt nemendum á Fríkirkjuvegi 11, árið 1964. Akureyri 1958 Nýgift Helga Hall- grímssyni, brúarverkfræðingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.