Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 9

Morgunblaðið - 01.12.2022, Side 9
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 9 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kremaður maísmeð spínati 500 g frosin maískorn – affryst 250 g spínat 80 g smjör 40 g hveiti 250 ml rjómi salt hvítlaukspipar olía @ Maískornin steikt á pönnu upp úr smá olíu í u.þ.b. 3 mínútur, þá er spínatinu bætt út á pönnuna og kryddað með salti og hvítlaukspipar. @ Í öðrum potti er smjörið brætt við meðalhita og síðan hveiti bætt út í hrært vel. @ Þá er rjómanum bætt út í smá saman þar til blandan þykknar vel, passa þarf að hræra mjög reglulega þar sem þetta brennur mjög auð- veldlega við. @ Síðast er maís og spínati hrært saman við sósuna og borið fram heitt. Karamellu kartöflur sem aldrei klikka 500 g kartöflur 200 g rjómaatöggur frá Nóa 1,5 dl mjólk 50 g smjör @ Kartöflur annað hvort soðn- ar eða skolaðar ef notað er forsoðnar kartöflur. @ Í potti á vægum hita eru karamellurnar og mjólk- in brædd saman, þegar blandan er orðin kekkjalaus er smjörinu bætt út í og hrært þar til blandast saman. @ Að lokum eru kartöflunum bætt út í og leyft að draga aðeins í sig karamellusósuna áður en þær eru bornar fram. Jólasalat 2 græn epli 1 pera 2 klementínur sítrónusafi 50 g suðusúkkulaði 1,5 dl sýrður rjómi 3 msk. Egils-appelsínuþykkni 50 g hnetutoppskurl 2 dl rjómi, þeyttur @ Eplin, peran og mandarínurnar flysjuð og skorin í litla bita og örlitlum sítrónusafa hellt yfir. @ Suðusúkkulaði, sýrðum rjóma, appelsínuþykkni og hnetutopps- kurli hrært saman og blandað saman við ávextina. @ Síðan er rjómanum hrært var- lega saman við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.