Morgunblaðið - 01.12.2022, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.12.2022, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Smjörsprautað kalkúnaskip 1 stk. smjörsprautað kalkúnaskip Hagkaups olía smjör salt @ Kalkúnaskipið tekið úr pakkningunum og þerrað. @ Sett í ofnskúffu og kryddað með salti. Þá er það bakað á 180°C í um það bil 45 mínútur á hvert kg sem kalkúnaskipið er. Dijon- og salvíukalkúnasósa 100 g gulrætur 1 stór laukur 3 hvítlauksgeirar 1 msk. piparkorn 3 greinar rósmarín 30 g salvía 350 ml hvítvín 500 ml rjómi 2 msk. gróftkorna dijonsinnep 1-2 msk. kalkúnakraftur @ Gulrætur, laukur og hvítlaukur skorin gróft og steikt í potti á meðalhita með piparkornum og rósmaríngreinum. @ Þegar laukurinn er orðinn glær er salvíu og hvítvíni bætt út í og látið sjóða niður um rúmlega helming. @ Þá er rjóma hellt saman við og soðið aftur niður þar til sósan fer að þykkna aðeins, þá er hún sigtuð. Eftir það er sinnepi og krafti bætt út í. @ Sósan er svo smökkuð til og þá hægt að bæta út í meiri krafti eða sinnepi ef fólk vill. Gljáðar gulrætur og rauðlaukur 6 msk. púðursykur 150 ml appelsínusafi 3 litlir rauðlaukar 500 g gulrætur 750 ml grænmetissoð (vatn og 2 grænmetisteningar) @ Gulrætur flysjaðar og skornar í tvennt til fernt á lengdina. @ Rauðlaukurinn skorinn í fernt. @ Grænmetið er soðið í grænmetissoðinu, gulræturnar í um það bil sex mínútur og laukurinn þrjár mínútur. @ Á meðan er appelsínusafa og púðursykri blandað saman og hrært. @ Grænmetið sigtað frá soðinu og sett á plötu, þá er púðursykurs- blöndunni hellt yfir og grænmetið bakað í ofni á 200°C í 15 mínútur, velt vel upp úr púðursykursblöndunni 1-2 sinnum á bökunartímanum. Kalkúnasósa og kalkúnafyllingar Við einföldum jólin fyrir þig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.