Morgunblaðið - 01.12.2022, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.12.2022, Qupperneq 39
FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2022MORGUNBLAÐIÐ 39 Síríuslí 30 ml Hvítserkur romm 15 ml Rökkvi heitt súkkulaði Ofan á: Þeyttur rjómi og saltkara- mellusúkkulaðispænir Ílát: Kaffibolli Skraut: Súkkulaðispænir @ Síríuslí er „byggður“ drykkur og því fljótlegt að búa hann til ef mað- ur er með öll hráefnin við höndina. Við byrjum á að setja rommið í bolla og hellum svo yfir rjúkandi heitu súkkulaði. @ Að lokum léttþeytum við rjómann og hellum honum varlega yfir heita súkkulaðið í bollanum og skreytum með súkkulaðispæni. Rúdólf 40 ml Angelica-gin 20 ml krækiberjalíkjör frá 64 Reykjavík Distillery 20 ml límónusafi 15 ml sykursíróp Ílát: Lágt glas (e. old fashioned) Skraut: Hreindýramosi @ Við setjum öll hráefnin í hristara, fyllum hann alveg upp að brún með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. @ Að lokum er drykknum hellt í gegnum sigti ofan í kælt lágt glas með klaka. Hann er svo skreyttur með hreindýramosa. Skyrgámur 30 ml Kötlu-vodki 20 ml bláberjalíkjör frá 64 Reykjavík Distillery 20 ml vanillusíróp 30 ml rjómi 1 barskeið skyr Ílát: Kokteilglas Skraut: Múskat @ Við setjum öll hráefnin í hristara, fyllum hann alveg upp að brún með klaka og hristum hressilega í 10-15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur. @ Að lokum er drykknum hellt í gegnum sigti ofan i kælt kokteilglas og múskat rifið yfir drykk- inn. @ Vanillusírópið er útbúið þannig að blandað er saman vatni og sykri í jöfnum hlutföllum, vanillustöng skorin í tvennt og látin liggja í sírópinu yfir nótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.