Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 31.12.2022, Qupperneq 52
MENNING52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2022 Glæný verslun Skeifunni 9 Troðfull af vörum fyrir öll gæludýr Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18 kíktu í heimsókn L i f and i v e r s l un fy r i r ö l l gæ ludýr Vegfarendum brá í brún við upphaf árs 2022 þegar það leit út fyrir að tæknin væri að stríða umsjónar- mönnum auglýsingaskilta borgar- innar. Skýringin reyndist vera sú að listamaðurinn Hrafnkell Sigurðs- son hafði borið sigur úr býtum í samkeppninni Auglýsingahlé og sett upp verk í strætóskýlum og á öðrum skiltum á vegum fyrirtækis- ins Billboard. Að þessu sinni eru það hins vegar verk myndlistarmannsins Sigurðar Ámundasonar sem munu prýða yfir 450 auglýsingaskilti á höfuðborgar- svæðinu dagana 1.-3. janúar. Verk hans voru valin úr tillögum fjörutíu umsækjenda en Auglýsingahlé er samstarfsverkefni Billboard, Y gall- erís og Listasafns Reykjavíkur. „Þetta eru gervilógó, lógó sem hafa enga merkingu. Venjulega hafa öll lógó einhvern tilgang en það er algjört tilgangsleysi á bak við þessi vörumerki,“ segir Sigurður um verkin en hann sýndi níu verk af þessari gerð á sýningunniWhat's Up, Ave Maria? sem sett var upp í Hafnarborg síðastliðið vor. Úrkynjun úr öðrum heimi Sigurður sýnir nokkrar útgáfur af þessum lógóverkum á auglýs- ingaskiltunum. „Annaðhvort eru þetta lógóin ein og sér eða lógó í umhverfi, sem er ýmist tilkomu- mikil náttúra eða arkitektúr. Það gefur í skyn að þetta sé eins og auglýsingaherferð. Svo eru líka fígúratív verk með lógóum þar sem við erum kannski komin út í meiri expressjónisma. Lógóin breytast í fígúrurnar og úrkynjunin er eins og úr einhverjum öðrum heimi. Þetta fjarlægist svolítið okkar skilning á auglýsingum.“ Hann segir það hafa verið heppi- legt að hafa verið að vinna í svolít- inn tíma að verkum sem smellpassa inn í þetta auglýsingatengda ver- kefni. „Ég er að vona að fólk tengi milli myndlistar og auglýsinga. Ég er að vinna þar á mörkunum.“ Alls mun Sigurður sýna um fjörutíu til fimmtíu verk sem öll eru teikningar í grunninn en listamað- urinn segist þó frekar líta á þau sem málverk eða eitthvað þeim skylt. „Elstu verkin eru kannski tveggja ára gömul en ég er enn að vinna að þeim nýjustu. Það verður mikið af glænýjum verkum. Ég er heldur ekki búinn með þessa seríu svo ég mun halda áfram með hana eftir þetta verkefni.“ Hann hefur haft í nógu að snúast undanfarið við að koma verkun- um á rétt form fyrir LED-skjái auglýsingaskiltanna. „Pabbi minn er grafískur hönnuður og hann er að hjálpa mér að setja myndirnar upp, klippa þær til, taka ljósmyndir af þeim og fínpússa þær þannig að þær passi í þetta format.“ Verk- unum verður síðan raðað í röð sem Sigurður segir að sé nokkuð handahófskennd. Þeim verður síðan róterað þannig að hvert verk verði á skjánum í átta sekúndur. Sigurður mun einnig sýna í Ás- mundarsal í janúar ásamt mynd- listarmanninum Gunnari Jónssyni. Þar segir hann að mestu um annars konar verk að ræða en þó er eitt verk sameiginlegt með verkefnun- um tveimur. Mislukkuð samskipti Það er ekki bara myndlist sem Sigurður fæst við um þessar mund- ir heldur er hans fyrsta leikrit, Hið ósagða, í sýningu í Tjarnarbíói. Þar er hann er bæði höfundur og leikstjóri og kemur einnig fram í verkinu ásamt góðum hópi leikara. Spurður hvort finna megi ein- hverja þræði sem sameini þessar ólíku listgreinar hjá honum segir Sigurður: „Ég held að öll listin mín, hvort sem það er myndlist eða leikhús eða hvað það er, fjalli alltaf um samskipti og eiginlega mislukkuð samskipti. Ég veit ekki hvort mislukkuð er rétta orðið en þessi lógó eru ekki að vísa í neitt og venjulega eiga þau að vísa í eitthvað, stofnun, fyrirtæki eða vöru. Þau eru oft mjög háfleyg þessi lógó, þau hafa dramatískt landslag í kringum sig. Þau eru að upphefja sig en þau hafa ekkert að segja.“ Leikritið fjallar að hans sögn einnig um misheppnuð samskipti. „Samskipti eru svo rosalega stór partur af mannkyninu og daglegu lífi en það er líka svo rosalega ófullkomið, ómótað eða óþróað fyrirbæri. Mannkynið er ekki alveg búið að negla það. Við erum ekki jafn góð í samskiptum og við höld- um að við séum. Við höfum ekki alveg orðin til þess að ná utan um eða lýsa því hvernig okkur líður eða við þorum kannski ekki að útskýra það. Það er svo mikið sem veltur á samskiptum og í flestum tilfellum á einhver misskilningur sér stað eða einhverjar lokaðar tilfinningar.“ Hann tekur dæmi af því hvernig hversdagsleg samskipti geta leikið lykilhlutverk í heimsmyndinni. „Ef foreldrar valdamikils auðkýfings, eins og til dæmis Pútíns, kunna ekki að segja við hann að þau elski hann þá hefur það svo mikil áhrif á alla. Ef hann á slæm samskipti við ástvini sína hefur það áhrif á sálræna lífið hans og sálræna lífið hans hefur áhrif á pólitískt landslag Evrópu. Alls konar svona hvers- dagslegir hlutir, eða sem við höldum að séu hversdagslegir, verða stærri ef maður er til dæmis pólitískur leiðtogi. Þetta helst allt í hendur.“ Öld sjálfsmyndarinnar Lógóin gera einnig tilraun til þess að tjá eitthvað en misheppnast það. Sigurður segir það tengjast hugmyndum um „öld sjálfsmyndar- innar“ og „öld upplýsinganna“. „Það eru bara 22 ár liðin af öldinni en þetta virðast vera mjög sterk lykilorð fyrir þennan tíma, upplýsingar og sjálfsmynd. Lógóin eru í raun og veru hvort tveggja. Þetta eru upplýsingar og þetta er líka sjálfsmynd einhvers fyrirtækis eða hugmyndafræði. En bæði upp- lýsingarnar og sjálfsmyndin komast ekki til skila. Svo þetta fellur algjör- lega um sjálft sig,“ segir hann. „Þetta fjallar svolítið um merk- ingarleysið sjálft eða efann. Efinn er svolítið merkilegt og mikilvægt fyr- irbæri. Ef það er einhver meining með þessari tilvist þá tel ég að sú meining sé efinn eða óvissan. Þetta er ekki staður sem við komum á til þess að finna svarið, þetta er frekar ein stór spurning, þessi heimur.“ lSigurður Ámundason tekur yfir auglýsingaskilti borgarinnar í AuglýsingahléilSýnir á fimmta tug merkingarlausra vörumerkjalMisheppnuð samskipti, sjálfsmynd og upplýsingar Merki ummerkingarleysi Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilgangsleysi „Venjulega hafa öll lógó einhvern tilgang en það er algjört tilgangsleysi á bak við þessi vörumerki.“ Stiklur kvikmynda eiga að endur- spegla innihaldið og því er kvik- myndaaðdáendum heimilt að fara í mál við kvikmyndaframleiðend- ur ef leikari í stiklu er á endanum klipptur út úr myndinni. Þetta er niðurstaða Stephens Wilson, dómara í Bandaríkjunum, sem nýverið úrskurðaði að málshöfð- un tveggja kvikmyndaaðdáenda gegn Universal Pictures skyldi dómtekin, en kvikmyndafram- leiðandinn hafði farið fram á að málinu yrði vísað frá. Forsaga málsins er sú að Peter Michael Rosza og Conor Woulfe leigðu sér myndina Yesterday á Amazon Prime árið 2019 fyrir 3,99 dali eða ríflega 572 íslenskar krónur. Þegar þeir fóru að horfa komust þeir að því að leikkonan Ana de Armas, sem þekktust er fyrir leik sinn í No Time to Die og Knives Out, hefði verið klippt út úr myndinni þrátt fyrir að hafa verið í stiklu myndarinnar. Framleiðslufyrirtækið hélt því fram að tjáningarfrelsið sem kveðið er á um fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar næði yfir stikluna, en því hafnaði dómarinn með úrskurði sínum. „Stiklur eru ígildi auglýsinga sem hafa það að markmiði að selja kvikmyndina með því að veita neytendum forsmekk að því sem koma skal,“ skrifaði dómarinn í úrskurði sínum og áréttaði þar með að löggjöf sem tryggja á heiðarleika í auglýsingum ætti við um stikluna. Næsti fundur málsins í dómsal verður 3. apríl. Farið hefur verið fram á a.m.k. fimm milljón dala bætur fyrir hönd vonsvikinna aðdáenda Armas. l Vörusvik að leikkona var klippt út Heimilt að fara í mál út af stiklu AFP/Tommaso Boddi Leikkona Ana de Armas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.