Morgunblaðið - 01.12.2022, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 37
Kramdar
parmesan-
kartöflur
500 g kartöflur
50 g smjör
2 hvítlauksgeirar
1 msk. steinselja
50 g rifinn parmesanostur
@ Kartöflurnar soðnar í saltvatni þar
til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
Passa þarf að ofsjóða þær ekki.
@ Á meðan er smjörið brætt, hvít-
laukurinn rifinn út í og steinseljan
skorin smátt og bætt saman við.
@ Kartöflunum er raðað á bök-
unarplötu og þær kramdar aðeins
með þykkbotna glasi.
@ Þá er smjörblöndunni penslað yfir
kartöflurnar og parmesanostinum
stráð yfir þær að lokum.
@ Þá eru þær bakaðar á 200°C í
10-15 mínútur eða þar til þær eru
stökkar og flottar.
Bátasalat
1 haus jöklasalat
200 g beikon
1 lítill rauðlaukur
kirsuberjatómatar
gráðaostur
gráðaostssósa
@ Jöklasalatshausinn er skorinn í
fernt og hver fjórðungur skolaður
vel. Stöngullinn er þá skorinn úr
hverjum bát fyrir sig.
@ Beikonið er steikt þar til stökkt
og þá skorið smátt.
@ Rauðlaukurinn skorinn í þunn-
ar sneiðar og tómatarnir skornir
í tvennt.
@ Þá er gráðaostssósunni hellt
yfir og beikoni, rauðlauk, tómöt-
um og gráðaostsbitum raðað
ofan á sósuna.
Krónhjartar-
tartar
300 g krónhjartarfilet
1 stór skalottlaukur
1 lítill rauður chili
¼ grænt epli
1 msk. graslaukur
börkur af hálfri sítrónu
3 msk. góð ólífuolía
salt og pipar
@ Krónhjörtur, skalottlaukur,
chilipipar, epli og graslaukur allt
skorið mjög smátt og blandað
saman í skál.
@ Sitrónan þvegin og börkurinn
rifinn fínt yfir blönduna.
@ Olíunni hrært saman við.
Smakkað til með salti og pipar.
@ Borið fram á laufabrauði.